a) Íþrótta- og æskulýðsmál- málaflokkur 06 nema deild 06270 og fjárfestingastyrkir
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15.
Gísli Rúnar og Gísli fór yfir tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 06; íþrótta- og æskulýðsmál, að undanskildum vinnuskóla deild 06270.
Á fundinum var farið yfir eftirfarandi:
Tillögu að starfsáætlun íþrótta- og æskulýðsmála.
Beiðni um búnaðarkaup.
Fjárhagsramma málaflokks 06.
Áætlun launakostnaðar og stöðugilda 2023 í samanburði við 2022.
Fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá.
Fundagerðir íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs (1) og íþrótta- og æskulýðsráðs (2) með umfjöllun um fjárhagsáætlun 2023.
Minnisblað og tillögu sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa vegna uppbyggingu íþróttamannvirkja - styrkir til félaga.
Minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa vegna sumarnámskeiða.
Gísli Rúnar vék af fundi kl. 14:13.
b) Fræðslu- og uppeldismál - málaflokkur 04.
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsvið kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2023 vegna málaflokks 04 - fræðslu- og uppeldismál.
Á fundinum var farið yfir eftirfarandi gögn:
Tillögur að starfsáætlun Skólaskrifstofu, Dalvikurskóla, Frístundar, Árskógarskóla, Tónlistarskólans á Tröllaskaga, Krílakots.
Beiðnir um búnaðarkaup.
Fjárhagsramma málaflokks 04.
Áætlun launakostnaðar og stöðugildia 2023 í samanburði við 2022.
Fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá.
Fundagerðir fræðsluráðs (2) með umfjöllun um fjárhagsáætlun 2023.
c) Menningarmál - málaflokkur 05
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsvið kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2023 vegna málaflokks 05 - menningarmál.
Á fundinum var farið yfir eftirfarandi gögn:
Tillögur að starfsáætlun safna; Bókasafn, Héraðssjalasafn og Byggðasafnið Hvoll.
Beiðnir um búnaðarkaup.
Fjárhagsramma málaflokks 05.
Áætlun launakostnaðar og stöðugilda 2023 í samanburði við 2022.
Fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá.
Fundagerðir menningarráðs (1) með umfjöllun um fjárhagsáætlun 2023.
Gísli Bjarnason vék af fundi kl. 15:28.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að tímaramma eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umföllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.