Málsnúmer 202206084Vakta málsnúmer
Á 116. fundi veitu- og hafnaráðs þann 26. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá íbúasamtökunum á Árskógssandi, móttekið þann 20. júní 2022, þar sem komið er á framfæri óskum um ýmis mál í 22 liðum. Um er að ræða m.a. ljósastaura, göngustíga, hreinsistöð, bakkinn við Ægisgötu, leikvöll, lýsingu, stiga við Hríseyjarbryggju, krana og dekk á bryggjunni, lausagöngu dýra, malbikun, þjóðveginn, öryggismál, lýsingu og hreyfingu í höfninni, flotbryggju, hraðahrindanir, vegstubbinn frá Sjávargötu, bætt ásýnd fjörunnar, göngusvæði, torg og matjurtagarða. Ekki er um tæmandi lista að ræða. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa erindinu áfram sem hér segir; Veitu- og hafnaráð; liður 3, 8,9,10, 14,15 og 16.Niðurstaða:Veitu- og hafnaráð samþykkir að vísa liðum 3, 8,9,10, 14,15 og 16 úr framkomnu erindi frá íbúaráði Árskógssands til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs. Sviðsstjóra er falið að hanna og fá tilboð í nýjan stiga sbr. lið 8. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. "
Lagt fram til kynningar.