Sveitarstjórn

350. fundur 18. október 2022 kl. 16:15 - 17:43 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1039, frá 27.09.2022

Málsnúmer 2209015FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1040, frá 06.10.2022

Málsnúmer 2210001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202209133.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202210006.
Liður 3 er sér liður á dagksrá; mál 202105020.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202209092.
Liður 9 er sér liður á dagskrá; mál 202202044.
Liður 11 er sér liður á dagskrá; mál 202206130.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1041, frá 10.10.2022

Málsnúmer 2210004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

4.Félagsmálaráð - 261, frá 26.09.2022

Málsnúmer 2209011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 1 lið og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

5.Félagsmálaráð - 262, frá 11.10.2022

Málsnúmer 2210003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

6.Fræðsluráð - 274, frá 28.09.2022.

Málsnúmer 2209012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

7.Fræðsluráð - 275, frá 12.10.2022.

Málsnúmer 2210002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

8.Íþrótta- og æskulýðsráð - 139, frá 20.09.2022

Málsnúmer 2209009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

9.Íþrótta- og æskulýðsráð - 141, frá 04.10.2022

Málsnúmer 2209018FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; Mál 202209130.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; Mál 202206055.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

10.Menningarráð - 92, frá 20.09.2022

Málsnúmer 2209007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202209008.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

11.Skipulagsráð - 2, frá 03.10.2022.

Málsnúmer 2209017FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202209093.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál. 202209126.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; mál 202209058.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202208078.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

12.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 32, frá 09.09.2022.

Málsnúmer 2208006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

13.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 1, frá 30.09.2022.

Málsnúmer 2209016FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 19 liðum.
Liður 15 er sér liður á dagskrá; Mál 202209125.
Liður 17 er sér liður á dagskrá; Mál 202208101.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

14.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 117, frá 27.09.2022

Málsnúmer 2209014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

15.Frá 1040. fundi byggðaráðs þann 06.10.2022; Beiðni um viðauka vegna hvatagreiðslna

Málsnúmer 202210006Vakta málsnúmer

Á 1040. fundi byggðaráðs þann 6. október 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 16. september 2022, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætun vegna kostnaðar við greiðslu hvatastyrkja út árið 2022. Eftir að styrkir sumarsins komu inn þá er ljóst að potturinn fyrir allt árið er búinn - ástæðan er sú að meira er notað en áður af hvatastyrknum. Einnig hefur lækkun aldurs í 4 ára þarna áhrif. Einnig er aukið framboð tómstunda. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.846.567 við deild 06800 - lið 9149 þannig að áætlun ársins verði kr. 9.500.000. Ekki er metið svigrúm til að mæta þessum viðauka innan fjárhagsramma. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 25 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 2.637.613 við deild 06800, lið 9149. Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 25 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 2.637.613 við deild 06800-9149 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

16.Frá 1040. fundi byggðaráðs þann 06.10.2022; Beiðni um launaviðauka v. 21400 og 21010 - uppgjör, afleysing og fleiri fundir

Málsnúmer 202209133Vakta málsnúmer

Á 1040. fundi byggðaráðs þann 6. október 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 2. október 2022, þar sem óskað er eftir launaviðauka á deildir 21010 og 21400. Varðandi deild 21010 þá er um að ræða hækkun að upphæð kr. 471.905 þar sem áætlað er að fundir sveitarstjórnar verði 13 á árinu í stað 11 vegna aukafunda sem haldnir hafa verið. Varðandi deild 21400 er um að ræða lækkun/leiðrétting á viðauka nr. 14 vegna uppgjörs við fyrrvarandi sveitarstjóra og á móti hækkun á launakostnaði vegna afleysinga á fjármála- og stjórnsýslusviði. Breytingin er nettó kr. 15.843. Heildarbreytingin er nettó kr. 487.748 - Ekki er metið svigrúm til að mæta þessum viðauka með öðrum hætti en lækkun á handbæru fé. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 24 við fjárhagsáætlun 2022 þannig að deild 21010 hækki um kr. 471.905 og deild 21400 hækki um kr. 15.843. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 24 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 471.905 á deild 21010-laun og kr. 15.843 á deild 21400-laun. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að viðaukanum verði mætt lækkun á handbæru fé.

