Byggðaráð

1030. fundur 23. júní 2022 kl. 13:15 - 17:12 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Helgi Einarsson boðaði forföll og varamenn höfðu ekki tök á að mæta.

1.Frá Dalbæ; Fjárhagsáætlun 2023; ósk um aukið fjármagn vegna félagsstarfs

Málsnúmer 202206072Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá starfsmönnum Dalbæjar, leiðbeinendur í félagsstarfi 60 ára og eldri og örykja, móttekið þann 20. júní 2022, þar sem þeir óska eftir fyrir hönd notenda eftir auknu fjármagni til að hægt verði að bjóða upp á fleiri opnunardaga í viku.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

2.Frá stjórn Dalbæjar; Fjárhagsáætlun 2023;snjómokstur og hálkuvarnir - ósk um stuðning

Málsnúmer 202206086Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá stjórn Dalbæjar, móttekið þann 20. júní 2022, þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Dalbæjar þann 15. júní sl. var samþykkt að hjúkrunarheimilið Dalbær óski eftir stuðningi frá Dalvíkurbyggð í formi umsjónar með snjómokstri og hálkuvörnum fyrir heimilið. Hugmyndin er að Dalbær flokkist með stofnunum sveitarfélagsins í snjómokstri og hálkuvörnum og kostnaður vegna þessa falli ekki á heimilið. Færð eru rök fyrir þessu sem koma fram í erindinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs og félagsmálaráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2026.

3.Frá Félagi eldri borgara; Fjárhagsáætlun 2023; beiðni um styrk

Málsnúmer 202206066Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Félagi eldra borgara, móttekið þann 19. júní 2022, þar sem óskað er eftir styrk til að betrumbæta í Mímisbrunni. Hljóðdempun í sal, lýsing í sal og stuðningshandföng á salernin í Mímisbrunni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

4.Frá Dalvíkurkirkju; Fjárhagsáætlun 2023 - fasteignagjöld

Málsnúmer 202206069Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Dalvíkurkirkju, bréf dagsett þann 18. júní 2022, þar sem óskað er eftir fjárstyrk til kirkjunnar með styrk á móti fasteignagjöldum eins og undanfarin ár. Útgjöld og fjárhagsskuldbindingar hafi aukist en á sama tíma hefur ekki tekist að leiðrétta eða endurheimta hlut kirknanna hvað varðar sóknargjöld.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

5.Frá Dalvíkurkirkju; Fjárhagsáætlun 2023; beiðni um styrk vegna göngustígs meðfram kirkjugarðinum

Málsnúmer 202206083Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Dalvíkurkirkju, dagsett þann 18. júní 2022, þar sem óskað er eftir að Dalvíkurbyggð bæti við áðurveittan styrk að upphæð kr. 300.000 frá árinu 2021 vegna göngustígs meðfram kirkjugarðinum. Fram kemur að nokkuð ljóst sé að áætlaður kostnaður kr. 1.200.000 muni hækka töluvert vegna verðlags.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

6.Frá Golfklúbbnum Hamar; Fjárhagsáætlun 2023 - vélageymsla - áframhaldandi framlag

Málsnúmer 202206071Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamar, bréf dagsett þann 19. júní 2022, þar sem fram kemur að félagið þurfið að treysta á áframhaldandi framlag frá Dalvíkurbyggð til að geta klárað vélageymslu, svo ekki þurfi að koma til kostnaðarsöm lántaka. Vegna vélageymslu, áframhaldandi uppbyggingu á vellinum og kaupa á slátturóbótum þá óskar félagið eftir styrkjum sem hér segir;

Árið 2023; 40 - 55 m.kr.
Árið 2024; 30 m.kr.
Árið 2025; 30 m.kr.
Árið 2026; 30 m.kr.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs til umfjöllunar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlunar 2024-2026.

