Á 1040. fundi byggðaráðs þann 6. október 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 322. fundi sveitarstjórnar þann 17. mars 2020 var eftirfarandi bókað:" Á 935. fundi byggðaráðs þann 27. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað: "Á 931. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2020 var til umfjöllunar viðaukabeiðni vegna viðhalds á dráttarvél umhverfis- og tæknisviðs. Í framhaldi af því sköpuðust umræður um nauðsyn þess að móta reglur vegna umgengni um tækjabúnað og bifreiðaeign sveitarfélagsins. Með fundarboði fylgdu drög að verkefnislýsingu fyrir vinnuhóp um rekstur og viðhald farartækja, tækja og tæknibúnaðar sveitarfélagsins. Markmið vinnuhópsins er að lágmarka rekstrarkostnað og hámarka öryggi og endingu farartækja, tækja og tæknibúnaðar í eigu sveitarfélagsins til lengri tíma. Markmiðið náist með því að skipuleggja reglubundið og tímasett viðhald,endurnýjun sem og skýrt skilgreindum eftirlits- og ábyrgðaraðila. Lagt er til að vinnuhópinn skipi 4 aðilar: Einn frá byggðaráði, einn frá veitusviði, einn frá hafnasviði og deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar. Vinnuhópurinn skili drögum að nýrri stefnu, skráningu og vinnulagi fyrir 30. apríl 2020. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinnuhópur um rekstur og viðhald farartækja, tækja og tæknibúnaðar taki til starfa samkvæmt fyrirliggjandi verkefnislýsingu, með breytingum sem gerðar voru á fundinum og að fulltrúi byggðaráðs í hópnum verði Þórhalla Karlsdóttir. Kostnaður vegna starfa kjörins fulltrúa bókist á deild 21030, nefndir." Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir Guðmundur St. Jónsson. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs." Með fundarboði fylgdi verkefnislýsing og vinnugögn innanhúss til upplýsingar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að endurskipa í hópinn og að Felix Rafn Felixson verði fulltrúi byggðaráðs. Byggðaráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að skipa einn fulltrúa frá veitum og einn fulltrúa frá höfnum. Að auki á sæti í hópnum deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar. Byggðaráð felur starfsmanni í hópnum að halda utan um boðun funda hópsins, fundargerðir o.s.frv."
Byggðaráð felur starfsmanni í hópnum að halda utan um boðun funda hópsins, fundargerðir o.s.frv.