17.Frá 1040. fundi byggðaráðs þann 06.10.2022; Vinnuhópur um farartæki, tæki og tæknibúnað

Málsnúmer 202105020Vakta málsnúmer

Á 1040. fundi byggðaráðs þann 6. október 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 322. fundi sveitarstjórnar þann 17. mars 2020 var eftirfarandi bókað:" Á 935. fundi byggðaráðs þann 27. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað: "Á 931. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2020 var til umfjöllunar viðaukabeiðni vegna viðhalds á dráttarvél umhverfis- og tæknisviðs. Í framhaldi af því sköpuðust umræður um nauðsyn þess að móta reglur vegna umgengni um tækjabúnað og bifreiðaeign sveitarfélagsins. Með fundarboði fylgdu drög að verkefnislýsingu fyrir vinnuhóp um rekstur og viðhald farartækja, tækja og tæknibúnaðar sveitarfélagsins. Markmið vinnuhópsins er að lágmarka rekstrarkostnað og hámarka öryggi og endingu farartækja, tækja og tæknibúnaðar í eigu sveitarfélagsins til lengri tíma. Markmiðið náist með því að skipuleggja reglubundið og tímasett viðhald,endurnýjun sem og skýrt skilgreindum eftirlits- og ábyrgðaraðila. Lagt er til að vinnuhópinn skipi 4 aðilar: Einn frá byggðaráði, einn frá veitusviði, einn frá hafnasviði og deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar. Vinnuhópurinn skili drögum að nýrri stefnu, skráningu og vinnulagi fyrir 30. apríl 2020. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinnuhópur um rekstur og viðhald farartækja, tækja og tæknibúnaðar taki til starfa samkvæmt fyrirliggjandi verkefnislýsingu, með breytingum sem gerðar voru á fundinum og að fulltrúi byggðaráðs í hópnum verði Þórhalla Karlsdóttir. Kostnaður vegna starfa kjörins fulltrúa bókist á deild 21030, nefndir." Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir Guðmundur St. Jónsson. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs." Með fundarboði fylgdi verkefnislýsing og vinnugögn innanhúss til upplýsingar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að endurskipa í hópinn og að Felix Rafn Felixson verði fulltrúi byggðaráðs. Byggðaráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að skipa einn fulltrúa frá veitum og einn fulltrúa frá höfnum. Að auki á sæti í hópnum deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar. Byggðaráð felur starfsmanni í hópnum að halda utan um boðun funda hópsins, fundargerðir o.s.frv."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að endurskipa í vinnuhópinn og að Felix Rafn Felixson verði fulltrúi byggðaráðs. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt þá tillögu byggðaráðs um að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að skipa einn fulltrúa frá veitum og einn fulltrúa frá höfnum í hópinn en skv. erindisbréfi þá á deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar sæti í hópnum.

18.Frá 1040. fundi byggðaráðs frá 06.10.2022; Svara óskað við ýmsum spuringum og athugasemdum.

Málsnúmer 202209092Vakta málsnúmer

Á 1040. fundi byggðaráðs þann 6. otkóber sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1039. fundi byggðaráðs þann 27. september sl. var til umfjöllunar erindi frá Jóhannesi Jóni Þórarinssyni og Atla Þór Friðrikssyni, rafpóstur dagsettur þann 20. september sl. þar sem óskað er svara við nokkrum spurningum og athugasemdum. Byggðaráð frestaði málinu til næsta fundar og fól sveitarstjóra að vinna drög að svari við erindu. Umhverfis- og dreifbýlisráð og veitu-og hafnaráð tóku einnig erindið til umfjöllunar eftir því sem við á. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að svarbréfi sveitarstjóra.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi svör við þeim spurningum sem fram eru bornar, sbr. svarbréf sveitarstjóra: 1. Hvað hefur verið gert til að tryggja 5 daga mokstursþjónustu í dreifbýli þegar þörf krefur eins og núverandi meirihluti lofaði ? Svar: Í málefna- og samstarfssamningi núverandi meirihluta undir kaflanum Umhverfis- og dreifbýlisráð segir; framkvæmda- og snjómokstursáætlanir verði aðgengilegar íbúum. Þá er að finna á vef Dalvíkurbyggðar viðmiðunarreglur snjómoksturs í Dalvíkurbyggð sem samþykktar voru í sveitarstjórn 19.01.2022 þar segir m.a.: (hér kemur kafli úr viðmiðunarreglunum).Þessar viðmiðunarreglur eru í endurskoðun og einnig verður farið yfir verklagsreglur Vegagerðarinnar sem voru í gildi á tímabilinu 1.október 2021 ? 30.apríl 2022. Haldinn verður fundur með Vegagerðinni og verktökum sem sinna snjómokstri utan þéttbýlis. Það stendur til að halda þann fund sem allra fyrst þar sem m.a. verður rædd sú ákvörðun að Skíðadalur og framdalur Svarfaðardals verði mokaðir samtímis þá þrjá daga vikunnar sem helmingsmokstur er, en ekki hvor á eftir öðrum eins og nú er. Þá þarf að meta hver kostnaðurinn fyrir sveitarfélagið er af því að bæta í þessa þjónustu þ.e. ef hún fer úr þrem dögum í fimm. Ákvörðun verður tekin þegar mat á kostnaði liggur fyrir.Mikilvægt er að bæta upplýsingaflæði varðandi snjómokstur og því er verið að skoða þann möguleika að geta sent upplýsingar í smáskilaboðum (SMS) til íbúa. 2. Vatnsöflun utan þjónustusvæðis Dalvíkur er knýjandi verkefni sem þarf skjóta lausn og nú bendum við á að tæki til borunar eftir volgu vatni virðist vera á leiðinni til Dalvíkur nú í haust. Fram í Skíðadal og Svarfaðardal er knýjandi þörf nánast á hverjum bæ eftir betra neysluvatni, bæði fyrir menn og skepnur og þörfum fyrir góðu neysluvatni mun meiri en einhverjum volgum dropum upp á yfirborðið. Að okkar mati er þetta verkefni skylda sveitarfélagsins að vinna nú þegar að úrbótum. Svar: Það er rétt að unnið er að tilraunaborunum með því að bora hitastigulsholur eftir heitu vatni í Skíðadal. Það er jafnframt staðreynd að Dalvíkurbyggð rekur ekki vatnsveitu fram í Skíðadal og framdal Svarfaðardals. Samkvæmt lögum um vatnsveitur sveitarfélaga þá skulu sveitarfélög starfrækja vatnsveitu í þéttbýli í þeim tilgangi að fullnægja vatnsþörf almennings, heimila og atvinnufyrirtækja, þar á meðal hafna, eftir því sem kostur er. Samkvæmt sömu lögum er sveitarstjórn heimilt að starfrækja vatnsveitu í dreifbýli og leggja í framkvæmdir við gerð hennar enda sýni rannsóknir og kostnaðaráætlanir að hagkvæmt sé að leggja veituna og reka hana. 3. Fundargerðir innan stjórnkerfis Dalvíkurbyggðar þar með taldar nefndir og ráð eru óboðlegar og nánast óskiljanlegar, allir eiga rétt á skýrum og skiljanlegum fundargerðum. Svar: Í Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar kemur eftirfarandi fram í 16. gr., II um ritun fundargerða:"Fundargerðir sveitarstjórnar eru skráðar í tölvu. Í fundargerð skal getið hvar og hvenær fundur er haldinn og hverjir sitji fundinn. Skrá skal þau mál sem tekin eru fyrir, dagsetningu þeirra, aðila máls og meginefni og hvernig mál er afgreitt. Sé mál ekki afgreitt samhljóða skal greina í fundargerð hvernig atkvæði hafa skipst. Þegar lagðar eru fram fundargerðir nefnda nægir að skrá í fundargerð sveitarstjórnar um hvaða nefndir er að ræða, dagsetningu fundargerða og fjöldatöluliða. Um ritun fundargerða sveitarstjórnar skal að öðru leyti farið eftir leiðbeiningum ráðuneytis sveitarstjórnarmála um ritun fundargerða sveitarstjórna nr. 1181/2021, sbr. 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga. Fundargerðir sveitarstjórnar skulu birtar á vefsíðu Dalvíkurbyggðar, ásamt fylgigögnum samkvæmt reglum og heimildum þar um, að fundi loknum enda standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi."Leiðbeiningar ráðuneytisins samkvæmt ofangreindu eru aðgengilegar á vef Stjórnartíðinda (sjá hlekk hér að neðan):https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=94df4746-24e4-4b4a-b34b-791ff6a2ccaf Ritun fundargerða sveitarstjórna, ráða og nefnda sveitarfélaga þurfa að vera eftir ákveðnu formi og er stjórnkerfi Dalvíkurbyggðar þar ekki undanskilið, sbr. það sem fram kemur hér að ofan. Forsetar sveitarstjórna, formenn byggðaráðs, ráða og nefnda sem og starfsmenn sem rita fundargerðir Dalvíkurbyggðar fá reglulega ábendingar um það sem betur má fara. Þá er í vinnslu að hefja beina útsendingu eða taka upp fundi sveitarstjórna."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi svarbréf.

19.Frá 1040. fundi byggðaráðs þann 06.10.2022; Umdæmisráð barnaverndar - fulltrúar Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 202202044Vakta málsnúmer

Á 1040. fundi byggðaráðs þann 6. október 2022 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:30. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi sviðsstjóra félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar og Hjartar Hjartarsonar, deildarstjóra félagsmáladeildar Fjallabyggðar, dagsett þann 3. október 2022, til bæjar- og byggðaráðs Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar er varðar breytt skipulag barnaverndar. Í erindinu er lagt til að hafnar verði viðræður við nágrannasveitarfélögin um fyrirkomulag, framkvæmd og rekstur barnaverndarþjónustu. Nú liggur fyrir samþykkt Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um aðild að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni. Næsta skref er að taka ákvörðun um fyrirkomulag barnaverndþjónustu sveitarfélaganna samkvæmt 11. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.Ákvæði barnaverndarlaga kveða á um að baki hverrar barnaverndarþjónustu skulu vera í það minnsta 6.000 íbúar, nema veitt verði undanþága að uppfylltum sérstökum skilyrðum. Þetta þýðir að Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð þurfa að huga að samvinnu við önnur sveitarfélög um verkefnið eða óska eftir undanþágu frá íbúalágmarkinu. Dalvíkurbyggð hefur frá árinu 2002 verið í farsælu samstarfi við Fjallabyggð um rekstur á sameiginlegri barnaverndarnefnd. Íbúatala Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar nær ekki tilskyldu lágmarki laganna en til greina kemur að sveitarfélögin sæki sameiginlega um undanþágu frá íbúalágmarkinu. Áður en til þess kemur er ráðlegt að óska eftir viðræðum við nágrannasveitarfélögin. Á fundinum kom einnig fram að bæjarráð Fjallabyggðar hefur fjallað um ofangreint erindi á fundi sínum þann 4. október sl. þar sem bókað var að félagsmálastjóra Fjallabyggðar er falið að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins í viðræðum við nágrannasveitarfélög.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra félagsmálasviðs að koma fram fyrir hönd Dalvíkurbyggðar í viðræðum við nágrannasveitarfélögin."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra félagsmálasviðs að koma fram fyrir hönd Dalvíkurbyggðar í viðræðum við nágrannasveitarfélögin um barnaverndaþjónustu.

20.Frá 1. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 30.09.2022; Kosningar í fjallskilanefndir

Málsnúmer 202209125Vakta málsnúmer

Á 1. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 30. september 2022 var eftirfarandi bókað:
"Lagðar fram tilnefningar í fjallskilanefndir Dalvíkurbyggðar fyrir tímabilið 2022-2026. Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir tilnefningar í fjallskilanefndir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem gerði grein fyrir að ofangreind tillaga um tilnefningar í fjallskilanefndir er að skipun þeirra verði óbreytt frá síðasta kjörtímabili:
Dalvíkurdeild:
Sigurbjörg Einarsdóttir
Zophonías Jónmundsson
Svarfdæladeild:
Árni Sigurður Þórarinsson
Atli Friðbjörnsson
Friðrik Arnarson
Árskógsdeild:
Jónas Þór Leifsson
Snorri Snorrason
Gitta Unn Ármannsdóttir

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfis- og dreifbýlisráðs um skipun fjallskilanefnda 2022-2026.


21.Frá 1040. fundi byggðaráðs þann 06.10.2022; Umsögn vegna skipulags á Árskógssandi. Vegna Laxóss - dagsetning íbúafundr.

Málsnúmer 202206130Vakta málsnúmer

Á 1040. fundi byggðaráðs þann 6. október 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á fundi sveitarstjórnar þann 30. september sl. var samþykkt að fela sveitarstjóra að undirbúa íbúafund í Árskógi varðandi atvinnutækifæri á Árskógssandi 11. október. Í núgildandi deiliskipulagi á Árskógssandi er gert ráð fyrir lóðum undir atvinnustarfssemi sem afmarkast af Ægisgötu og Hafnargötu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að færa fyrirhugaðan fund til 25. október nk. þar sem vegna annarra verkefna og funda þá er ekki svigrúm til að halda íbúafundinn nk. þriðjudag eins og áformað var."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að íbúafundurinn fari fram 25. október nk.

22.Frá 141. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 04.10.2022; Samningur um afnot GHD af Víkurröst

Málsnúmer 202209130Vakta málsnúmer

Á 141. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. október 2022 var eftirfarandi bókað:
"Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn með 4 atkvæðum og vísar honum til staðfestingar sveitarstjórnar."
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að þessum lið verði vísað aftur til íþrótta- og æskulýðsráðs og byggðaráðs til umfjöllunar og þannig tekinn til skoðunar vegna samninga í heild sinni við íþróttafélögin.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

23.Frá 141. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 04.10.2022; Fjárhagsáætlun 2023; hvatastyrkur ÆskuRækt - tillaga að reglum.

Málsnúmer 202206055Vakta málsnúmer

Á 141. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir framlögð drög með 4 atkvæðum og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar."
Til máls tók forseti sveitartjórnar sem leggur til að þessum lið verði vísað aftur til íþrótta- og æskulýðsráðs og byggðaráðs til umfjöllunar og reglurnar þannig teknar til skoðunar vegna samninga í heild sinni við íþróttafélögin.

Helgi Einarsson.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Felix Rafn Felixson.
Lilja Guðnadóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

24.Frá 92. fundi menningarráðs þann 20.09.2022; Breyting á opnunartíma Bókasafns Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202209008Vakta málsnúmer

Á 92. fundi menningarráðs þann 20. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá Björk Hólm Þorsteinsdóttur, forstöðumanni safna dags. 25.08.2022 Tillaga um breyttan opnunartíma á Bókasafni Dalvíkurbyggðar. Einnig tekið fyrir minnsisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs. Menningarráð Dalvíkurbyggðar, samþykkir með tveimur atkvæðum nýjan opnunartíma á Bókasafni Dalvíkurbyggðar. Unnið verður eftir nýjum opnunartíma frá 3. október 2022."
Til máls tóku; forseti sveitarstjórnar sem leggur til að ofangreind afgreiðsla menningarráðs verði staðfest með þeirri breytingu að um verði að ræða tilraun sem verði endurskoðuð fyrir 1.janúar 2023.

Helgi Einarsson.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Felix Rafn Felixson.
Lilja Guðnadóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

25.Frá veitu- og hafnaráði og umhverfis- og dreifbýlisráði; Starfshópur til að skoða og gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku.

Málsnúmer 202208101Vakta málsnúmer

Á 117. fundi veitu- og hafnaráðs þann 27. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á Byggðaráðsfundi 1036 vísar Byggðaráð til umfjöllunar hjá Veitu- og hafnaráði, erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, rafpóstur dagsettur þann 23. ágúst nk., þar sem kynntur er til sögunnar starfshópur til að skoða og gera tillögur til ráðuneytisins um nýtingu vindorku. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að setja skuli sérstök lög um nýtingu vindorku með það að markmið að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku. Starfshópurinn á að vinna náið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga við undirbúning tillagna sinna og frumvarps. Starfshópurinn hefur tekið til starfa og ákveðið að hefja samráðsferli strax. Sveitarfélögum er boðið að senda sjónarmið sín um þau atriði sem fram koma í erindinu til starfshópsins fyrir 30. september nk. Einnig er gert ráð fyrir að starfshópurinn fundi með hagaðilum síðar á þessu ári.Veitu- og hafnaráð tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í erindinu og vill þakka sérstaklega fyrir að hefja samráðsferlið strax. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."

Á 1. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 30. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á Byggðaráðsfundi 1036 vísar Byggðaráð til umfjöllunar hjá Umhverfis- og dreifbýlisráði erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, rafpóstur dagsettur þann 23. ágúst nk., þar sem kynntur er til sögunnar starfshópur til að skoða og gera tillögur til ráðuneytisins um nýtingu vindorku. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að setja skuli sérstök lög um nýtingu vindorku með það að markmið að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku. Starfshópurinn á að vinna náið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga við undirbúning tillagna sinna og frumvarps. Starfshópurinn hefur tekið til starfa og ákveðið að hefja samráðsferli strax. Sveitarfélögum er boðið að senda sjónarmið sín um þau atriði sem fram koma í erindinu til starfshópsins fyrir 30. september nk. Einnig er gert ráð fyrir að starfshópurinn fundi með hagaðilum síðar á þessu ári. Umhverfis- og dreifbýlisráð tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í erindinu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:

Helgi Einarsson.
Felix Rafn Felixson.
Gunnar Kristinn Guðmundsson.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.


Lagt fram til kynningar.

26.Frá 2. fundi skipulagsráðs þann 03.10.2022; Umsókn um lóð - Hamar lóð 16

Málsnúmer 202209058Vakta málsnúmer

Á 2. fundi skipulagsráðs þann 3. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsett 9. september 2022, óska Auður Jónsdóttir og Hafþór Hafliðason eftir frístundalóð nr. 16 á Hamri. Skipulagsráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku; forseti sveitarstjórnar sem leggur til að afgreiðsla skipulagsráðs verði samþykkt og lóðinni verði úthlutað.

Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Helgi Einarsson.
Felix Rafn Felixson.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.
Guðrún Pálína Jóhannsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda umsókn og úthlutun á frístundalóðinni nr. 16 á Hamri.

27.Frá 2. fundi skipulagsráðs þann 03.10.2022; Umsókn um lóð - Hamar lóð 7

Málsnúmer 202208078Vakta málsnúmer

Á 2. fundi skipulagsráðs þann 3. október 2022 var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsett 17. ágúst 2022, óskar Jóhannes Bjarmi Skarphéðinsson eftir frístundalóð nr. 7 á Hamri. Umsóknin var tekin fyrir á 375. fundi Umhverfisráðs þann 5. september 2022 þar sem eftirfarandi var bókað:
"Umhverfisráð felur starfsfólki framkvæmdasviðs að uppfæra samning um lóð 7 að Hamri og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum." Skipulagsráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að ofangreind afgreiðsla skipulagsráðs verði staðfest.

Felix Rafn Felixson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda umsókn og úthlutun á frístundalóðinni nr. 7 á Hamri.

28.Frá 2. fundi skipulagsráðs þann 03.10.2022; Hringtún 24 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202209126Vakta málsnúmer

Á 2. fundi skipulagsráðs þann 3. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með bréfi, dagsett 28. september 2022, óskar Erla Björk Jónsdóttir eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Hringtún 24. Breytingin felur í sér að heimilt verða að byggja einbýlishús á einni hæð í stað tveggja ásamt stækkun á lóð til norðurs. Skipulagsráð telur að um óverulega deiliskipulagsbreytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögunni er vísað í grenndarkynningu skv. 2.mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal ná yfir Hringtún 9a-c, 10, 11a-b, 13-15, 17a-b, 19a-b, 21, 23, 25, 30, 32, 38 og 40. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs um að um sé að ræða óverulega deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögunni í grenndarkynningu skv. 2.mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og samkvæmt útfærslu skipulagsráðs.

29.Frá 2. fundi skipulagsráðs þann 03.10.2022; Umsókn um stöðuleyfi fyrir matarvagn

Málsnúmer 202209093Vakta málsnúmer

Á 2. fundi skipulagsráðs þann 3. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með bréfi, dagsett 21. september 2022, óskar Stefán Bjarmar Stefánsson eftir stöðuleyfi fyrir matarvagni neðan við Karlsrauðatorg 5. Meðfylgjandi er undirritað samþykki nágranna fyrir matarvagninum. Skipulagsráð samþykkir að veita umbeðið stöðuleyfi fyrir matarvagni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og umbeðið stöðuleyfi fyrir matarvagn neðan við Karlsrauðatorg 5.

Fundi slitið - kl. 17:43.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs