Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Jóhann Már Kristinsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, kl. 14:30. Aðrir fulltrúar í íþrótta- og æskulýðsráði boðuðu forföll.
Á 350. sveitarstjórnar þann 18.október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 141. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. október sl. var eftirfarandi bókað: Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir framlögð drög með 4 atkvæðum og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.Til máls tók forseti sveitartjórnar sem leggur til að þessum lið verði vísað aftur til íþrótta- og æskulýðsráðs og byggðaráðs til umfjöllunar og reglurnar þannig teknar til skoðunar vegna samninga í heild sinni við íþróttafélögin. Helgi Einarsson. Sigríður Jódís Gunnarsdóttir. Felix Rafn Felixson. Lilja Guðnadóttir. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ársreikningar 2021 frá íþrótta- og æskulýðsfélögum sem sveitarfélagið er með samninga við ásamt styrktarsamningum við félögin 2020-2023. Einnig samantekt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa yfir styrktartölur í samningum undanfarinna ára og samantekt yfir æfingagjöld félaganna.
Til umræðu ofangreint.
Gísli Bjarnason vék af fundi kl. 15:31.