Á 8. fundi skipulagsráðs þann 8. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Á 356. fundi sveitarstjórnar var samþykkt bókun Skipulagsráðs þann 8. febrúar um að vinna að deiliskipulagi fyrir tvö parhús á reit ÍB 313 við Svarfaðarbraut. Sveitarstjórn felur framkvæmdasviði að láta fullvinna gögn er varða deiliskipulagstillögu og breytingu á aðalskipulagi þar af lútandi til að leggja fyrir næsta fund Skipulagsráðs.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til að sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykki óverulega orðalagsbreytingu á skipulagsákvæðum fyrir íbúðarsvæði 313-Íb í töflu í kafla 4.3. í greinargerð Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þannig að í stað „Þrjú einbýlishús eða fjögurra íbúða raðhús“ komi „Þrjár til fjórar íbúðir í einbýlis-, rað- eða parhúsum.“ Breytingin er óveruleg og er framkvæmdasviði falið að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar og staðfestingar. Tillaga að nýju deiliskipulagi verður kynnt íbúum á íbúafundi áður en hún verður auglýst samkvæmt bókun 355. fundi sveitarstjórnar. Samþykkt með fjórum atkvæðum, Þorsteinn Ingi Ragnarsson situr hjá."
Einnig leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagi íbúðarreits ÍB 313 við Svarfaðarbraut verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Viðfangsefni tillögunnar er skilgreining á tveimur parhúsalóðum á einni hæð.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Þorsteinn Ingi Ragnarsson situr hjá.