Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026

Málsnúmer 202204134

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1026. fundur - 05.05.2022

a) Auglýsing

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023, sbr. undanfarin ár.

b) Tímarammi.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að timaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 í samræmi við fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum auglýsinguna eins og hún liggur fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að tímaramma eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umföllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 345. fundur - 10.05.2022

Á 1026. fundi byggðaráðs þann 5. maí 2022 var eftirfarandi bókað:
"a) Auglýsing
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023, sbr. undanfarin ár.
b) Tímarammi.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 í samræmi við fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum auglýsinguna eins og hún liggur fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að tímaramma eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að tímaramma.

Byggðaráð - 1028. fundur - 16.06.2022

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi staðfestur tímarammi vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Samkvæmt tímarammunum eiga eftirfarandi atriði að vera til umfjöllunar:
Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat.
Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett.
Rætt m.a. um rafrænar kannir meðal íbúa um ákveðin verkefni (OneVote)

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir tímarammann.


b) Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýsluviðs fór yfir helstu þætti í samþykktinni er snýr að vinnunni við fjárhagsáætlun.
Lagt fram tilkynningar.

Byggðaráð - 1029. fundur - 21.06.2022

Á 1029. fundi byggðaráðs þann 16. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi staðfestur tímarammi vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Samkvæmt tímarammunum eiga eftirfarandi atriði að vera til umfjöllunar:
Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat.
Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett.
Rætt m.a. um rafrænar kannir meðal íbúa um ákveðin verkefni (OneVote)

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir tímarammann.


b) Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýsluviðs fór yfir helstu þætti í samþykktinni er snýr að vinnunni við fjárhagsáætlun.

Lagt fram til kynningar."

Til umræðu ofangreint.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti gögn vegna fjárhagsáætlunar 2022:
Umræðupunktar til fagráða.
Fjárfestingar og framkvæmdir 2022-2025.
Búnaðarkaup 2022.
Viðhald Eignasjóðs 2022 ásamt tillögum næstu ára.
Fyrstu drög að fjárhagsramma vegna 2022.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1030. fundur - 23.06.2022

Á 1029. fundi byggðaráðs þann 21. júní sl. var eftirfarandi bókað
Á 1029. fundi byggðaráðs þann 16. júní sl. var eftirfarandi bókað: "a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi staðfestur tímarammi vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026. Samkvæmt tímarammanum eiga eftirfarandi atriði að vera til umfjöllunar: Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat. Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett. Rætt m.a. um rafrænar kannanir meðal íbúa um ákveðin verkefni (OneVote). Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir tímarammann. b) Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýsluviðs fór yfir helstu þætti í samþykktinni er snýr að vinnunni við fjárhagsáætlun. Lagt fram til kynningar." Til umræðu ofangreint. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti gögn vegna fjárhagsáætlunar 2022: Umræðupunktar til fagráða. Fjárfestingar og framkvæmdir 2022-2025. Búnaðarkaup 2022. Viðhald Eignasjóðs 2022 ásamt tillögum næstu ára. Fyrstu drög að fjárhagsramma vegna 2022. Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1031. fundur - 06.07.2022

Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní sl. var til umfjöllunar áfram vinna við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026. Til umfjöllunar hefur verið samkvæmt tímaramma:
Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat. Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett.
Rætt m.a. um rafrænar kannanir meðal íbúa um ákveðin verkefni (OneVote).

Eftirfarandi gögn hafa verið til umfjöllunar:
Staðfestur tímarammi 2023.
Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.
Umræðupunktar til fagráða frá 2022.
Fjárfestingar og framkvæmdir 2022-2025. Búnaðarkaup 2022. Viðhald Eignasjóðs 2022 ásamt tillögum næstu ára.
Fyrstu drög að fjárhagsramma vegna 2022.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi þverkeyrsla á alla bókhaldslykla í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun 2022 og þjóðhagsspá að sumri sem sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir á fundinum.
Sviðsstjóri upplýsti einnig að búið er að senda út þarfagreiningu til stjórnenda vegna vinnu við launaáætlun 2023.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1033. fundur - 14.07.2022

Á 1031. fundi byggðaráðs þann 6. júlí sl. var eftirfarandi bókað:

"Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní sl. var til umfjöllunar áfram vinna við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026. Til umfjöllunar hefur verið samkvæmt tímaramma: Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat. Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett. Rætt m.a. um rafrænar kannanir meðal íbúa um ákveðin verkefni (OneVote). Eftirfarandi gögn hafa verið til umfjöllunar: Staðfestur tímarammi 2023. Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar. Umræðupunktar til fagráða frá 2022. Fjárfestingar og framkvæmdir 2022-2025. Búnaðarkaup 2022. Viðhald Eignasjóðs 2022 ásamt tillögum næstu ára. Fyrstu drög að fjárhagsramma vegna 2022. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi þverkeyrsla á alla bókhaldslykla í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun 2022 og þjóðhagsspá að sumri sem sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir á fundinum. Sviðsstjóri upplýsti einnig að búið er að senda út þarfagreiningu til stjórnenda vegna vinnu við launaáætlun 2023. Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar gögn vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022;
Forsendur með fjárhagsáætlun 2022.
Yfirlit yfir íbúaþróun
Áhættugreining.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1034. fundur - 18.08.2022

Á 1033. fundi byggðaráðs þann 14. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1031. fundi byggðaráðs þann 6. júlí sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní sl. var til umfjöllunar áfram vinna við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026. Til umfjöllunar hefur verið samkvæmt tímaramma: Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat. Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett. Rætt m.a. um rafrænar kannanir meðal íbúa um ákveðin verkefni (OneVote). Eftirfarandi gögn hafa verið til umfjöllunar: Staðfestur tímarammi 2023. Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar. Umræðupunktar til fagráða frá 2022. Fjárfestingar og framkvæmdir 2022-2025. Búnaðarkaup 2022. Viðhald Eignasjóðs 2022 ásamt tillögum næstu ára. Fyrstu drög að fjárhagsramma vegna 2022. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi þverkeyrsla á alla bókhaldslykla í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun 2022 og þjóðhagsspá að sumri sem sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir á fundinum. Sviðsstjóri upplýsti einnig að búið er að senda út þarfagreiningu til stjórnenda vegna vinnu við launaáætlun 2023. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsinga gögn vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022; Forsendur með fjárhagsáætlun 2022. Yfirlit yfir íbúaþróun Áhættugreining.Lagt fram til kynningar."

Á fundinum var farið yfir tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Lagt fram til kynningar.

Íþrótta-, æskulýðs- og menningarráð - 139. fundur - 30.08.2022

Farið yfir tímaáætlun vegna vinnu við starfs og fjárhagsáætlun. Drög að starfsáætlun verða lögð fyrir ráðið á næsta fundi.

Byggðaráð - 1036. fundur - 01.09.2022

a) Forsendur Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2023

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti fyrstu drög að forsendum Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2023.

b) Drög að fjárhagsramma.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti fyrstu drög að fjárhagsramma fyrir árið 2023 vegna vinnu við fjárhagsáætlun.

Lagt fram til kynningar og næstu drög tekin til umfjöllunar og afgreiðslu á næsta fundi byggðaráðs.

Byggðaráð - 1037. fundur - 08.09.2022

a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2023

Á fundi byggðaráðs þann 1. september sl. voru kynnt fyrstu drög að forsendum Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2023. Drögin voru lögð fram til kynningar og vísað til umfjöllunar og afgreiðslu á næsta fundi byggðaráðs.Meðfylgjandi eru uppfærð drög að forsendum frá síðasta fundi.


b) Tillaga að fjárhagsramma 2023 #2

Á fundi byggðaráðs þann 1. september sl. voru kynnt fyrstu drög að fjárhagsramma fyrir árið 2023 vegna vinnu við fjárhagsáætlun. Drögin voru lögð fram og næstu drögum vísað til umfjöllunar og afgreiðslu byggðaráðs.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga #2 að fjárhagsramma 2023. Drögin byggja á fyrirliggjandi fjárhagsgáætlun 2022 með viðaukum en búið er að taka út þá viðauka er varða eingöngu árið 2022 sem og að taka inn eða út einskiptisaðgerðir sem vitað er um. Afskriftir og vextir hafa verið uppfærðir í grunninn þannig að ramminn 2023 byggi sem best á réttum áætlunargrunni 2022.
Jafnframt fylgja með til upplýsingar fyrsta keyrsla að launaáætlun 2023 niður á deildir, rekstrarreikningur 2023 skv. fjárhagsramma og yfirlit yfir viðauka 2022 og breytingar á áætlunargrunni.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að forsendum við fjárhagsáætlun 2023; drög #2
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu #2 að fjárhagsaramma 2023 með þeirri breytingu að bætt verði við rammann 20 m.kr. í málaflokk 09 vegna gerð aðalskipulags og deiliskipulaga.

Fræðsluráð - 273. fundur - 14.09.2022

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, Friðrik Arnarson skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri á Krílakoti fóru yfir drög að starfsáætlunum fyrir næsta fjárhagsár 2023.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsráð - 1. fundur - 14.09.2022

Lögð var fram starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1038. fundur - 15.09.2022

Á 1037. fundi byggðaráðs þann 8. september sl. var samþykkt tillaga að fjárhagsramma fyrir árið 2023 ásamt drögum að forsendum.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn;
a) Minnislisti yfir ýmis verkefni.
b) Fjárfestingar og framkvæmdir skv. þriggja ára áætlun.
c) Áhættugreining.
d) Fleira ?
a) Verkefni sett í farvegi eftir því sem við á. Aðallega í formi funda.
b) Lagt fram til kynningar.
c) Vísað til úrvinnslu í framkvæmdastjórn fyrir fund byggðaráðs.
d) Nei.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 139. fundur - 20.09.2022

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram vinnubækur deilda. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir framlagðar vinnubækur og að auki er óskað eftir því að sett verði inn ósk um kaup á nýrri skúringarvél að upphæð 4.000.000.-

Menningarráð - 92. fundur - 20.09.2022

Björk Hólm Þorsteindóttir, forstöðumaður safna fór yfir helstu áherslur í starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024 - 2026.
Menningarráð samþykkir með tveimur atkvæðum gjaldskrá safna fyrir fjárhagsárið 2023. Gjaldskrá var hækkuð um 4,9 %. Menningarráð gerir ekki athugasemdir við starfs- og fjárhagsáætlun safna fyrir fjárhagsárið 2023.
Björk Hólm Þorsteindóttir, forstöðumaður safn, fór af fundi kl. 11:30.

Sveitarstjórn - 349. fundur - 20.09.2022

Á 1037. fundi byggðaráðs þann 8. september sl. var eftirfarandi bókað:

a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2023 Á fundi byggðaráðs þann 1. september sl. voru kynnt fyrstu drög að forsendum Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2023. Drögin voru lögð fram til kynningar og vísað til umfjöllunar og afgreiðslu á næsta fundi byggðaráðs. Meðfylgjandi eru uppfærð drög að forsendum frá síðasta fundi.

b) Tillaga að fjárhagsramma 2023 #2 Á fundi byggðaráðs þann 1. september sl. voru kynnt fyrstu drög að fjárhagsramma fyrir árið 2023 vegna vinnu við fjárhagsáætlun. Drögin voru lögð fram og næstu drögum vísað til umfjöllunar og afgreiðslu byggðaráðs. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga #2 að fjárhagsramma 2023. Drögin byggja á fyrirliggjandi fjárhagsgáætlun 2022 með viðaukum en búið er að taka út þá viðauka er varða eingöngu árið 2022 sem og að taka inn eða út einskiptisaðgerðir sem vitað er um. Afskriftir og vextir hafa verið uppfærðir í grunninn þannig að ramminn 2023 byggi sem best á réttum áætlunargrunni 2022. Jafnframt fylgja með til upplýsingar fyrsta keyrsla að launaáætlun 2023 niður á deildir, rekstrarreikningur 2023 skv. fjárhagsramma og yfirlit yfir viðauka 2022 og breytingar á áætlunargrunni.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að forsendum við fjárhagsáætlun 2023; drög #2
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu #2 að fjárhagsaramma 2023 með þeirri breytingu að bætt verði við rammann 20 m.kr. í málaflokk 09 vegna gerðar aðalskipulags og deiliskipulaga.
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og forsendur með fjárhagsáætlun 2023 eins og þær nú liggja fyrir.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2023 með þeirri breytingu að bætt verði 20 m.kr. í málaflokk 09 vegna aðalskipulags og deiliskipulaga.

Veitu- og hafnaráð - 117. fundur - 27.09.2022

Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar

Fræðsluráð - 274. fundur - 28.09.2022

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri - fræðslu og menningarsviðs, Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti fóru yfir starfs - og fjárhagsáætlunir hjá sínum deildum.
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum starfsáætlanir skólanna og gerir ekki athugasemdir við fjárhagsáætlunir skólanna og skólaskrifsstofu fyrir fjárhagsárið 2023.

Fræðsluráð óskar eftir að endurnýjun á búnaði í kennslustofur í Dalvíkurskóla verði áfram á Eignarsjóði.


Fræðsluráð, þakkar stjórnendum fyrir góða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2023.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 1. fundur - 30.09.2022

Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1040. fundur - 06.10.2022

a) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálasviðs.

Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasvið fór yfir tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 02; félagsþjónusta.

Á fundinum var farið yfir eftirfarandi:
Tillögu að starfsáæltun félagsmálasviðs.
Beiðni um búnaðarkaup.
Fjárhagsramma félagsmálasviðs.
Áætlun launakostnaðar og stöðugilda 2023 í samanburði við 2022.
Fyrirliggjandi tillögu að breytingu á gjaldskrá.
Fundargerðir félagsmálaráðs með umfjöllun um fjárhagsáætlun 2023.

Eyrún vék af fundi kl.15:54.


b) Annað.
a) Byggðaráð þakkar Eyrúnu fyrir komuna og yfirferðina.
b) Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1041. fundur - 10.10.2022

a) Íþrótta- og æskulýðsmál- málaflokkur 06 nema deild 06270 og fjárfestingastyrkir


Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15.

Gísli Rúnar og Gísli fór yfir tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 06; íþrótta- og æskulýðsmál, að undanskildum vinnuskóla deild 06270.

Á fundinum var farið yfir eftirfarandi:
Tillögu að starfsáætlun íþrótta- og æskulýðsmála.
Beiðni um búnaðarkaup.
Fjárhagsramma málaflokks 06.
Áætlun launakostnaðar og stöðugilda 2023 í samanburði við 2022.
Fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá.
Fundagerðir íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs (1) og íþrótta- og æskulýðsráðs (2) með umfjöllun um fjárhagsáætlun 2023.
Minnisblað og tillögu sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa vegna uppbyggingu íþróttamannvirkja - styrkir til félaga.
Minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa vegna sumarnámskeiða.

Gísli Rúnar vék af fundi kl. 14:13.



b) Fræðslu- og uppeldismál - málaflokkur 04.

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsvið kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2023 vegna málaflokks 04 - fræðslu- og uppeldismál.

Á fundinum var farið yfir eftirfarandi gögn:

Tillögur að starfsáætlun Skólaskrifstofu, Dalvikurskóla, Frístundar, Árskógarskóla, Tónlistarskólans á Tröllaskaga, Krílakots.
Beiðnir um búnaðarkaup.
Fjárhagsramma málaflokks 04.
Áætlun launakostnaðar og stöðugildia 2023 í samanburði við 2022.
Fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá.
Fundagerðir fræðsluráðs (2) með umfjöllun um fjárhagsáætlun 2023.

c) Menningarmál - málaflokkur 05

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsvið kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2023 vegna málaflokks 05 - menningarmál.

Á fundinum var farið yfir eftirfarandi gögn:

Tillögur að starfsáætlun safna; Bókasafn, Héraðssjalasafn og Byggðasafnið Hvoll.
Beiðnir um búnaðarkaup.
Fjárhagsramma málaflokks 05.
Áætlun launakostnaðar og stöðugilda 2023 í samanburði við 2022.
Fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá.
Fundagerðir menningarráðs (1) með umfjöllun um fjárhagsáætlun 2023.

Gísli Bjarnason vék af fundi kl. 15:28.
Byggðaráð þakkar íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs fyrir komuna og yfirferðina. Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1042. fundur - 17.10.2022

a) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun vegna Eignasjóðs og Eigna- og framkvæmdadeildar.


Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdardeildar, kl. 16:15.

Helga Íris og Bjarni Daníel kynntu tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir deildir er heyra undir Eigna- og framkvæmdadeild og Eignasjóð, málaflokk 31.

Farið var yfir eftirfarandi gögn;
Tillögu að starfsáætlun.
Beiðnir um búnaðarkaup.
Fjárhagsramma fyrir deildir undir Eigna- og framkvæmdadeild og Eignasjóð.
Áætlun launakostnaðar og stöðugilda 2023 í samanburði við 2022.
Fundargerðir umhverfisráðs (1) og umhverfis- og dreifbýlisráðs með umfjöllun um fjárhagsáætlun 2023 (2).
Tillögu að viðhaldi Eignasjóðs 2023 með forgangsröðun.
Tillögu að framkvæmdum og fjárfestingum Eignasjóðs 2023.

Helga Íris vék af fundi kl. 19:00.
Felix Rafn vék af fundi kl. 19:04 til annarra starfa og kom aftur inn á fundinn kl. 19:12.

b) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs, annað en a) liður hér að ofan.

Tillögu að starfsáætlun.
Beiðnir um búnaðarkaup.
Fjárhagsramma fyrir deildir undir framkvæmdasviði - annað en liður a) hér að ofan.
Áætlun launakostnaðar og stöðugilda 2023 í samanburði við 2022.
Fundargerðir skipulagsráðs (2) og veitu- og hafnaráðs (4) með umfjöllun um fjárhagsáætlun 2023
Tillögu að viðhaldi Hafnasjóðs, Hitaveitu, Vatnsveitu og Fráveitu með forgangsröðun.

Bjarni Daníel vék af fundi kl. 20:01

c) Fleira ?

a) Lagt fram til kynningar.
b) Lagt fram til kynningar.
c) Ákvörðun um næstu fundi.

Byggðaráð - 1043. fundur - 19.10.2022

a) Fjármála- og stjórnsýslusvið

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun .
Á fundinum var farið yfir eftirfarandi gögn:
Tillaga að starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Minnisblað um leigufjárhæðir vegna málaflokks 57;Félagslegar íbúðir.
Minnisblað um gæðastjórnunarkerfi.
Minnisblað um heimasíðu.
Minnisblað um innri vef/ mælaborð stjórnenda.
Beiðni um búnaðarkaup.
Fjárhagsramma fjármála- og stjórnsýslusviðs - drög.

b) Annað

Sveitarstjóri vék af fundi kl. 16:45 til annarra starfa.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1044. fundur - 19.10.2022

Á fundinum var farið yfir eftirfarandi vinnugögn:

Tillögu að fjárfestingum og framkvæmdum 2023-2026.
Tillögu að viðhaldi Eignasjóðs 2023.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1045. fundur - 20.10.2022

Byggðaráð fór yfir eftirfarandi gögn;
Yfirlit yfir beiðnir um búnaðarkaup í samanburði við áætlanir.
Yfirlit yfir tillögur að fjárfestingum og framkvæmdum 2023-2026.
Yfirlit yfir tillögu að viðhaldi Eignasjóðs 2023.
Yfirlit yfir niðurstöðu launaáætlunar 2023 í samanburði við launaáætlun 2022 og stöðugildi.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu einnig nýjustu tillögur að starfsáætlunum frá fagsviðum ásamt fylgigögnum.

Á fundinum var unnið að breytingum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum gögnum til gerðar fjárhagsáætlunar í fjárhagsáætlunarlíkani.

Byggðaráð - 1046. fundur - 27.10.2022

Á 1045. fundi byggðaráðs þann 20. október sl. samþykkti byggðaráð að vísa tillögum og gögnum frá fagráðum og stjórnendum eftir yfirferð í byggðaráði til gerðar fjárhagsáætlunar í fjárhagsáætlunarlíkani.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 ásamt fylgigögnum.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu forsendur og niðurstöður.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 til fyrri umræðu í sveitarstjórn með þeim breytingum að áætlun á tekjum vatnsveitu, fráveitu og vegna sorphirðu verði hækkaðar í samræmi við tillögu byggðaráðs.

Sveitarstjórn - 351. fundur - 01.11.2022

Á 1046. fundi byggðaráðs þann 27. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1045. fundi byggðaráðs þann 20. október sl. samþykkti byggðaráð að vísa tillögum og gögnum frá fagráðum og stjórnendum eftir yfirferð í byggðaráði til gerðar fjárhagsáætlunar í fjárhagsáætlunarlíkani. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 ásamt fylgigögnum. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu forsendur og niðurstöður.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 til fyrri umræðu í sveitarstjórn með þeim breytingum að áætlun á tekjum vatnsveitu, fráveitu og vegna sorphirðu verði hækkaðar í samræmi við tillögu byggðaráðs."
Til máls tóku:


Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum fjárhagsáætlunar 2023 og þriggja ára áætlunar 2024-2026.

Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.
Lilja Guðnadóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum að síðari umræða fari fram á fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember nk. þannig að reglulegum fundi þann 15. nóvember verði frestað þangað til.

Byggðaráð - 1047. fundur - 10.11.2022

Á 351. fundi sveitarstjórnar þann 1. nóvember sl. var frumvarp að fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 lagt fram til fyrri umræðu og vísað til umfjöllunar byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

Til umræðu.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1048. fundur - 17.11.2022

Á fundinum var farið yfir tillögur að breytingum á fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 á milli umræðna.

a) Sundurliðun á gatnagerðaframkvæmdum frá framkvæmdasviði.

Tekinn fyrir rafpóstur frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsettur þann 17.11.2022, þar sem meðfylgjandi er tillaga að sundurliðun gatnagerðaframkvæmda 2023-2026.

b) Tekinn fyrir rafpóstur frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsettur þann 17.nóvember sl., er varðar viðhaldsáætlun Krílakots.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja inn tillögu framkvæmdasviðs fyrir árið 2023. Fyrir árin 2024-2026 verður áfram pottur samkvæmt tillögu byggðaráðs.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja inn 4 m.kr.til viðbótar þeim 14 m.kr. sem eru inni.

Vísað er til gerðar fjárhagsáætlunar.

Byggðaráð - 1049. fundur - 24.11.2022

Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var unnið áfram að frumvarpi að fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 á milli umræðna í sveitarstjórn.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar í fjárhagsáætlunarlíkani með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á milli umræðna, ásamt ýmsum fylgiskjölum og ítarefni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun 2024-2026 til síðari umræðu í sveitarstjórn eins og það liggur fyrir.

Sveitarstjórn - 352. fundur - 29.11.2022

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:46 og tók við fundarstjórn.

Á 351. fundi sveitarstjórnar þann 1. nóvember sl. var frumvarp að fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024 - 2026 tekið til fyrri umræðu í sveitarstjórn og samþykkt samhljóða að vísa frumvarpinu til byggðaráðs á milli umræða í sveitarstjórn.

Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var frumvarpinu vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn með áorðnum breytingum sem gerðar voru á milli umræðna.

Til máls tóku:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum, niðurstöðum og breytingum á milli umræðna.

Helstu niðurstöður:
2023; Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta er jákvæð um kr. 138.483. A-hluti er jákvæður um kr. 114.565.000 - þar af er aðalsjóður jákvæður um kr. 7.751.000.
2024; Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B- hluta er jákvæð um kr. 140.020.000. A- hluti er jákvæður um kr. 109.413.000 og aðalsjóður er neikvæður um kr. 3.699.000.
2025; Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B- hluta er jákvæð um kr. 129.531.000. A-hluti er jákvæður um kr. 101.948.000 og aðalsjóður er neikvæður um kr. 7.560.000.
2026; Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B- hluta er jákvæð umkr. 120.312.000. A-hluti er jákvæður um kr. 98.975.000 og aðalsjóður er neikvæður um kr. 6.855.000.

Fjárfestingar:
2023; Samstæða A- og B- hluti; kr. 414.545.000.
2024; Samstæða A- og B- hluti; kr. 439.690.000.
2025; Samstæða A- og B- hluti; kr. 334.950.000.
2026; Samstæða A- og B- hluti; kr. 382.335.000.

Lántökur og afborganir lána fyrir samstæðu A- og B- hluta:
2023; 40 m.kr. lántaka og afborganir lána 118 m.kr.
2024; 110 m.kr. lántaka og afborganir lána 101,6 m.kr.
2025; 0 m.kr. lántaka og afborganir lána 85,7 m.kr.
2026; 65 m.kr. lántaka og afborganir lána 88,7 m.kr.

Einnig tóku til máls:

Helgi Einarsson.
Felix Rafn Felixson.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða frumvarp að fjárhagsááætlun Dalvíkurbyggðar 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 eins og það liggur fyrir.

Sveitarstjórn færir stjórnendum, starfsmönnum og kjörnum fulltrúum bestu þakkir fyrir vinnuna við fjárhagsáætlun og fyrir samvinnuna.