7.Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Fjárhagsáætlun 2023; geymsluhúsnæði og endurnýjun snjótroðara

Málsnúmer 202206088Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 10. júní 2022, þar sem fram kemur að á aðlfundi Skíðafélagsins þann 30. maí sl. var samþykkt sú ályktun að skora á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að standa við uppbyggingaáætlun félagsins. Um er að ræða byggingu geymsluhúsnæðis á skíðasvæðinu og endurnýjun snjótroðara.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

8.Frá knattspyrnudeild UMFS; Fjárhagsáætlun 2023; beiðni um aðkomu að uppbyggingu heilsárs starfs

Málsnúmer 202206074Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá knattspyrnudeild UMFS, rafpóstur dagsettur þann 20. júní 2022, þar sem fram kemur að Knattspyrnudeild Dalvikur óskar hér með eftir aðkomu Dalvíkurbyggðar að uppbyggingu heilsárs starfs (100%) í kringum knattspyrnuna í Dalvíkurbyggð og að það komist inn í fjárhagsáætlun 2023. Eins sé mikilvægt að endurskoðun eigi sér stað að aðkomu Dalvíkurbyggðar og íþróttafélaga í sveitarfélaginu að UMSE, þessi mál ættu að vera skoðuð í samhengi, að mati knattspyrnudeildarinnar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

9.Frá Lenku Uhrová; Fjárhagsáætlun 2023; frá sjósundhópi

Málsnúmer 202206095Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Lenku Uhrová, rafpóstur dagsettur þann 20. júní 2022, er varðar tillögu frá sjósundshópi hér á Dalvík.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

10.Frá Sveini Arndal Torfasyni; Fjárhagsáætlun 2023; hvatastyrkur ÆskuRækt

Málsnúmer 202206055Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sveini Arndal Torfasyni, dagsett þann 12. júní 2022, þar sem skorað er á sveitarfélagið að taka til endurskoðunar hvatagreiðslur til barna og ungmenna í gegnum ÆskuRækt/Sportabler. Áskorunin felst í því að Dalvíkurbyggð hækki aldursmörk á hvatagreiðslum upp í 18 ára og á sama tíma að 17-18 ára geti nýtt hvatagreiðslur á einum stað, þ.e. við eina íþrótta/tómstund sé þess óskað.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

11.Frá Ævari Bóassyni; Fjárhagsáætlun 2023; Yfirborðsvatn og göngustígur yfir að Brekkuselsvegi

Málsnúmer 202206031Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ævari Bóassyni, rafpóstur dagsettur þann 8. júní 2022, er varðar vandamál með yfirborðsvatn við Hringtún 40 þar sem ekki er gangstétt við botnlangann á milli Hringtúns 40 og Hringtúns 38. Einnig kemur fram fyrirspurn um hvort það sé á áætlun að gera stíg yfir að Brekkuselsvegi fyrir gangandi og hjólandi fólk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

12.Frá Dóróþeu Guðrúnu Reimarsdóttur; Fjárhagsáætlun 2023; ýmis verkefni

Málsnúmer 202206060Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Dóróþeu Guðrúnu Reimarsdóttur, rafpóstur dagsettur þann 19. júní 2022, þar sem vakin er athygli á nokkrum atriðum sem óskað er eftir að fari inn á fjárhagsáætlun 2023 í 7 liðum. Um er að ræða verkefni er snúa að leiktækjum, bekkjum og borðum, malbikun, stíga, umhirða og sláttur á opnu svæði og Baldurshagareitinn.
Byggðráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026. Fyrsta lið er snýr að því að setja leiktæki í Bögg til að auka aðdráttarafl hans fyrir börn er einnig vísað til íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs.

13.Frá Berglindi Björk Stefánsdóttur; Fjárhagsáætlun 2023; endurnýjun girðingar

Málsnúmer 202206054Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Berglindi Björk Stefánsdóttur, rafpóstur dagsettur þann 14. júní 2022, þar sem ítrekuð er ósk frá fyrri árum að farið verði í endurnýjun girðingar á Hrafnsstaðakoti/Ytra-Holti.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

14.Frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðaafréttar; Fjárhagsáætlun 2023; Stekkjarhús - viðhald

Málsnúmer 202206087Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðaafréttar, bréf dagsett þann 12. júní 2022 þar sem fram kemur sú ósk að sveitarfélagið komi áfram að kostnaði við framkvæmdir vegna Stekkjarhúss þar sem gamla húsið þurfi orðið upplyftingu. Kostnaðaráætlun við verkið er kr. 1.037.022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

