Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1028. fundi byggðaráðs þann 16. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 346. fundi sveitarstjórnar þann 8. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Lögð fram fundargerð stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses frá 20. maí 2022 - fundur nr. 60. Í fundargerðinni er 4. lið vísað til nýrrar sveitarstjórnar, mál nr. 201902040 - Framkvæmdastjóri Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses;" Katrín sveitarstjóri hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra til bráðabirgða síðan í september 2020. Hún mun láta af störfum í lok kjörtímabilsins og því þarf stjórn að ákveða hvernig farið verður með framkvæmdastjórn stofnunarinnar. Stjórnin telur mikilvægt að hafa samskonar tengingu inn í stjórnkerfi Dalvíkurbyggðar og verið hefur. Stjórn beinir málefnum framkvæmdastjóra og skipan í fulltrúaráð skv. samþykktum félagsins til nýrrar sveitarstjórnar. Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar um að vísa 4. lið fundargerðarinnar til byggðaráðs." Til umræðu ofangreint. Afgreiðslu frestað." Á fundinum kynnti sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs þá þætti er varða framkvæmdastjóra og fulltrúaráðið í gildandi Samþykktum fyrir Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að kosið verði í fulltrúaráðið á næsta fundi sveitarstjórnar."
Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar um að vísa 4.lið fundargerðarinnar til byggðaráðs.