Málsnúmer 202209042Vakta málsnúmer
Á 7. fundi skipulagsráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 16. júní 2022 frá Laxós ehf. lóðarhafa athafnalóðar nr. 31 við Öldugötu Árskógssandi. Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi athafna-, verslunar-, þjónustu- og íbúðarsvæðis á Árskógssandi, sem samþykkt var 18.11.2016 þannig að nýtingarhlutfall lóðarinnar verði hækkað úr 0,3 í 0,41 miðað við einnar hæðar byggingu og úr 0,4 í 0,5 miðað við tveggja hæða byggingu. Í frumdrögum að byggingu seiðaeldisstöðvar á lóðinni er miðað við að heildarflatarmál stöðvarinnar verði um 4.500 m². Flatarmál lóðarinnar er 11.719 m². Í gildandi deiliskipulagi er hámarksnýtingarhlutfall lóðarinnar 0,3 fyrir einnar hæðar byggingu, (allt að 3.615 m²) og 0,4 (allt að 4.687 m²) fyrir byggingu á tveimur hæðum. Hvorki er óskað eftir breytingu á byggingarreit né öðrum skipulagsákvæðum innan lóðarinnar af hálfu lóðarhafa. Niðurstaða:Breyting á deiliskipulagi á við byggingarmagn sem rúmast innan óbreytts byggingarreits og gildandi ákvæða um hámarkshæð bygginga. Hún telst því óveruleg og ekki líkleg til að hafa neikvæð áhrif á umhverfi eða nágranna. Skipulagsráð heimilar að gerð verði óveruleg deiliskipulagsbreyting og leggur til við sveitarstjórn að hún verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu skal grenndarkynnt fyrir eftirfarandi lóðarhöfum: Öldugötu 25, 27 og 29, Öldugötu 12-16, 18, 22. Ægisgötu 13, 15, 17, 19, 19a, 21 og 23. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Fundargerðin lögð fram til kynningar.