Byggðaráð

1041. fundur 10. október 2022 kl. 13:15 - 17:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson, aðalmaður boðaði forföll og Lilja Guðnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026; fræðslu-og menningarsvið

Málsnúmer 202204134Vakta málsnúmer

a) Íþrótta- og æskulýðsmál- málaflokkur 06 nema deild 06270 og fjárfestingastyrkir


Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15.

Gísli Rúnar og Gísli fór yfir tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 06; íþrótta- og æskulýðsmál, að undanskildum vinnuskóla deild 06270.

Á fundinum var farið yfir eftirfarandi:
Tillögu að starfsáætlun íþrótta- og æskulýðsmála.
Beiðni um búnaðarkaup.
Fjárhagsramma málaflokks 06.
Áætlun launakostnaðar og stöðugilda 2023 í samanburði við 2022.
Fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá.
Fundagerðir íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs (1) og íþrótta- og æskulýðsráðs (2) með umfjöllun um fjárhagsáætlun 2023.
Minnisblað og tillögu sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa vegna uppbyggingu íþróttamannvirkja - styrkir til félaga.
Minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa vegna sumarnámskeiða.

Gísli Rúnar vék af fundi kl. 14:13.



b) Fræðslu- og uppeldismál - málaflokkur 04.

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsvið kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2023 vegna málaflokks 04 - fræðslu- og uppeldismál.

Á fundinum var farið yfir eftirfarandi gögn:

Tillögur að starfsáætlun Skólaskrifstofu, Dalvikurskóla, Frístundar, Árskógarskóla, Tónlistarskólans á Tröllaskaga, Krílakots.
Beiðnir um búnaðarkaup.
Fjárhagsramma málaflokks 04.
Áætlun launakostnaðar og stöðugildia 2023 í samanburði við 2022.
Fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá.
Fundagerðir fræðsluráðs (2) með umfjöllun um fjárhagsáætlun 2023.

c) Menningarmál - málaflokkur 05

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsvið kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2023 vegna málaflokks 05 - menningarmál.

Á fundinum var farið yfir eftirfarandi gögn:

Tillögur að starfsáætlun safna; Bókasafn, Héraðssjalasafn og Byggðasafnið Hvoll.
Beiðnir um búnaðarkaup.
Fjárhagsramma málaflokks 05.
Áætlun launakostnaðar og stöðugilda 2023 í samanburði við 2022.
Fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá.
Fundagerðir menningarráðs (1) með umfjöllun um fjárhagsáætlun 2023.

Gísli Bjarnason vék af fundi kl. 15:28.
Byggðaráð þakkar íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs fyrir komuna og yfirferðina. Lagt fram til kynningar.

2.Kynning á svæðisáætlun um meðhöndlun árgangs fyrir Norðurland

Málsnúmer 202111041Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 15:30 Stefán Gíslason, Smári J. Lúðvíksson frá SSNE, Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og fulltrúar úr umhverfis- og dreifbýlisráði; Gunnar Kristinn Guðmundsson, Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson, Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson, Júlía Ósk Júlíusdóttir, Emil Einarsson, Anna Kristín Guðmundsdóttir. Monika Margrét Stefánsdóttir og Felix Rafn Felixson tóku þátt í gegnum TEAMS sem og Stefán Gíslason.

Á 366. fundi umhverfisráðs þann 3. desember 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 8. nóvember 2021, þar sem kemur fram að sem kunnugt er er "Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026" í gildi á Norðurlandi fyrir svæðið frá Hrútafirði í vestri að Melrakkasléttu í austri og byggir áætlunin á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs. Þar segir í 6. grein: "Sveitarstjórn, ein eða fleiri í sameiningu, skal semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir," Og sömuleiðis segir í 6. grein: Sveitarstjórn skal á a.m.k. sex ára fresti meta og taka ákvörðun um hvort þörf er á að endurskoða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Fram kemur að það sé orðið tímabært að taka ákvörðun um hvort þörf sé á því að endurskoða svæðisáætlunina, annars vegar vegna ofangreinds lagaákvæðis og hins vegar vegna áorðinna og fyrirsjáanlegra breytinga í lagaumhverfi varðandi úrgangsmál. Vegna þeirra breytinga sem verða 1. janúar 2023 má telja það mjög brýnt að endurskoðun fari fram fyrr en seinna. Umhverfisráð tekur undir að mjög brýnt sé að endurskoða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "


Stefán og Smári viku af fundi kl. 16:45. Bjarni Daníel, Gunnar Kristinn, Gunnþór, Júlía Ósk, Þorvaldu, Emil, Anna Kristín, Monika og Felix viku af fundi kl. 16:51.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson, aðalmaður boðaði forföll og Lilja Guðnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs