Samningur um afnot GHD af Víkurröst

Málsnúmer 202209130

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 141. fundur - 04.10.2022

Gísli Bjarnason vék af fundi undir þessum lið kl. 8:16
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn með 4 atkvæðum og vísar honum til staðfestingar sveitarstjórnar.
Gísli Bjarnason kom aftur inn á fundinn kl. 8:30

Sveitarstjórn - 350. fundur - 18.10.2022

Á 141. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. október 2022 var eftirfarandi bókað:
"Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn með 4 atkvæðum og vísar honum til staðfestingar sveitarstjórnar."
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að þessum lið verði vísað aftur til íþrótta- og æskulýðsráðs og byggðaráðs til umfjöllunar og þannig tekinn til skoðunar vegna samninga í heild sinni við íþróttafélögin.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Byggðaráð - 1046. fundur - 27.10.2022

Á 350. fundi sveitarstjórnar þann 18. otkóber sl. var eftirfarndi bókað:
"Á 141. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. október 2022 var eftirfarandi bókað: Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn með 4 atkvæðum og vísar honum til staðfestingar sveitarstjórnar. Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að þessum lið verði vísað aftur til íþrótta- og æskulýðsráðs og byggðaráðs til umfjöllunar og þannig tekinn til skoðunar vegna samninga í heild sinni við íþróttafélögin. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."

Til umræðu ofangreint.

Gísli Rúnar og Jóhann Már viku af fundi kl.16:15.
Þar sem ofangreindur samningur er í gildi til 31.12.2023 þá þarfnast þessi samningur ekki endurskoðunar við.
Lagt fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 142. fundur - 01.11.2022

Íþrótta- og æskulýðsráð var búið að samþykkja drög að nýjum samningi. Við skoðun á rekstrarsamningi kom í ljós að þessi samningur var framlengdur um eitt ár samhliða þeim og rennur hann því ekki út fyrr en í lok árs 2023. Því þarfnast þessi samningur ekki endurskoðunar við. Lagt fram til kynningar.