Sveitarstjórn

347. fundur 28. júní 2022 kl. 16:15 - 19:26 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Freyr Antonsson forseti
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Haukur Gunnarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1028, frá 16.06.2022

Málsnúmer 2206002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 30 liðum.
Liður 3, 11, 15, og 20 eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1029, frá 21.06.2022.

Málsnúmer 2206004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Liðir 2, 4, 5, 6, eru sér liðir á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1030, frá 23.06.2022

Málsnúmer 2206005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 30 liðum.
Liðir 20, 21, 23, 24, 25, 26, 27, 28 og 30 eru sér liðir.
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, um 6. lið.
Helgi Einarsson, um 6. lið.
Freyr Antonsson, um 6. lið.

Lagt fram til kynningar.

4.Umhverfisráð 2022 - 373, frá 22.06.2022

Málsnúmer 2206001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 21 lið.
Liðir 3, 4, 5, 6, 7, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19 og 20 eru sérliðir á dagskrá.
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, um 8. lið.
Freyr Antonsson, um 8. lið.

Lagt fram til kynningar.

5.Frá 346. fundi sveitarstjórnar þann 08.06.2022; Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar. Tillaga að breytingum. Síðari umræða.

Málsnúmer 202103144Vakta málsnúmer

Á 346. fundi sveitarstjórnar þann 8. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi gildandi Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 408/2022 þar sem fram koma tillögur að breytingum 47. gr. þannig að menningarráð verði endurvakið undir fræðslu- og menningarsviði með 3 fulltrúum og að til verði nýtt ráð undir framkvæmdasviði, skipulagsráð, sem fari með byggingar- og skipulagsmálin. Umhverfisráð undir framkvæmdasviði verði umhverfis- og dreifbýlisráð. Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd B-lista: Varðandi fjölgun nefnda og ráða frá núverandi samþykktum leggur B-listinn til að ef ákveðið verður að setja menningarráð á laggirnar, sem skv. málefnasamningi meirihlutans á m.a. að fjalla um málefni Gamla skóla, verði þriggja manna vinnuhópur byggðaráðs um Gamla skóla sem er að störfum skv.erindisbréfi þar um lagður niður. Freyr Antonsson. Felix Rafn Felixson. Helgi Einarsson. Sigríður Jódís Gunnarsdóttir. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitarstjórn."
Til máls tóku:

Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur fram eftirfarandi bókun:
B-listinn er mótfallinn tillögu meirihlutans að breytingum á samþykktum Dalvíkurbyggðar hvað varðar fjölgun nefnda og ráða. Breytingarnar sem gerðar voru á síðasta kjörtímabili voru í samvinnu og í fullri sátt allra lista, samþykktar samhljóða. Þær fólu í sér einföldun á nefndakerfinu ásamt því að fela skipulags- og byggingarfulltrúum fullnaðarafgreiðslur mála sem áður komu til afgreiðslu í nefndum og ráðum. Eðlilegt hefði verið að gefa þeim breytingum reynslutíma, t.d. eitt ár, til að sannreyna gildi þeirra og bregðast þá frekar við að reynslutíma loknum ef þörf væri talin á. Þar sem um aukningu á rekstrarkostnaði er að ræða hefði mátt tengja hugmyndir að fjölgun nefnda og ráða við vinnu að stefnu um þjónustustig sem búið er að samþykkja að vinna í íbúasamráði í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun í haust.

Einnig tóku til máls:
Haukur Gunnarsson.
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum fyrirliggjandi tillögur að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar, Katrín Sigurjónsdóttir og Lilja Guðnadóttir greiða atkvæði á móti.

6.Frá 1030. fundi byggðaráðs þann 23.06.2022; Siðareglur kjörinna fulltrúa. Endurskoðun í upphafi kjörtímabils 2022-2026. Fyrri umræða.

Málsnúmer 202205191Vakta málsnúmer

Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1028. fundi byggðaráðs þann 16. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 346. fundi sveitarstjórnar þann 8. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Í upphafi kjörtímabils skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til að endurskoða siðareglur sveitarstjórnar. Ef niðurstaðan er að siðareglur þarfnist ekki endurskoðunar halda þær gildi sínu. Sjá nánar 29. gr. sveitarstjórnarlaga. Niðurstaða: Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til úrvinnslu. Felix Rafn Felixson. Freyr Antonsson. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar Sigurjónsdóttur." https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/sidareglur-kjorinna-fulltrua-2018.pdf. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögur að breytingum á siðareglunum miðað við reynslu undanfarinna ára." Með fundarboði fylgdu drög að uppfærðum siðareglum fyrir kjörna fulltrúa Dalvíkurbyggðar með nýjum kafla hvað varðar eftirlit með framkvæmd siðareglna. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir nokkur álitamál hvað drögin varðar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyrirliggjandi drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa Dalvíkurbyggðar og vísar þeim til fyrri umræðu í sveitarstjórn."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, starfandi sveitarstjóri.
Lilja Guðnadóttir.
Freyr Antonsson.




Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögu að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitarstjórn og til umfjöllunar í öllum ráðum og nefndum á milli umræðna í sveitarstjórn.

7.Kosningar samkvæmt 47. gr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 4082022

Málsnúmer 202205177Vakta málsnúmer

Á 346. fundi sveitarstjórnar þann 8. júní sl. var kosið í flest ráð og nefndir.
Til máls tók forseti, Katrín Sigurjónsdóttir, Helgi Einarsson, og Gunnar Kristinn Guðmundsson, sem leggja fram eftirfarandi tillögu:

Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra; Samkvæmt samstarfssamningi þá er sveitarstjóri aðalmaður og staðgengill sveitarstjóra til vara.
Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar: Helgi Einarsson, aðalmaður og Anna Kristín Guðmundsdóttir, varamaður.
Hússtjórn Rima; Sveitarstjóri, aðalmaður og Freyr Antonsson, varamaður.
Hússtjórn Ráðhúss Dalvíkur; Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, aðalmaður og sveitarstjóri, varamaður.
Umsjónarnefnd Friðlands Svarfdæla; Deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar.
Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks: Katrín Kristinsdóttir, Magni Óskarsson og Lilja Guðnadóttir, aðalmenn og Kristín Heiða Garðsdóttir, Þórhalla Karlsdóttir, Elsa Hlín Einarsdóttir, varamenn.
Tónlistarskólinn á Tröllaskaga, TÁT; Katrín Sif Ingvarsdóttir og Felix Rafn Felixson, aðalmenn og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, varamaður.
Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra; Lilja Guðnadóttir, aðalmaður og Haukur Arnar Gunnarsson, varamaður.
Varaformaður í yfirkjörstjórn: Íris Daníelsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Ekki komu fram aðrar tillögur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar tillögur um kjör og tilnefningar.

8.Frá 1028. fundi byggðaráðs þann 16.06.2022; Óskað er tilnefninga í skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 202205149Vakta málsnúmer

Á 1028. fundi byggðaráðs þann 16. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 19. maí 2022, þar sem fram kemur að SSNE hefur borist bréf frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningum í skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga þar sem skipunartíma skólanefndar lauk 11. júní sl. Meðfylgjandi er erindi frá ráðuneytinu dagsett þann 18. maí sl. Fram kemur að SSNE tilnefnir tvo aðalfulltrúa og aðra tvo til vara. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilnefna Dóróþeu Reimarsdóttur áfram sem fulltrúa Dalvíkurbyggðar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun og tillögu byggðaráðs um að tilnefna Dóróþeu Reimarsdóttur áfram sem fulltrúa Dalvíkurbyggðar í skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga.

9.Frá 1030. fundi byggðaráðs þann 23.06.2022; Fundagerðir Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses 2022

Málsnúmer 202205203Vakta málsnúmer

Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1028. fundi byggðaráðs þann 16. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 346. fundi sveitarstjórnar þann 8. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Lögð fram fundargerð stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses frá 20. maí 2022 - fundur nr. 60. Í fundargerðinni er 4. lið vísað til nýrrar sveitarstjórnar, mál nr. 201902040 - Framkvæmdastjóri Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses;" Katrín sveitarstjóri hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra til bráðabirgða síðan í september 2020. Hún mun láta af störfum í lok kjörtímabilsins og því þarf stjórn að ákveða hvernig farið verður með framkvæmdastjórn stofnunarinnar. Stjórnin telur mikilvægt að hafa samskonar tengingu inn í stjórnkerfi Dalvíkurbyggðar og verið hefur. Stjórn beinir málefnum framkvæmdastjóra og skipan í fulltrúaráð skv. samþykktum félagsins til nýrrar sveitarstjórnar. Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar um að vísa 4. lið fundargerðarinnar til byggðaráðs." Til umræðu ofangreint. Afgreiðslu frestað." Á fundinum kynnti sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs þá þætti er varða framkvæmdastjóra og fulltrúaráðið í gildandi Samþykktum fyrir Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að kosið verði í fulltrúaráðið á næsta fundi sveitarstjórnar."
Til máls tóku forseti, Katrín Sigurjónsdóttir, Helgi Einarsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu hvað varðar kjör í fulltrúaráð Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses;

Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Kristinn Bogi Antonsson.
Friðjón Árni Sigurvinsson.
Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.
Ekki komu fram aðrar tillögur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar tillögur um kjör í fulltrúaráðið.

10.Frá 1029. fundi byggðaráðs þann 21.06.2022; Beiðni um viðauka

Málsnúmer 202206057Vakta málsnúmer

"Byggðaráð samþykkir beiðni um launaviðauka, viðauki nr. 14 við fjárhagsáætlun 2022, að upphæð kr. 9.524.854. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé, vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda viðauka við fjárhagsáætlun 2022, viðauka nr. 14 að upphæð kr. 9.524.854 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

11.Frá 1030. fundi byggðaráðs þann 23.06.2022; Umsókn í Tónlistarskólann á Akureyri - utanlögheimilis

Málsnúmer 202206048Vakta málsnúmer

Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"a) Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri, dagsett þann 7. júní 2022, er varðar umsóknir um nám í skólanum frá nemendum sem eru með lögheimili í Dalvíkurbyggð. Vísað er til samkomulags frá 2011 á milli ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda en þar kemur fram að Jöfnunarsjóður komi til með að greiða kennslukostnaðinn að hluta. Ef sveitarfélagið gengst undir þá ábyrgð að kostnaðurinn verði greiddur að fullu þá mun skólinn samþykkja þessar 2 umsóknir. Sveitarfélagið getur síðan sótt um endurgreiðslur Jöfnunarsjóðs að hluta. b) Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, þar sem hann leggur til að ofangreint erindi verði samþykkt og óskar eftir viðauka að upphæð kr. 1.173.996 við deild 04530, lið 4380 þannig að hann verði kr. 1.936.538 á árinu 2022. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að sveitarfélagið gangist undir þá ábyrgð að hluti sveitarfélagsins verði greiddur sem lögheimilssveitarfélag. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs um viðauka nr. 15 að upphæð kr. 1.173.996 við fjárhagsáætlun 2022, deild 04530, liður 4380 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sveitarfélagið gangist undir þá ábyrgð að hluti sveitarfélagsins verði greiddur sem lögheimilssveitarfélag.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 15 að upphæð kr. 1.173.996 við fjárhagsáætlun 2022, liður 04530-4380 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

12.Frá Innviðaráðuneytinu; Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Málsnúmer 202206122Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, bréf dagsett þann 22. júní 2022, þar sem fram kemur að eftirlitlsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur yfirfarið ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2021. Fram kemur að sveitarfélagið uppfyllir ekki lágmarksviðmið eftirlitsnefndar. Þrátt fyrir brágðabirgðaákvæði VII í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 þar sem sveitarstjórnum er heimilt að víkja frá skilyrðum um jafnvægisreglu og skuldareglu út árið 2025 vill EFS benda sveitarstjórn á að árið 2026 þarf að uppfylla framgreind skilyrði. Eftirlitsnefndin leggur áherslu á það við sveitarstjórn að nauðsynlegt sé að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins til að ná framangreindum lágmarksviðmiðum.
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, starfandi sveitarstjóri.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til byggðaráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlunar 2024-2026.

13.Frá 1029. fundi byggðaráðs þann 21.06.2022; Útboð á skólamat 2022 - 2025

Málsnúmer 202112103Vakta málsnúmer

Á 1029. fundi byggðaráðs þann 21. júní 2022 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir að gengið verði til samninga við Blágrýti ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs með fyrirvara um gögn samkvæmt ákvæði 1.2. í útboðsgögnum, liði 1-3. Drög að samningi verði lögð fyrir byggðaráð og síðan sveitarstjórn til umfjöllunar og afgreiðslu. Helgi Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis." Með fundarboði fylgdu drög að samningi um skólamáltíðir í samræmi við ofangreint. Gísli vék af fundi kl. 14:45. Byggðaráð samþykkir samljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindum samningsdrögum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar, Helgi Einarsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis."
Til máls tók:
Helgi Einarsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 17:07.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög við Blágrýti ehf., Helgi Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

14.Frá 1029. fundi byggðaráðs þann 21.06.2022; Útboð á skólaakstri 2022 - 2025

Málsnúmer 202112102Vakta málsnúmer

Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju kl. 17:08 undir þessum lið.

Á 1029. fundi byggðaráðs þann 21. júní 2022 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir að samið verið við Ævar og Bóas ehf. með fyrirvara um gögn samkvæmt lið 1.17 í útboðsgögnum. Drög að samningi fari síðan fyrir byggðaráð og sveitarstjórn til umfjöllunar og afgreiðslu." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi í samræmi vð ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi um skólaakstur við Ævar og Bóas ehf. og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög við Ævar og Bóas ehf. um skólaakstur.

15.Frá 1030. fundi byggðaráðs þann 23.06.2022; Rafræn skeytamiðlun-samningur

Málsnúmer 202203180Vakta málsnúmer

Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 344. fundi sveitarstjórnar þann 26. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1024. fundi byggðaráðs þann 7. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir minnisblað frá Bjarna Jóhanni Valdimarssyni, tölvuumsjónarmanni, um miðlun rafrænna reikninga. Þar kemur fram að UT-teymi Dalvíkurbyggðar leggur til, að vel athuguðu máli, að flytja alla skeytamiðlun Dalvíkurbyggðar yfir til Unimaze. Upphaf þessarar endurskoðunar kom í kjölfar breytinga vegna orkukerfisins sem Dalvíkurbyggð notar fyrir Hitaveitu Dalvíkur. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að skipt verði um þjónustuaðila og samið verði við Unimaze um rafræna skeytamiðlun. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að skipt verði um þjónustuaðila og samið verði við Unimaze um rafræna skeytamiðlun." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Origo-Unimaze um rafræna skeytamiðlun. Gildistími samningsins er til 3ja ára en heimilt væri að framlengja hann 2x um eitt ár í senn. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyrirliggjandi samning og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög við Origo-Unimaze um rafræna skeytamiðlun.

16.Frá 1030. fundi byggðaráðs þann 23.06.2022; Vátryggingar Dalvíkurbyggðar; útboð 2022

Málsnúmer 202201014Vakta málsnúmer

Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1014. fundi byggðaráðs þann 27. janúar 2022 var eftirfarandi bókað: "Á 1012. fundi byggðaráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Í starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 þá er gert ráð fyrir að farið verði í útboð á tryggingapakka sveitarfélagsins. Gildandi samningur við VÍS er með gildistíma til og með 31.12.2022 með framlengingu um eitt ár í senn í tvígang. Á fundinum var rætt um fyrirkomulag útboðsins. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fá verð frá Consello í þjónustu við útboð á tryggingapakkanum." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tilboð og verklýsing frá Consello, dagsett þann 21. janúar sl. ásamt svörum við beiðni sviðsstjóra um ítarupplýsingar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að ganga til samninga við Consello á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs og verklýsingar, samningi vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar." Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samning ásamt verklýsingu við Consello um þjónustu við útboð á tryggingapakka sveitarfélagsins." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur dagsettur þann 14. júní sl. frá Consello þar sem fram koma niðurstöður útboðsins samkvæmt birtingablaði. Tilboðsgögn verði nú yfirfarin og eftir það verða lokaniðurstöðurnar kynntar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar þegar lokaniðurstöður liggja fyrir eftir yfirferð."
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi minnisblað frá Guðmundi Ásgrímssyni frá Concello, dagsett þann 27. júní 2022, þar sem fram kemur að lægsta tilboð, sem er frá Sjóvá, uppfyllir öll skilyrði útboðsins.

Til máls tók:
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, starfandi sveitarstjóri.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda; Sjóvá, um vátryggingar Dalvíkurbyggðar.

17.Frá 1030. fundi byggðaráðs þann 23.06.2022; Krílakot - Endurnýjun á leikskólalóð

Málsnúmer 202202100Vakta málsnúmer

Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní 2022 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð stýrihópsins en fyrsti fundur var haldinn 20. júní sl. Liðurinn um tilboð í hönnun lóðarinnar er til umfjöllunar byggðaráðs. Fram kemur að tvö tilboð bárust í hönnun lóðarinnar frá Teiknistofu Norðurlands og Landmótun. Tilboð Teiknistofu Norðurlands hljóðaði upp á kr. 5.587.000 án vsk. Tilboð Landmótunar hljóðaði upp á kr. 4.623.750 - kr. 4.993.650 með vsk. Niðurstaða fundarins var að leggja til við byggðaráð að taka tilboði Landmótunar í hönnun lóðarinnar á grundvelli lægra tilboðs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu stýrihópsins um að tekið verði tilboði Landmótunar. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Til máls tók:
Freyr Antonsson.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofagreinda tillögu stýrihópsins og byggðaráðs um að tekið verði tilboði Landmótunar í hönnun lóðarinnar við leikskólann Krílakot.

18.Frá 1028. fundi byggðaráðs þann 16.06.2022; Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf 2022

Málsnúmer 202206047Vakta málsnúmer

Á 1028. fundi byggðaráðs þann 16. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 13. júní sl., þar sem boðað er til aðalfundar Greiðrar leiðar ehf., þriðjudaginn 28. júní nk. kl. 13:00 á TEAMS. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fari með umboð sveitarfélagsins, ef hann hefur tök á. Til vara sækir forseti sveitarstjórnar fundinn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sviðsstjóri framkvæmdasviðs sæki aðalfund Greiðrar leiðar ehf. og fari með umboð sveitarfélagsins, eða forseti sveitarstjórnar til vara.

19.Frá 1030. fundi byggðaráðs þann 23.06.2022; Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2022

Málsnúmer 202206068Vakta málsnúmer

Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir aðalfundarboð frá Landskerfi bókasafna hf., dagsett þann 20. júní 2022, þar sem fram kemur að aðalfundurinn verður haldinn miðvikudaginn 29. júní klukkan 14:30. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum félagsins að Katrínartúni 4, jarðhæð, 105 Reykjavík. Boðað var til fundarins með póstlögðu bréfi í byrjun mánaðarins. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að forstöðumaður safna sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins, ef hún hefur tök á."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að forstöðumaður safna sæki aðalfund Landskerfa bókasafna hf. ef hún hefur tök á.

20.Frá 1029. fundi byggðaráðs þann 21.06.2022; Aðalfundur Menningarfélagsins Berg ses 2022

Málsnúmer 202205200Vakta málsnúmer

Á 1029. fundi byggðaráðs þann 21. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fundinn Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:45. Freyr Antonsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 13:45. Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 16. júní 2022, þar sem stjórn Menningarfélagsins Bergs ses. boðar til aðalfundar félagsins fimmtudaginnn 30. júní 2022 kl. 14:00. Með fundarboði fylgdi skýrsla stjórnar og ársreikningur félagsins fyrir árið 2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela formanni byggðaráðs að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Freyr Antonsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis."
Til máls tók:
Freyr Antonsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 17:16. Katrín Sigurjónsdóttir 1. varaforseti tók við fundarstjórn undir þessum lið.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að formaður byggðaráðs sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar, Freyr Antonsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

21.Frá 1028. fundi byggðaráðs frá 16.06.2022; Samræmd greining á áhættu og áfallaþoli

Málsnúmer 202205201Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju kl. 17:18 og tók við fundarstjórn.

Á 1028. fundi byggðaráðs þann 16. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Almannavörnum, dagsettur þann 27. maí sl., þar sem fram kemur að Almannavarnir hafa hrint af stað áhættuskoðun og greiningu á áfallaþoli íslensks samfélags. Þessi vinna er liður í starfi Almannavarna til að aðstoða alla þá sem þurfa að uppfylla kröfur í 15. og 16 gr. laga um almannavarnir. Þar segir að ráðuneyti, undirstofnanir og sveitafélög skulu kanna áfallaþol þess hluta íslensks samfélags sem heyrir undir starfsemi þeirra. Almannavarnir hafa útbúið leiðbeiningar sem eru aðgengilegar á vefsíðu Almannavarna, leiðbeiningarnar auðvelda öllum þessum aðilum að gera greiningu á áhættu og áfallaþoli. Einnig hefur verið búin til vefgátt sem á að tryggja samræmdar upplýsingar um áfallaþol íslensks samfélags. Nauðsynlegt er að tilkynna tengiliði sveitarfélagsins sem eiga að hafa aðgang að vefgáttinni. Annars vegar aðila sem fær það hlutverk að vera ábyrgur aðili innan viðkomandi starfsemi til að staðfesta svör sveitarfélagsins. Hins vegar þá aðila sem geta skráð sig inn í kerfið. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eftirtaldir starfsmenn verði með aðgang að gáttinni: Sveitarstjóri, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og slökkviliðsstjóri. Sveitarstjóri verði sá aðili sem er ábyrgur aðili."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

22.Frá 1030. fundi byggðaráðs þann 23.06.2022; Nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla

Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer

Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní 2022 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi skýrsla vinnuhópsins frá fundi 22. júní sl. þar sem farið er yfir hvern þátt í erindisbréfi vinnuhópsins og gert grein fyrir hverjum þætti fyrir sig. Vinnuhópurinn metur að upplýsingar í skýrslunni eigi erindi við íbúa með kynningu á stöðu verkefnisins þar sem það hefur verið í íbúasamráði frá byrjun. Vinnuhópurinn vísar ákvarðanatöku um áframhald verkefnisins til byggðaráðs og sveitarstjórnar. Með vísan í fundargerð 7. fundar vinnuhópsins, lokaskýrsla, kostnaðaráætlun AVH og úttekt Eflu sem liggja fyrir þá er ljóst að kostnaðurinn er mun meiri en þegar lagt var af stað í þessa vegferð um framtíð Gamla skóla. Einnig er ljóst að ástand húsnæðisins hentar ekki undir starfsemi byggðasafns. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa málinu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðaráð tekur undir með vinnuhópnum að haldinn verði kynningarfundur fyrir íbúa um stöðu verkefnisins og næstu skref."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að verkefninu í núverandi mynd verði ekki haldið áfram. Jafnframt verði haldinn íbúafundur og kynnt staða verkefnisins og hússins. Sveitarstjórn felur byggðaráði að ganga til viðræðna við SSNE um styrkveitingar og ríkið um framtíð hússins. Sveitarstjórn felur byggðaráði að undirbúa íbúafund ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs.

23.Frá 1030. fundi byggðaráðs þann 23.06.2022; Vinabæjasamstarf; undirbúningur fyrir Dalvíkurbyggð 2021

Málsnúmer 202001002Vakta málsnúmer

Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní 2022 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt eftir fundinn þann 20. júní sl. sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi tók saman. Fram kemur að fulltrúar Dalvíkurbyggðar lögðu áherslu á þátttöku ungs fólks í þessu vinabæjarsamstarfi og að gert er ráð fyrir þátttöku þeirra á slíkum mótum. Jafnframt að ákveðið hafi verið að næsta vinabæjarmót verið haldið hjá Dalvíkurbyggð í lok júní 2023. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ákvörðunartöku um vinabæjamót í Dalvíkurbyggð 2023 til sveitarstjórnar."
Til máls tók forseti sem leggur til Dalvíkurbyggð muni halda vinabæjamót á næsta ári og byggðaráði verði falið undirbúningur.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta.

24.Frá 373. fundi umhverfisráðs þann 22.06.2022; Umsókn um leiguland til slægna og beitar úr landi Selár

Málsnúmer 202205154Vakta málsnúmer

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Með erindi, dagsettu 5. janúar 2022, óska þau Guðmundur Geir Jónsson og Freydís Inga Bóasdóttir eftir að fá á leigu allt það leiguland í landi Selár sem verður falt frá árinu 2022. Umhverfisráð samþykkir erindið með fyrirvara um uppbyggingu í tengslum við deiliskipulag Hauganess. Starfsmönnum Framkvæmdasviðs er falið að yfirfara leigusamninga fyrir ræktunarland og skilmála um frágang að leigu lokinni. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson.
Helgi Einarsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, starfandi sveitarstjóri.
Gunnar Kristinn Guðmundsson.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að hafna afgreiðslu umhverfisráðs þar sem samningur er í gildi um þetta land. Sveitarstjórn felur umhverfisráði að taka til umfjöllunar fyrirkomulag útleigu og ráðstöfun á landi í eigu sveitarfélagsins til slægna og beitar.

25.Frá 373. fundi umhverfisráðs þann 22.06.2022; Umsókn um leiguland á Böggvisstöðum

Málsnúmer 202205196Vakta málsnúmer

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, dagsettum 14. október 2021, óskar Freydís Dana Sigurðardóttir eftir að fá á leigu túnspildu á Böggvisstöðum og koma þeim í rækt. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir umrædda spildu. Umhverfisráð hafnar erindinu á grundvelli þess að fyrir liggur samkomulag við Hestamannafélagið Hring um nýtingu umræddrar spildu. Ráðið felur starfsmönnum Framkvæmdadeildar að skoða aðra möguleika með umsækjanda. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum "
Til máls tók:
Lilja Guðnadóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 17:53.

Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, starfandi sveitarstjóri.
Freyr Antonsson, sem leggur til að vísa þessum lið aftur til umhverfisráðs til frekari umfjöllunar og taka verklagsreglur um leigulönd til endurskoðunar.
Katrín Sigurjónsdóttir.
Helgi Einarsson.
Haukur Arnar Gunnarsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að hafna afgreiðslu umhverfisráðs á þessum lið og vísar honum aftur til umfjöllunar ráðins með tilmælum um að umhverfisráð kanni fyrirkomulag útleigu á þessu landi, Lija Guðnadóttir tekur ekki þátt í umfjöllun og atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

26.Frá 373. fundi umhverfisráðs þann 22.06.2022; Ósk um leyfi landeigenda til fornleifarannsókna við Upsir

Málsnúmer 202206056Vakta málsnúmer

Lilja Guðnadóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 18:05.

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, dagsettum 15. júní 2022, óskar Ramona Harrison fyrir hönd Fornleifastofnunar Íslands eftir leyfi landeiganda til þess að grafa eftir fornleifum í landi Upsa í sumar. Um er að ræða öskuhaug og verður grafið á einum stað. Erindi samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

27.Frá 373. fundi umhverfisráðs þann 22.06.2022; Ósk um niðurfellingu á gjaldi vegna förgunar búpenings.

Málsnúmer 202205082Vakta málsnúmer

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022, var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir tölvupóstur, dagsettur 4. maí 2022, þar sem Kjartan Gústafsson óskar eftir því að förgunargjald fyrir nautgripi á Birnunesi verði fellt niður frá mánaðarmótunum febrúar - mars 2022, þar sem engir nautgripir séu lengur til staðar. Umhverfisráð hafnar erindinu og bendir á að álagning förgunargjalds taki mið af ásetningsskýrslu hvers árs. Breytingar á gjöldum munu því taka gildi um næstu áramót. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

28.Frá 373. fundi umhverfisráðs þann 22.06.2022; Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlinu Syðra-Holti

Málsnúmer 202203097Vakta málsnúmer

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum lá aftur umsókn Eiríks Gunnarssonar um framkvæmdaleyfi til skógræktar í Syðra-Holti en bæði umhverfisráð og landbúnaðarráð höfðu áður veitt framkvæmdaleyfi til skógræktar á milli hnitpunkta 4-13 en ekki milli hnitpunkta 1-3 á uppdrætti sem er svæðið fyrir neðan veg. Fyrir lá ósk Eiríks um frekari rökstuðning fyrir höfnun ráðsins á framkvæmdaleyfi til skógræktar neðan við veg. Umhverfisráð staðfestir fyrri bókun ráðsins og leggur áherslu á sjónarmið um snjósöfnun og umferðaröryggi. Jafnframt er svæðið á landbúnaðarlandi L2 í aðalskipulagi og á svæðinu er vistgerð með háu verndargildi; snarrótarvist. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

29.Frá 373. fundi umhverfisráðs þann 22.06.2022; Hringtún 24, umsókn um lóð.

Málsnúmer 202104023Vakta málsnúmer

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Þann 8. apríl 2021 var samþykkt í umhverfisráði að úthluta Bjarna Th. Bjarnasyni lóðina að Hringtúni 24. Samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar um úthlutun lóða fellur lóðarúthlutun úr gildi ef byggingarnefndarteikningar hafa ekki borist innan sex mánaða frá úthlutun lóðar eða ef byggingarframkvæmdir hafa ekki hafist innan tólf mánaða frá útgáfu byggingarleyfis. Lóðarhafa var gefinn kostur á að óska skriflega eftir framlengingu til að leggja fram bygginganefndarteikningar, en gerði það ekki. Umhverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að bæta lóðinni að Hringtúni 24 inn á lista yfir lausar lóðir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

30.Frá 373. fundi umhverfisráðs þann 22.06.2022; Umsókn um lóð - Skógarhólar 8

Málsnúmer 202103173Vakta málsnúmer

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Þann 8. apríl 2021 var samþykkt í umhverfisráði að úthluta EGOhús ehf. lóðina að Skógarhólum 8. Samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar um úthlutun lóða fellur lóðarúthlutun úr gildi ef byggingarnefndarteikningar hafa ekki borist innan sex mánaða frá úthlutun lóðar eða ef byggingarframkvæmdir hafa ekki hafist innan tólf mánaða frá útgáfu byggingarleyfis. Lóðarhafa var gefinn kostur á að óska skriflega eftir framlengingu til að leggja fram bygginganefndarteikningar, en gerði það ekki. Umhverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að bæta lóðinni að Skógarhólum 8 inn á lista yfir lausar lóðir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

31.Frá 373. fundi umhverfisráðs þann 22.06.2022; Umsókn um lóð - Hringtún 23

Málsnúmer 202103172Vakta málsnúmer

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Þann 8. apríl 2021 var samþykkt í umhverfisráði að úthluta EGO hús ehf. lóðina að Hringtúni 23. Samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar um úthlutun lóða fellur lóðarúthlutun úr gildi ef byggingarnefndarteikningar hafa ekki borist innan sex mánaða frá úthlutun lóðar eða ef byggingarframkvæmdir hafa ekki hafist innan tólf mánaða frá útgáfu byggingarleyfis. Lóðarhafa var gefinn kostur á að óska skriflega eftir framlengingu til að leggja fram bygginganefndarteikningar, en gerði það ekki. Umhverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að bæta lóðinni að Hringtúni 23 inn á lista yfir lausar lóðir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

32.Frá 373. fundi umhverfisráðs þann 22.06.2022; Umsókn um lóð - Skógarhólar 12

Málsnúmer 202110015Vakta málsnúmer

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, dagsettum 1. júní 2022, skila þau Daria Szok og Guðni Berg Einarsson inn lóðinni að Skógarhólum 12. Umhverfisráð felur Skipulags- og tæknifulltrúa að bæta lóðinni að Skógarhólum 12 inn á lista yfir lausar lóðir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

33.Frá 373. fundi umhverfisráðs þann 22.06.2022; Umsókn um lóð - Lyngholt 7

Málsnúmer 202206077Vakta málsnúmer

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum lá umsókn, dagsett 20. júní 2022, þar sem þau Svanhvít Íris McCue og Joseph Howard McCue óska eftir að fá úthlutaðri lóðinni að Lyngholti 7 á Hauganesi. Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Lyngholt 7 á Hauganesi.

34.Frá 373. fundi umhverfisráðs þann 22.06.2022; Umsókn um byggingarleyfi - Öldugata 2

Málsnúmer 202204033Vakta málsnúmer

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 13. afgreiðslufundi Byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar þann 26. apríl 2022 var tekin fyrir umsókn EGO hús ehf. um byggingarleyfi að Öldugötu 2 á Árskógssandi. Óskað var eftir leyfi til þess að byggja þriggja íbúða raðhús á lóðinni. Þar sem umrædd lóð er á ódeiliskipulögðu svæði var umsókninni vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin náði til eigenda eftirfarandi húseigna að: Ægisgötu 1, 3 og 5. Aðalbraut 2, 4, 6 og 8. Öldugötu 1, 3, 4, 5 og 7. Grenndarkynningargögn voru send út 27. apríl og var frestur til athugasemda til 25. maí 2022. Ein athugasemd barst sem snýst um hávaða og ónæði á byggingartíma. Umhverfisráð leggur til að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi. Ráðið tekur ekki undir athugasemd um ónæði á byggingartíma enda mun byggingafulltrúi fylgja eftir ákvæðum byggingareglugerðar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

35.Frá 373. fundi umhverfisráðs þann 22.06.2022; Deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 344. fundi sveitarstjórnar þann 26. apríl 2022 var staðfest afgreiðsla umhverfisráðs og fyrirliggjandi drög að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags við Dalbæ og Karlsrauðatorg unnin af Form ráðgjöf. Skipulagslýsingin var auglýst og kynnt skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var til 31. maí 2022. Þrjár athugasemdir eða ábendingar bárust á auglýsingatíma. Umhverfisráð leggur til að skipaður sé vinnuhópur með hagsmunaaðilum varðandi frekari þróun og forsendur um uppbyggingu innan skipulagssvæðisins. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Til máls tók forseti sem leggur til eftirfarandi breytingartillögu vegna tillögu um að skipaður sé vinnuhópur;
"Sveitarstjórn samþykkir að boða til opins samráðsfundar með hagsmunaaðilum og íbúum um deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg og hafnar tillögu um að skipaður sé vinnuhópur."

Einnig tóku til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta.

36.Frá 373. fundi umhverfisráðs þann 22.06.2022; Ósk um breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits - Lokastígur 6

Málsnúmer 202110051Vakta málsnúmer

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 342. fundi sveitarstjórnar, þann 23.11.2021, var staðfest afgreiðsla umhverfisráðs um að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin snýr að breytingu á byggingarreit, byggingarreit fyrir útigeymslur, hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar og breytingu á skilmálum. Breytingartillagan var auglýst frá 12. apríl 2022 til og með 24. maí 2022. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma. Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits og samþykkir að skipulagsfulltrúi annist gildistöku hennar í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

37.Frá 373. fundi umhverfisráðs þann 22.06.2022; Breyting á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna deiliskipulags Hauganess

Málsnúmer 202111093Vakta málsnúmer

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 343. fundi sveitarstjórnar, þann 22. mars 2022, var samþykkt að auglýsa tillögu umhverfisráðs að breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir Hauganes. Skipulagsbreytingin var auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnar- og athugasemdafrestur var frá 22. apríl 2022 til og með 13. júní 2022. Alls bárust 6 umsagnir og athugasemdir. Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt og skipulags- og tæknifulltrúa falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Forseti losaði um fundarsköp þannig að fundarmenn gætu kynnt sér uppfærð gögn.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu forseta að vísa þessum lið til umfjöllunar og fullnaðarafgreiðslu í byggðaráði 07.07.22 þar sem endanleg gögn og útfærsla bárust ekki fyrir fund sveitarstjórnar.

38.Frá 373. fundi umhverfisráðs þann 22.06.2022; Deiliskipulag Hauganesi

Málsnúmer 201901044Vakta málsnúmer

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram að nýju, að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi fyrir Hauganes. Umsagnar- og athugasemdafrestur var frá 22. apríl 2022 til og með 13. júní 2022. Alls bárust 12 umsagnir og athugasemdir.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt með minni háttar lagfæringum og skipulags- og tæknifulltrúa falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Forseti sem fór yfir samantekt athugasemda.
Helgi Einarsson, sem leggur til að þessum lið verði vísað til umfjöllunar og fullnaðarafgreiðslu í byggðaráði 07.07.2022 þar sem endanleg gögn með endanlegri útfærslu bárust ekki fyrir fund sveitarstjórnar.
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Helga Einarssonar.

39.Frá 373. fundi umhverfisráðs þann 22.06.2022; Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar - ákvörðun um endurskoðun í upphafi kjörtímabils

Málsnúmer 202205193Vakta málsnúmer

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, en vinna við endurskoðunina hefur verið í gangi frá árinu 2019. Umhverfisráð leggur til að farið verði í gerð á nýju aðalskipulagi þar sem eldra var staðfest árið 2009 og miklar breytingar orðið í sveitarfélaginu og stefnu þess síðan þá. Einnig hafa verið gerðar breytingar á skipulagslögum, reglugerðum, lögum um mat á umhverfisáhrifum, lögum um menningarminjar og komið er nýtt svæðisskipulag og landsskipulag. Gera skal kröfu um að skipulagið sé unnið stafrænt sbr. stefnu Skipulagsstofnunar og að skipulagsráðgjafi haldi íbúaþing, vinnuhópa og leggi upp með góðu samstarfi þar sem nýtt skipulag mun vera í gildi og leggja línurnar fyrir framtíð sveitarfélagsins. Nýtt skipulag skal taka mið af því að Dalvíkurbyggð er á atvinnusóknarsvæði Eyjafjarðar og því þarf að gera ráð fyrir íbúaaukningu, stígaskipulagi, stefnu um atvinnuuppbyggingu, náttúruvernd, flokkun landbúnaðarlands og fleira. Umhverfisráð leggur til að sviðsstjóri Framkvæmdasviðs óski eftir tilboðum frá skipulagsráðgjöfum í verkefnið. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að vísa þessum lið til byggðaráðs þar sem fyrir liggur samningur við Teiknistofu arkitekta frá maí 2020 vegna vinnu við aðalskipulagið.
Helgi Einarsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta.

40.Frá 373. fundi umhverfisráðs frá 22.06.2022; Breyting á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar vegna aðveitulagnar hitaveitu

Málsnúmer 202205152Vakta málsnúmer

Á 373. fundi umhverfisráðs þann 22. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, dagsettum 12. maí 2022, óskar Helgi Jóhannesson fyrir hönd Norðurorku eftir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar. Fyrir liggur að Norðurorka þarf að taka jarðhitasvæðið við Syðri-Haga í notkun og leggja aðveitulögn þaðan að dælustöð í Arnarholti. Einnig eru uppi hugmyndir um að tengja hitaveitu Norðurorku og Dalvíkur. Óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi þannig að báðar tengingar komi þar inn. Lega lagnanna mun taka mið af legu fyrirhugaðs jarðstrengs Landsnets milli Rangárvalla og Dalvíkur sem er í hönnunarferli. Umhverfisráð leggur til að farið verði í breytingu á aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir þessum tengingum. Umhverfisráð telur mikilvægt að tengja framkvæmdina við stígagerð og lagningu jarðstrengs. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Til máls tók:
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, starfandi sveitarstjóri.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og tillögu um að farið verði i breytingar á aðalskipulagi í samræmi við ósk Norðurorku.

41.Ráðning sveitarstjóra, sbr. 49. gr. Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202205179Vakta málsnúmer

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til eftirfarandi tillögu hvað varðar ráðningu sveitarstjóra:


Sveitarstjórn samþykkir að ráða Eyrúnu Ingibjörgu Sigþórsdóttur, til heimils að Miðtúni 18, 460. Tálknafirði, sem sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar kjörtímabilið 2022-2026. Byggðarráði er falið að ganga frá starfssamningi við sveitarstjóra.

Einnig tóku til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Helgi Einarsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu um ráðningu sveitarstjóra,

42.Prókúruumboð sveitarstjóra sbr. 50. gr. Samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202205180Vakta málsnúmer

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir að Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, til heimils að Miðtúni 18, 460. Tálknafirði, sveitarstjóri, skuli fara með prófkúru fyrir sveitarfélagið Dalvíkurbyggð.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta.

43.Tillaga um frestun funda sveitarstjórna samkvæmt 8. gr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 408/2022.

Málsnúmer 202205181Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi eftirfarandi tillaga frá forseta sveitarstjórnar, dagsett þann 24. júní 2022:
"Með vísan til 8. gr. í Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir sveitarstjórn að fresta fundum sínum í júlí og ágúst 2022. Jafnframt er byggðarráði Dalvíkurbyggðar falin fullnaðarafgreiðsla þeirra mála, sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu, sbr. 32. gr. V. kafla Samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar, frá og með 29. júní 2022 til og með 31. ágúst 2022"
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu um sumarleyfi sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 19:26.

Nefndarmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Freyr Antonsson forseti
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Haukur Gunnarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs