Fjárhagsáætlun 2023; hvatastyrkur ÆskuRækt

Málsnúmer 202206055

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1030. fundur - 23.06.2022

Tekið fyrir erindi frá Sveini Arndal Torfasyni, dagsett þann 12. júní 2022, þar sem skorað er á sveitarfélagið að taka til endurskoðunar hvatagreiðslur til barna og ungmenna í gegnum ÆskuRækt/Sportabler. Áskorunin felst í því að Dalvíkurbyggð hækki aldursmörk á hvatagreiðslum upp í 18 ára og á sama tíma að 17-18 ára geti nýtt hvatagreiðslur á einum stað, þ.e. við eina íþrótta/tómstund sé þess óskað.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026.

Íþrótta-, æskulýðs- og menningarráð - 139. fundur - 30.08.2022

Tekið fyrir erindi frá Sveini Arndal Torfasyni, dagsett þann 12. júní 2022, þar sem skorað er á sveitarfélagið að taka til endurskoðunar hvatagreiðslur til barna og ungmenna í gegnum ÆskuRækt/Sportabler. Áskorunin felst í því að Dalvíkurbyggð hækki aldursmörk á hvatagreiðslum upp í 18 ára og á sama tíma að 17-18 ára geti nýtt hvatagreiðslur á einum stað, þ.e. við eina íþrótt/tómstund sé þess óskað.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna gögn um hvatagreiðslur og æfingargjöld fyrir næsta fund.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 139. fundur - 20.09.2022

Íþrótta- og æskuýðsráð leggur til að breyta reglum á þann veg að í stað upphæð á mánuði fyrir allt að þrjár greinar verði ein föst upphæð á ári. Lagt er til að sú upphæð verði kr. 40.000.-
Einnig er lagt til að frístundastyrkinn verði hægt að nýta í frístund. Þá verði einnig ekki takmarkað að æfingar þurfi að vera innan sveitarfélags. Áfram verði miðað við skipulagt tómstundastarf undir handleiðslu hæfra starfsmanna. Áfram verði miðað við að styrkur gildi fram að áramótum árið sem viðkomandi verði 18 ára, þar sem kerfið bíður ekki upp á að miða við afmælisdag. Miðað er við að nýjar reglur taki gildi frá 1. janúar 2023.
Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að uppfæra reglurnar miðað við umræðu á fundinum og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 141. fundur - 04.10.2022

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir framlögð drög með 4 atkvæðum og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 350. fundur - 18.10.2022

Á 141. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir framlögð drög með 4 atkvæðum og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar."
Til máls tók forseti sveitartjórnar sem leggur til að þessum lið verði vísað aftur til íþrótta- og æskulýðsráðs og byggðaráðs til umfjöllunar og reglurnar þannig teknar til skoðunar vegna samninga í heild sinni við íþróttafélögin.

Helgi Einarsson.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Felix Rafn Felixson.
Lilja Guðnadóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Byggðaráð - 1046. fundur - 27.10.2022

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Jóhann Már Kristinsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, kl. 14:30. Aðrir fulltrúar í íþrótta- og æskulýðsráði boðuðu forföll.

Á 350. sveitarstjórnar þann 18.október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 141. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. október sl. var eftirfarandi bókað: Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir framlögð drög með 4 atkvæðum og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.Til máls tók forseti sveitartjórnar sem leggur til að þessum lið verði vísað aftur til íþrótta- og æskulýðsráðs og byggðaráðs til umfjöllunar og reglurnar þannig teknar til skoðunar vegna samninga í heild sinni við íþróttafélögin. Helgi Einarsson. Sigríður Jódís Gunnarsdóttir. Felix Rafn Felixson. Lilja Guðnadóttir. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ársreikningar 2021 frá íþrótta- og æskulýðsfélögum sem sveitarfélagið er með samninga við ásamt styrktarsamningum við félögin 2020-2023. Einnig samantekt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa yfir styrktartölur í samningum undanfarinna ára og samantekt yfir æfingagjöld félaganna.

Til umræðu ofangreint.

Gísli Bjarnason vék af fundi kl. 15:31.
Lagt fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 142. fundur - 01.11.2022

Sveitarstjórn vísaði þessu máli aftur til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggu til að styrkurinn verði 30.000 á ári. Einnig verði beðið með að styrkinn verði hægt að nota í frístund og það tekið upp aftur ef farið verður í að endurskipuleggja frístund.

Sveitarstjórn - 352. fundur - 29.11.2022

Á 142. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 1. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn vísaði þessu máli aftur til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði. Íþrótta- og æskulýðsráð leggu til að styrkurinn verði 30.000 á ári. Einnig verði beðið með að styrkinn verði hægt að nota í frístund og það tekið upp aftur ef farið verður í að endurskipuleggja frístund."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs og fyrirliggjandi tillögu að reglum um hvatastyrk ÆskuRæktar með þeirri breytingu að hvatastyrkurinn verði kr. 30.000 eins og íþrótta- og æskulýðsráð leggur til.