Byggðaráð

1046. fundur 27. október 2022 kl. 13:15 - 18:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson, aðalmaður boðaði forföll og Lilja Guðnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Tillaga að viðauka vegna útsvars 2022

Málsnúmer 202210091Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 25. október sl., þar sem lagt er til að áætlun útsvars 2022 verði hækkuð í samræmi við áætlun frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna útsvars 2023 og uppfærða áætlun fyrir 2022. Um er að ræða breytingu vegna hækkunar á launavísitölu. Samkvæmt útreikningum í minnisblaðinu kemur einnig fram þróun á greiddum útsvari það sem af er árs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 26 við fjárhagsáætlun 2022, liður 00010-0021, þannig að áætluð staðgreiðsla hækki úr kr. -1.148.860.000 í kr. -1.200.000.000. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.Vísað til gerðar heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2022 og til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

2.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Beiðni um viðauka vegna framlags Jöfnunarsjóðs 2022

Málsnúmer 202210093Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 25. október sl. , þar sem lagt er til að áætlun framlaga úr Jöfnunarsjóði 2022 verði hækkuð í samræmi við nýjustu áætlanir um úthlutn framlaga frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Alls er um að ræða nettó hækkun um kr. -8.650.065.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 27 við fjárhagsáætlun 2022 þannig að deild 00100 hækki um kr. -8.650.065 og í samræmi við sundurliðun á einstaka lykla. Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbærðu fé. Vísað til gerðar heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2022 og til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

3.Frá sveitarstjóra; Útsendingar af fundum bæjarstjórnar, beiðni um búnað og ræðupúlt

Málsnúmer 202210074Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, sbr. rafpóstur tölvuumsjónarmanns frá 13.10.2022, er varðar fyrirkomulag og kostnað vegna fyrirhugaðra útsendinga af fundum sveitarstjórnar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum heimild til þess að keypt verði ræðupúlt og búnaður til að taka upp og/eða streyma sveitarstjórnarfundum, alls kr. 210.000, vísað á deild 21010 - sveitarstjórn. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
Byggðaráð felur tölvuumsjónarmanni í samráði við sveitarstjóra að koma með endanlega útfærslu í samræmi við hvernig byggðaráð/sveitarstjórn sér fyrir sér hvert fyrirkomulagið verður á fundunum.

4.Fjárhagsáætlun 2022; heildarviðauki III

Málsnúmer 202210090Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusvið kynnti tillögu að heildarviðauka III / útkomuspá 2022 úr fjárhagsáætlunarlíkani þar sem búið er að taka inn alla samþykkta viðauka það sem af er árs sem og tillögur að viðaukum skv liðum 1 og 2 hér að ofan.

Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er neikvæð kr. -17.445.000.
Rekstrarniðurstaða A- hluta er neikvæð um kr. -13.612.000.
Fjárfestingar og framkvæmdir A- og B- hluta kr. 232.415.000.
Áætluð lántaka A- og B- hluta kr. 0.
Handbært fé frá rekstri samstæðu A- og B- hluta kr. 255.297.000 og veltu fé kr. 272.630.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2022/ útkomuspá og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Gjaldskrár 2023; tillögur frá fagráðum

Málsnúmer 202208116Vakta málsnúmer

Á 1045. fundi byggðaráðs þann 20. október sl. var farið yfir tillögur frá fagráðum og stjórnendum vegna breytinga á gjaldskrám á milli ára.

Teknar til umfjöllunar vinnuskjöl og tillögum frá fagráðum að breytingum á gjaldskrám sveitarfélagsins fyrir árið 2023.

Tekin til umfjöllunar eftirfarandi minnisblöð:
Frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs - skýring með gjaldskrábreytingum fráveitu.
Frá sviðsstjóra framkvæmdasvðis - skýring með gjaldskrábreytingum byggingafulltrúa.
Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að upplýsa starfsmenn fagráða um ábendingar og áherslur byggðaráðs.

6.Frá 350. fundi sveitarstjórnar þann 18.10.2022; Fjárhagsáætlun 2023; hvatastyrkur ÆskuRækt

Málsnúmer 202206055Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Jóhann Már Kristinsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, kl. 14:30. Aðrir fulltrúar í íþrótta- og æskulýðsráði boðuðu forföll.

Á 350. sveitarstjórnar þann 18.október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 141. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. október sl. var eftirfarandi bókað: Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir framlögð drög með 4 atkvæðum og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.Til máls tók forseti sveitartjórnar sem leggur til að þessum lið verði vísað aftur til íþrótta- og æskulýðsráðs og byggðaráðs til umfjöllunar og reglurnar þannig teknar til skoðunar vegna samninga í heild sinni við íþróttafélögin. Helgi Einarsson. Sigríður Jódís Gunnarsdóttir. Felix Rafn Felixson. Lilja Guðnadóttir. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ársreikningar 2021 frá íþrótta- og æskulýðsfélögum sem sveitarfélagið er með samninga við ásamt styrktarsamningum við félögin 2020-2023. Einnig samantekt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa yfir styrktartölur í samningum undanfarinna ára og samantekt yfir æfingagjöld félaganna.

Til umræðu ofangreint.

Gísli Bjarnason vék af fundi kl. 15:31.
Lagt fram til kynningar.

7.Frá 350. fundi sveitarstjórnar þann 18.10.2022; Samningur um afnot GHD af Víkurröst

Málsnúmer 202209130Vakta málsnúmer

Á 350. fundi sveitarstjórnar þann 18. otkóber sl. var eftirfarndi bókað:
"Á 141. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. október 2022 var eftirfarandi bókað: Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn með 4 atkvæðum og vísar honum til staðfestingar sveitarstjórnar. Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að þessum lið verði vísað aftur til íþrótta- og æskulýðsráðs og byggðaráðs til umfjöllunar og þannig tekinn til skoðunar vegna samninga í heild sinni við íþróttafélögin. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."

Til umræðu ofangreint.

Gísli Rúnar og Jóhann Már viku af fundi kl.16:15.
Þar sem ofangreindur samningur er í gildi til 31.12.2023 þá þarfnast þessi samningur ekki endurskoðunar við.
Lagt fram til kynningar.

8.Ákvörðun um álagningu fasteignaskatts - og gjalda árið 2023

Málsnúmer 202208117Vakta málsnúmer

Á 1045. fundi byggðaráðs þann 20. október sl. var farið yfir nýja prufuálagningu fasteignaskatts og fastaeignagjalda 2023.

Á fundinum var ofangreint áfram til umfjöllunar.
Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að upplýsa starfsmenn fagráða um ábendingar og áherslur byggðaráðs.

9.Starfs- og fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026

Málsnúmer 202204134Vakta málsnúmer

Á 1045. fundi byggðaráðs þann 20. október sl. samþykkti byggðaráð að vísa tillögum og gögnum frá fagráðum og stjórnendum eftir yfirferð í byggðaráði til gerðar fjárhagsáætlunar í fjárhagsáætlunarlíkani.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 ásamt fylgigögnum.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu forsendur og niðurstöður.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 til fyrri umræðu í sveitarstjórn með þeim breytingum að áætlun á tekjum vatnsveitu, fráveitu og vegna sorphirðu verði hækkaðar í samræmi við tillögu byggðaráðs.

10.Böggvisstaðaskáli - niðurrif skv. starfs- og fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 202201047Vakta málsnúmer

Á 1037. fundi byggðaráðs þann 8. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið sátu fundinn áfram Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdaviðs , og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar. Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað: Á 368. fundi umhverfisráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:Í starfs- og fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs 2022 er gert ráð fyrir að Böggvisstaðaskáli verði aflagður sem geymsluhús og rifinn. Taka þarf ákvörðun um framkvæmd málsins en framkvæmdin er á herðum EF-deildar. Sækja þarf um byggingarleyfi til að láta rífa húsið. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Böggvisstaðaskáli verði rifinn og felur sviðsstjóra að sækja um heimild til framkvæmdarinnar. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að Böggvisstaðaskáli verði rifinn og að sviðsstjóra framkvæmdasviðs sé falið að sækja um heimild til framkvæmdarinnar. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig afgreiðsla byggingafulltrúa á umsókn sviðsstjóra framkvæmdasviðs um leyfi til að rífa Böggvisstaðaskála og var það samþykkt á fundi þann 18. febrúar sl. Bjarni Daníel og Helga Íris viku af fundi kl.14:14. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Framkvæmdasviði að fá fagaðila til kanna betur ástand og öryggi Böggvisstaðaskála. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi úttekt Eflu á Böggvisstaðaskála, dagsett þann 10. október sl., og tillögur Freys Antonssonar að skilmálum og gjaldskrá varðandi skálann, sbr. rafpóstur dagsettur þann 23.10.2022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að heimild til niðurrifs á Böggvisstaðaskála verði afturkölluð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Böggvisstaðaskáli verði leigður áfram út með nýju fyrirkomulagi og verðskrá til reynslu þar til annað verður þá ákveðið. Tillögur Freys Antonssonar verði hafðar til hliðsjónar og framkvæmdasviði verði falið að leggja fyrir byggðaráð nánari útfærslu á fyrirkomulagi og tillögu að verðskrá.

11.Frá Ektaböðum ehf.; Samningur um tjaldsvæði og baðströnd í Sandvík, Hauganesi

Málsnúmer 202210077Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ektaböðum ehf. dagsett þann 13. október 2022, er varðar samning um leyfi til uppbyggingar á tjaldsvæðinu og baðströndinni í Sandvík á Hauganesi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til sveitarstjóra og framkvæmdasviðs til skoðunar.

12.Frá framkvæmdasvði; Leigusamningur um tjaldsvæði á Hauganesi

Málsnúmer 202204062Vakta málsnúmer

Á 1026. fundi byggðaráðs þann 5. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið sat fundinn Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs. Á 1025. fundi byggðaráðs þann 19. apríl sl. var eftirfarandi bókað: Með fundarboði byggðaráðs fylgdu fyrstu drög að leigusamningi vegna reksturs og umsjónar með tjaldsvæðinu á Hauganesi við Ektafisk ehf. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs til skoðunar. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind samningsdrög með ábendingum sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs. Til umræðu ofangreint.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum samningsdrögum áfram til vinnslu hjá framkvæmdasviði."
Byggðaráð felur framkvæmdasviði að vinna áfram að málinu með lið 11 hér að ofan til hliðsjónar.

13.Samfélagssjóður Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202210088Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Frey Antonssyni, dagsettur þann 23. október sl, ásamt fylgigögnum, drög að stofnskjölum, um stofnun almannaheillafélagsins Samfélagssjóður Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð hlutist til um koma þessu verkefni á laggirnar að haldinn verði stofnfundur.

14.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Samráðsfundir sýslumanns og sveitarfélags

Málsnúmer 202210075Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 21. október sl. þar sem fram að lög um framkvæmdavald ríkisins í héraði nr. 50/2014 gera ráð fyrir forgöngu sýslumanns um samráð við sveitarfélögin í umdæminu, sbr. 7. gr. laganna. Sýslumaður óskar eftir timasetningu á samráðsfundi með sveitarstjóra og sveitarstjórn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að finna tíma sem hentar öllum aðilum við fyrsta tækifæri með byggðaráði/sveitarstjórn.

15.Frá EBÍ Ágóðahlutagreiðsla 2022

Málsnúmer 202210073Vakta málsnúmer

Tekiði fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 18. október sl. þar sem fram kemur að ágóðahlutagreiðsla til Dalvíkurbyggðar 2022 er kr.842.000 í samræmi við ákvörðun stjórnar.

Í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2022 er gert ráð fyrir kr. 1.178.000 á lið 28020-7990.
Lagt fram til kynningar.

16.Frá nefndasviði Alþingis; Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar,skerðing á lífeyri vegna búsetu, 44. mál.

Málsnúmer 202210064Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 13. október 2022, þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga umalmannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 44. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 27. október nk.
Lagt fram til kynningar.

17.Frá Markaðsstofu Norðurlands; Fundargerðir frá 28.09. og 10.10.2022.

Málsnúmer 202204051Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 28. september og 10. október sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson, aðalmaður boðaði forföll og Lilja Guðnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs