Á 7. fundi skipulagsráðs þann 8. febrúar 2023 var eftirfarandi bókað:
"Í tölvupósti dags. 24.06.2022 óskar Hulda Soffía Jónasdóttir fyrir hönd Umhverfisstofnunar eftir umsögn sveitarfélagsins um það hvort sveitarfélagið telji að áætluð starfsemi Laxóss við Öldugötu 31 samræmist gildandi aðalskipulagi sveitarfélags hvað varðar landnotkun og byggðaþróun og/eða hvort setja þurfi sér ákvæði í aðalskipulag vegna fyrirhugaðrar starfsemi og tengdra framkvæmda. Einnig óskar UST eftir upplýsingum um hvort sveitarfélagið telji að áformaðar breytingar á deiliskipulagi geti fallið undir óverulegar breytingar sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eða hvort hún falli undir 1. mgr. 43. gr. Niðurstaða:Fyrirhuguð seiðaeldisstöð Laxóss verður í samræmi við áherslu sveitarfélagsins „á fjölbreytt og öflugt atvinnulíf sem byggist m.a. á mannauði, gæðum lands og sjávar, aðdráttarafli náttúrufegurðar og menningarlífs. Stuðlað verði að nýsköpun sem m.a. byggist á hugviti og hátækni í sjávarútvegi og fullvinnslu sjávarafurða, landbúnaði, iðnaði, ferðaþjónustu og öðrum þjónustugreinum“ (kafli 3.2. í AS-Dal.). Starfsemin verður í samræmi skilmála og ákvæði Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2008-2020 um athafnasvæði. Skipulagsráð telur ekki tilefni til þess að setja sérstaka skilmála um seiðaeldisstöð í aðalskipulag eða sérákvæði um niðurgrafnar lagnir. Breyting á deiliskipulagi á við byggingarmagn sem rúmast innan óbreytts byggingarreits og gildandi ákvæða um hámarkshæð bygginga. Skipulagsráð telur því að um óverulega breytingu að ræða og hún ekki líkleg til að hafa neikvæð áhrif á umhverfi eða nágranna. Skipulagsráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum."
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.