Kosningar í fjallskilanefndir

Málsnúmer 202209125

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 1. fundur - 30.09.2022

Lagðar fram tilnefningar í fjallskilanefndir Dalvíkurbyggðar fyrir tímabilið 2022-2026.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir tilnefningar í fjallskilanefndir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 350. fundur - 18.10.2022

Á 1. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 30. september 2022 var eftirfarandi bókað:
"Lagðar fram tilnefningar í fjallskilanefndir Dalvíkurbyggðar fyrir tímabilið 2022-2026. Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir tilnefningar í fjallskilanefndir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem gerði grein fyrir að ofangreind tillaga um tilnefningar í fjallskilanefndir er að skipun þeirra verði óbreytt frá síðasta kjörtímabili:
Dalvíkurdeild:
Sigurbjörg Einarsdóttir
Zophonías Jónmundsson
Svarfdæladeild:
Árni Sigurður Þórarinsson
Atli Friðbjörnsson
Friðrik Arnarson
Árskógsdeild:
Jónas Þór Leifsson
Snorri Snorrason
Gitta Unn Ármannsdóttir

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfis- og dreifbýlisráðs um skipun fjallskilanefnda 2022-2026.