15.Frá íbúasamtökum á Árskógssandi; Fjárhagsáætlun 2023; ýmislegt frá íbúaráði og íbúum á Árskógssandi

Málsnúmer 202206084Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá íbúasamtökunum á Árskógssandi, móttekið þann 20. júní 2022, þar sem komið er á framfæri óskum um ýmis mál í 22 liðum. Um er að ræða m.a. ljósastaura, göngustíga, hreinsistöð, bakkinn við Ægisgötu, leikvöll, lýsingu, stiga við Hríseyjarbryggju, krana og dekk á bryggjunni, lausagöngu dýra, malbikun, þjóðveginn, öryggismál, lýsingu og hreyfingu í höfninni, flotbryggju, hraðahrindanir, vegstubbinn frá Sjávargötu, bætt ásýnd fjörunnar, göngusvæði, torg og matjurtagarða. Ekki er um tæmandi lista að ræða.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa erindinu áfram sem hér segir;

Umhverfisráð; liður 1,2,4,5,6,7,11,12,13,17,18,19,20, 21 og 22.
Veitu- og hafnaráð; liður 3, 8,9,10, 14,15 og 16.
Íþrótta-, æskulýðs- og menningarráð; liður 5.

16.Frá Guðmundi A. Sigurðssyni; Fjárhagsáætlun 2023 - Böggvisbraut 20

Málsnúmer 202206070Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Guðmundi A. Sigurðssyni og Þórey Tuliníus, dagsett þann 15. júní 2022, þar sem þau óska eftir að sveitarfélagið geri breytingar á gatnamótum Skógarhóla og Böggvisbrautar til að tryggja umferðaröryggi. Rétta þarf gatnamótin af þannig að þau séu til samræmis við önnur gatnamót í sveitarfélaginu, ekki í aflíðandi boga sem ýtir undir hraðakstur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

17.Frá Marúlfi ehf. og Samherja hf.; Fjárhagsáætlun 2023; frágangur á kanti vestan og norðan Sjávarbrautar

Málsnúmer 202206073Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Marúlfi ehf. og Samherja hf. dagsett þann 20. júní 2022, þar sem fyrirtækin, sem bæði eiga lóð að Sjávarbraut, óska eftir því að farið verði í frágang á kantinum vestan og norðan Sjávarbrautar. Eftir nýbyggingu Samherja hefur umferð um götuna aukist verulega og því mikilvægt að laga ásýnd bakkans.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

18.Frá Valdísi Guðbrandsdóttur; Fjárhagsáætlun 2023; tillaga um eyrnamerkta fjármuni - starfsfólk- starfsánægja

Málsnúmer 202206075Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Valdísi Guðbrandsdóttur, starfsmanni við Dalvíkurskóla, móttekið 19. júní sl., þar sem Valdís óskar eftir að tekið verði til umræðu að setja inn í fjárhagsáætlun 2023 lið fyrir hverja deild/stofnun sveitarfélagsins sem hljóðar upp á kr. 10.000 á hvern starfsmann, sama í hvaða starfshlutfalli hann er, til þess stjórnendur geti gert eitthvað fyrir starfsfólkið sitt til að auka starfsánægju og starfsanda.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafa erindið til hliðsjónar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

19.Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026; framhald.

Málsnúmer 202204134Vakta málsnúmer

Á 1029. fundi byggðaráðs þann 21. júní sl. var eftirfarandi bókað
Á 1029. fundi byggðaráðs þann 16. júní sl. var eftirfarandi bókað: "a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi staðfestur tímarammi vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026. Samkvæmt tímarammanum eiga eftirfarandi atriði að vera til umfjöllunar: Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat. Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett. Rætt m.a. um rafrænar kannanir meðal íbúa um ákveðin verkefni (OneVote). Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir tímarammann. b) Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýsluviðs fór yfir helstu þætti í samþykktinni er snýr að vinnunni við fjárhagsáætlun. Lagt fram til kynningar." Til umræðu ofangreint. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti gögn vegna fjárhagsáætlunar 2022: Umræðupunktar til fagráða. Fjárfestingar og framkvæmdir 2022-2025. Búnaðarkaup 2022. Viðhald Eignasjóðs 2022 ásamt tillögum næstu ára. Fyrstu drög að fjárhagsramma vegna 2022. Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

20.Frá Tónlistarskólanum á Akureyri; Umsókn í Tónlistarskólann á Akureyri - utanlögheimilis

Málsnúmer 202206048Vakta málsnúmer

a) Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri, dagsett þann 7. júní 2022, er varðar umsóknir um nám í skólanum frá nemendum sem eru með lögheimili i Dalvíkurbyggð. Vísað er til samkomulags frá 2011 á milli ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda en þar kemur fram að Jöfnunarsjóður komi til með að greiða kennslukostnaðinn að hluta. Ef sveitarfélagið gengst undir þá ábyrgð að kostnaðurinn verði greiddur að fullu þá mun skólinn samþykkja þessar 2 umsóknir. Sveitarfélagið getur síðan sótt um endurgreiðslur Jöfnunarsjóðs að hluta.
b) Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, þar sem hann leggur til að ofangreint erindi verði samþykkt og óskar eftir viðauka að upphæð kr. 1.173.996 við deild 04530, lið 4380 þannig að hann verði kr. 1.936.538 á árinu 2022.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að sveitarfélagið gangist undir þá ábyrgð að hluti sveitarfélagsins verði greiddur sem lögheimilssveitarfélag. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs um viðauka nr. 15 að upphæð kr. 1.173.996 við fjárhagsáætlun 2022, deild 04530, liður 4380 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

21.Rafræn skeytamiðlun - drög að samningi við Unimaze

Málsnúmer 202203180Vakta málsnúmer

Á 344. fundi sveitarstjórnar þann 26. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1024. fundi byggðaráðs þann 7. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir minnisblað frá Bjarna Jóhanni Valdimarssyni, tölvuumsjónarmanni, um miðlun rafrænna reikninga. Þar kemur fram að UT-teymi Dalvíkurbyggðar leggur til, að vel athuguðu máli, að flytja alla skeytamiðlun Dalvíkurbyggðar yfir til Unimaze. Upphaf þessarar endurskoðunar kom í kjölfar breytinga vegna orkukerfisins sem Dalvíkurbyggð notar fyrir Hitaveitu Dalvíkur. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að skipt verði um þjónustuaðila og samið verði við Unimaze um rafræna skeytamiðlun. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að skipt verði um þjónustuaðila og samið verði við Unimaze um rafræna skeytamiðlun."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Origo-Unimaze um rafræna skeytamiðlun. Gildistími samningsins er til 3ja ára en heimilt væri að framlengja hann 2x um eitt ár í senn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyrirliggjandi samning og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

22.Samningur um uppbyggingu á Arnarholtsvelli 2022

Málsnúmer 202205199Vakta málsnúmer

Á 1028. fundi byggðaráðs þann 16. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa drög að samningi milli Dalvíkurbyggðar og Golfklúbbsins Hamars um uppbyggingu á Arnarholtsvelli í Svarfaðardal. Fram kemur að aðkoma Dalvíkurbyggðar árið 2022 er í formi framlags upp á kr. 18.000.000 vegna uppbyggingu vélaskemmu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og óskar eftir að fá fylgiskjölin sem vísað er til í samningsdrögunum. Einnig að orðalag verði endurskoðað og taki mið af samningi um uppbyggingu á gervigrasvelli."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu fylgisköl með samningsdrögunum;
Fylgiskjal 1; Framtíðarsýn fyrir Arnarholtsvöll (7. september 2020).
Fylgiskjal 2; Kostnaðaráætlun 2020-2024.
Fylgiskjal 3; Fjárhagsáætlun 2022-2025.
Fylgiskjal 4; Kostnaðaráætlun vélageymslu.
GHD uppbygging vélaskemmu v.03.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindum samningsdrögum til íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs í tengslum við vinnu vegna fjárhagsáætlunar 2023 og þriggja ára áætlunar 2024-2026. Á fjárhagsáætlun ársins 2022 eru kr. 18.000.000 heimild til Golfklúbbsins Hamars sem framlag Dalvíkurbyggðar vegna vélageymslunnar.

23.Vátryggingar Dalvíkurbyggðar; útboð 2022 - niðurstaða.

Málsnúmer 202201014Vakta málsnúmer

Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1014. fundi byggðaráðs þann 27. janúar 2022 var eftirfarandi bókað: "Á 1012. fundi byggðaráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Í starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 þá er gert ráð fyrir að farið verði í útboð á tryggingapakka sveitarfélagsins. Gildandi samningur við VÍS er með gildistíma til og með 31.12.2022 með framlengingu um eitt ár í senn í tvígang. Á fundinum var rætt um fyrirkomulag útboðsins. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fá verð frá Consello í þjónustu við útboð á tryggingapakkanum." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tilboð og verklýsing frá Consello, dagsett þann 21. janúar sl. ásamt svörum við beiðni sviðsstjóra um ítarupplýsingar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að ganga til samninga við Consello á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs og verklýsingar, samningi vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar." Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samning ásamt verklýsingu við Consello um þjónustu við útboð á tryggingapakka sveitarfélagsins."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur dagsettur þann 14. júní sl. frá Consello þar sem fram koma niðurstöður útboðsins samkvæmt birtingablaði. Tilboðsgögn verði nú yfirfarin og eftir það verða lokaniðurstöðurnar kynntar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar þegar lokaniðurstöður liggja fyrir eftir yfirferð.

24.Krílakot - Endurnýjun á leikskólalóð

Málsnúmer 202202100Vakta málsnúmer

Á 344. fundi sveitarstjórnar þann 26. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Þórhalla Karlsdóttir kom inn á fundinn að nýju og tók við fundarstjórn kl. 16:46. Á 1023. fundi byggðaráðs þann 29. mars sl., var eftirfarandi bókað: "Á 1022. fundi byggðaráðs þann 24. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar og Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 8:23. Á 343. fundi sveitarstjórnar þann 22. mars 2022 var eftirfarandi bókað: Á 369. fundi umhverfisráðs þann 4. mars 2022 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra Fræðslusviðs Dalvíkurbyggðar, þar sem hann óskar eftir stækkun lóðar Krílakots (Karlsrauðatorg 23) vegna endurnýjunar á leiksvæði leikskólans. Erindi samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs. Einnig tók til máls: Þórhalla Karlsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu um að vísa þessum lið til byggðaráðs." Á fundi innkauparáðs (framkvæmdastjórnar) þann 22. desember sl. voru til umræðu innkaup Dalvíkurbyggðar samkvæmt fjárhagsáætlun 2022. Varðandi hönnun og framkvæmdir á lóð Krílakots þá var ákveðið að stofnaður yrði stýrihópur um verkefnið með hagaðilum um málið (starfsfólk, foreldrar, börn, Eignasjóður), kynnt í byggðaráði þann 6. janúar sl. Helga Íris og Bjarni Daníel viku af fundi kl. 08:48. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stofnaður verði stýrihópur í samræmi við fjárhagsáætlunarferli með erindisbréfi. Erindisbréf verði lagt fyrir næsta fund byggðaráðs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar geri verðfyrirspurn vegna hönnunar á leikskólalóðinni miðað við áformaða stækkun á lóðinni." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eftirtaldir skipi stýrihópinn: Sviðsstjóri framkvæmdasviðs, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, leikskólastjóri Krílakots, formenn fræðslu- og byggðaráðs, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela stýrihópnum að ganga eftir tilnefningum í rýnihópinn í samræmi við uppskrift erindisbréfsins. c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn með áorðnum breytingum í samræmi við a) og b) lið hér að ofan. Til máls tók: Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson um lið 18 a). Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og eftirfarandi: a) Að eftirtaldir skipi stýrihópinn; sviðsstjóri framkvæmdasviðs, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, leikskólastjóri Krílakots, formenn fræðslu- og byggðaráðs, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar. b) Að fela stýrihópnum að ganga eftir tilnefningum í rýnihópinn í samræmi við uppskrift erindisbréfsins. c) Fyrirliggjandi drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn með áorðnum breytingum í samræmi við a) og b) lið hér að ofan."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð stýrihópsins sen fyrsti fundur var haldinn 20. júní sl.
Liðurinn um tilboð í hönnun lóðarinnar er til umfjöllunar byggðaráðs. Fram kemur að tvö tilboð bárust í hönnun lóðarinnar frá Teiknistofu Norðurlands og Landmótun. Tilboð Teiknistofu Norðurlands hljóðaði upp á kr. 5.587.000 án vsk. Tilboð Landmótunar hljóðaði upp á kr. 4.623.750 - kr. 4.993.650 með vsk. Niðurstaða fundarins var að leggja til við byggðaráð að taka tilboði Landmótunar í hönnun lóðarinnar á grundvelli lægra tilboðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu stýrihópsins um að tekið verði tilboði Landmótunar. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

25.Nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla

Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer

Á 1028. fundi byggðaráðs þann 16. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fundinn Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 13:15. Á 1026. fundi byggðaráðs þann 5. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið sat Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs fundinn. Á 1024. fundi byggðaráðs þann 7. apríl 2022 var m.a. eftirfarandi bókað: "Til umræðu áform um úttekt á Gamla skóla með tilliti til myglu og úrræði sem þyrfti þá mögulega að grípa til, áður en lengra er haldið. Bjarni Daníel vék af fundi kl. 13:35. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna áfram að málinu og gera könnun á verði og verkefnatillögum hjá nokkrum aðilum." Bjarni Daníel gerði grein fyrir þeirri könnun sem hann hefur gert á verði og verkefnatillögum. Niðurstaðan var að fá verkfræðistofuna Eflu í úttekt með tilliti til myglu. Efla tók sýni þann 26. apríl sl. sem bíða greiningar og tekur að jafnaði tvær til þrjár vikur að fá niðurstöðu sem verður í formi minnisblaðs frá Eflu. Lagt fram til kynningar." Í skýrslu frá Eflu kemur fram að veruleg viðhaldsþörf er komin á allt mannvirkið. Gangast þarf í gagngerar endurbætur á þökum, gluggum og gólfefnum en einnig er brýnt að hlúa betur að rakaöryggi mannvirkisins með nýrri utanhúsklæðningu. Ástand fráveitu-, neysluvatns, hita- og raflagna var ekki kannað en gera má ráð fyrir að öll þessi kerfi þarfnist endurnýjunar. Engin vélræn loftræsting er í mannvirkinu en mikilvægt er að huga að uppsetningu slíkra kerfa við endurnýjun eldra húsnæðis. Með breyttri starfsemi uppfyllir húsið ekki nútíma kröfur eða reglugerðir til mannvirkja gagnvart heilsu, öryggi og aðgengi. Sterklega er mælt með að húsið verði mikið endurnýjað og þá gefast tækifæri til að endurhanna innra skipulag hússins. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi; Minnisblað/skýrsla frá Eflu, dagsett þann 20. maí 2022, með niðurstöðum úr ástandsskoðun, efnissýnagreiningu og rakamælingum. Kostnaðaráætlun frá AVH, dagsett þann 2. mars 2022 vegna endurbóta á Gamla skóla. Kostnaðaráætlun frá AVH, dagsett þann 8. júní vegna endurbóta á Gamla skóla og að teknu tilliti til skýrslu frá Eflu. Minnisblað frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsett þann 16. júní 2022. Lagt fram til kynningar og vísað til frekari umfjöllunar hjá vinnuhóp um Gamla skóla og Friðlandsstofu -sjá lið 2. hér á eftir, með því markmiði að taka saman kynningarefni fyrir íbúa byggt á fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum um verkefnið."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi skýrsla vinnuhópsins frá fundi 22. júní sl. þar sem farið er yfir hvern þátt í erindisbréfi vinnuhópsins og gert grein fyrir hverju þætti fyrir sig. Vinnuhópurinn metur að upplýsingar í skýrslunni eigi erindi við íbúa með kynningu á stöðu verkefnisins þar sem það hefur verið í ibúasamráði frá byrjun. Vinnuhópurinn vísar ákvarðanatöku um áframhald verkefnisins til byggðaráðs og sveitarstjórnar.



Með vísan í fundargerð 7. fundar vinnuhópsins, lokaskýrsla, kostnaðaráætlun AVH og úttekt Eflu sem liggja fyrir þá er ljóst að kostnaðurinn er mun meiri en þegar lagt var af stað í þessa vegferð um framtíð Gamla skóla. Einnig er ljóst að ástand húsnæðisins hentar ekki undir starfsemi byggðasafns. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa málinu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðaráð tekur undir með vinnuhópnum að haldinn verði kynningarfundur fyrir íbúa um stöðu verkefnisins og næstu skref.

26.Frá 1028. fundi byggðaráðs þann 16.06.2022; Fundagerðir Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses 2022; framkvæmdastjóri og fulltrúaráð.

Málsnúmer 202205203Vakta málsnúmer

Á 1028. fundi byggðaráðs þann 16. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 346. fundi sveitarstjórnar þann 8. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Lögð fram fundargerð stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses frá 20. maí 2022 - fundur nr. 60. Í fundargerðinni er 4. lið vísað til nýrrar sveitarstjórnar, mál nr. 201902040 - Framkvæmdastjóri Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses;" Katrín sveitarstjóri hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra til bráðabirgða síðan í september 2020. Hún mun láta af störfum í lok kjörtímabilsins og því þarf stjórn að ákveða hvernig farið verður með framkvæmdastjórn stofnunarinnar. Stjórnin telur mikilvægt að hafa samskonar tengingu inn í stjórnkerfi Dalvíkurbyggðar og verið hefur. Stjórn beinir málefnum framkvæmdastjóra og skipan í fulltrúaráð skv. samþykktum félagsins til nýrrar sveitarstjórnar. Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar um að vísa 4. lið fundargerðarinnar til byggðaráðs." Til umræðu ofangreint. Afgreiðslu frestað."

Á fundinum kynnti sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs þá þætti er varða framkvæmdastjóra og fulltrúaráðið í gildandi Samþykktum fyrir Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að kosið verði í fulltrúaráðið á næsta fundi sveitarstjórnar.

27.Siðareglur kjörinna fulltrúa. Endurskoðun í upphafi kjörtímabils 2022-2026

Málsnúmer 202205191Vakta málsnúmer

Á 1028. fundi byggðaráðs þann 16. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 346. fundi sveitarstjórnar þann 8. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Í upphafi kjörtímabils skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til að endurskoða siðareglur sveitarstjórnar. Ef niðurstaðan er að siðareglur þarfnist ekki endurskoðunar halda þær gildi sínu. Sjá nánar 29. gr. sveitarstjórnarlaga. Niðurstaða: Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til úrvinnslu. Felix Rafn Felixson. Freyr Antonsson. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar Sigurjónsdóttur." https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/sidareglur-kjorinna-fulltrua-2018.pdf.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögur að breytingum á siðareglunum miðað við reynslu undanfarinna ára."

Með fundarboði fylgdu drög að uppfærðum siðareglum fyrir kjörna fulltrúa Dalvíkurbyggðar með nýjum kafla hvað varðar eftirlit með framkvæmd siðareglna.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir nokkur álitamál hvað drögin varðar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyrirliggjandi drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa Dalvíkurbyggðar og vísar þeim til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

28.Vinabæjasamstarf; undirbúningur fyrir Dalvíkurbyggð 2021

Málsnúmer 202001002Vakta málsnúmer

Á 1028. fundi byggðaráðs þann 16. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 346. fundi sveitarstjórnar þann 8. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1027. fundi byggðaráðs þann 19. maí 2022 var eftirfarandi bókað: "Á 343. fundi sveitarstjórnar þann 22. mars 2022 var eftirfarandi bókað: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að óskað verði eftir við Lund að halda áformaðan undirbúningsfund í fjarfundi og að vísað verði til Ungmennaráðs að áherslan verði á samstarf og samráð ungmenna. Á 33. fundi ungmennaráðs þann 26. apríl sl. var eftirfarandi bókað: Sveitarstjórn hefur samþykkt að þiggja boð frá Lund um að þau haldi áformaðan undirbúningsfund og að áherslan verði á samstarf og samráð ungmenna. Einnig þá tillögu framkvæmdastjórnar að óskað verði eftir því við Lund að halda áformaðan undirbúningsfund í fjarfundi. Einnig var vísað til Ungmennaráðs að áherslan verði á samstarf og samráð ungmenna. Lagt fram til kynningar og rætt um áherslur sem ráðið vill leggja á varðandi vinabæjarsamstarf. Tilnefna þarf fulltrúa á fjarfund til undirbúnings á vinabæjamóti. Fjarfundurinn verður haldinn 20. júní nk. frá kl. 9 - kl. 12. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, einn fulltrúi úr ungmennaráði og einn kjörinn fulltrúi sitji fundinn." Á 34. fundi ungmennaráðs þann 24. maí 2022 var eftirfarandi bókað: "Sveitarstjórn hefur samþykkt að þiggja boð frá Lundi um að þau haldi áformaðan undirbúningsfund og að áherslan verði á samstarf og samráð ungmenna. Einnig þá tillögu framkvæmdastjórnar að óskað verði eftir því við Lund að halda áformaðan undirbúningsfund í fjarfundi. Einnig var vísað til Ungmennaráðs að áherslan verði á samstarf og samráð ungmenna. Lagt fram til kynningar og rætt um áherslur sem ráðið vill leggja á varðandi vinabæjarsamstarf. Ungmennaráð þarf að tilnefna fulltrúa á fjarfund til undirbúnings á vinabæjamóti. Fjarfundurinn verður haldinn 20. júní nk. frá kl. 9-12 (7-10 á íslenskum tíma) Ungmennaráð samþykkir að tilnefna Írisi Björk sem fulltrúa ungmennaráðs. Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur til að byggðaráði verði falin fullnaðarafgreiðsla til að tilnefna kjörinn fulltrúa á fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Freyr Antonsson. Katrín Sif Ingvarsdóttir. a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar Sigurjónsdóttur og að sá fulltrúi sæki fjarfundinn ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu að Íris Björk verði fulltrúi ungmennaráðs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Katrín Kristinsdóttir verði úr hópi kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar á fundinum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt eftir fundinn þann 20. júní sl. sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi tók saman. Fram kemur að fulltrúar Dalvíkurbyggðar lögðu áherslu á þátttöku ungs fólks í þessu vinabæjarsamstarfi og að gert er ráð fyrir þátttöku þeirra á slíkum mótum. Jafnframt að ákveðið hafi verið að næsta vinabæjarmót verið haldið hjá Dalvíkurbyggð í lok júní 2023.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ákvörðunartöku um vinabæjamót í Dalvíkurbyggð 2023 til sveitarstjórnar.

29.Frá Innviðaráðuneytinu; Erindi til sveitarstjórnar vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum

Málsnúmer 202206090Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá innviðaráðuneytinu, dagsett þann 20. júní 2022, þar sem fram kemur að Innviðaráðuneytið hefur ýtt úr vör vinnu við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu. Með hliðsjón af samþættingu áætlana innan ráðuneytisins fer gagnaöflun að hluta til fram sameiginlega vegna þessara þriggja áætlana. Hér með er þess farið á leit að sveitarstjórnin veiti upplýsingar inn í svokallaðar grænbækur í málaflokkunum þremur með því að færa innlegg inn í þar til gert eyðublað á síðu stjórnarráðsins https://minarsidur.stjr.is/ eigi síðar en mánudaginn 11. júlí. Óskað er eftir að umfjöllunin sé greinargóð og hnitmiðuð, byggist á tiltækum upplýsingum, reynslu og framtíðarsýn sveitarfélagsins í málaflokkunum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til framkvæmdastjórnar til úrvinnslu.

30.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2022

Málsnúmer 202206068Vakta málsnúmer

Tekið fyrir aðalfundarboð frá Landskerfi bókasafna hf., dagsett þann 20. júní 2022, þar sem fram kemur að aðalfundurinn verður haldinn miðvikudaginn 29. júní klukkan 14:30. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum félagsins að Katrínartúni 4, jarðhæð, 105 Reykjavík. Boðað var til fundarins með póstlögðu bréfi í byrjun mánaðarins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að forstöðumaður safna sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins, ef hún hefur tök á.

Fundi slitið - kl. 17:12.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs