Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní 2022 var eftirfarandi bókað:
"a) Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri, dagsett þann 7. júní 2022, er varðar umsóknir um nám í skólanum frá nemendum sem eru með lögheimili í Dalvíkurbyggð. Vísað er til samkomulags frá 2011 á milli ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda en þar kemur fram að Jöfnunarsjóður komi til með að greiða kennslukostnaðinn að hluta. Ef sveitarfélagið gengst undir þá ábyrgð að kostnaðurinn verði greiddur að fullu þá mun skólinn samþykkja þessar 2 umsóknir. Sveitarfélagið getur síðan sótt um endurgreiðslur Jöfnunarsjóðs að hluta. b) Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, þar sem hann leggur til að ofangreint erindi verði samþykkt og óskar eftir viðauka að upphæð kr. 1.173.996 við deild 04530, lið 4380 þannig að hann verði kr. 1.936.538 á árinu 2022. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að sveitarfélagið gangist undir þá ábyrgð að hluti sveitarfélagsins verði greiddur sem lögheimilssveitarfélag. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs um viðauka nr. 15 að upphæð kr. 1.173.996 við fjárhagsáætlun 2022, deild 04530, liður 4380 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs um viðauka nr. 15 að upphæð kr. 1.173.996 við fjárhagsáætlun 2022, deild 04530, liður 4380 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.