Skipulagsráð

11. fundur 23. júní 2023 kl. 14:00 - 15:55 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Einnig sat fundinn Ágúst Hafsteinson frá Form ráðgjöf ehf.

1.Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna malartöku í landi Grundar, Svarfaðardal 2023

Málsnúmer 202305021Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 5. maí 2023 óskar Friðrik Þórarinsson eftir framkvæmdarleyfi fyrir efnistöku úr Svarfaðardalsá í landi Grundar. Meðfylgjaldi er umsögn Fiskistofu og veiðifélags Svarfaðardalsár.
Óskað er eftir heimild til 5 ára að taka í heild 20.000 m3 af möl (um 4000 m3 á ári) úr þremur áreyrum á þremur samliggjandi stöðum í Svarfaðardalsá í landi Grundar. Ekkert efnistökusvæði er skilgreint á umræddu svæði í landi Grundar í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Skipulagsráð leggur til að unnin verði skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi og hún kynnt sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar verði gerð grein fyrir fyrirhugaðri efnisnámu við Svarfaðardalsá, forsendum tillögunnar, áætluðu efnismagni, frágangi og líklegum áhrifum. Í framhaldi af því verði lögð fram, kynnt og auglýst tillaga að aðalskipulagsbreytingu sbr. 1. mgr. 36. gr.laganna.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

2.Umsókn um lóð - Öldugata 33, Árskógssandi

Málsnúmer 202306009Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 8. maí 2023, óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxós ehf. eftir iðnaðarlóð við Öldugötu 33 á Árskógssandi.
Skipulagsráð samþykkir lóðarumsóknina að Öldugötu 33 á Árskógssandi og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

3.Umsókn um lóð - Öldugata 35, Árskógssandi

Málsnúmer 202306010Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 8. maí 2023, óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxós ehf. eftir iðnaðarlóð við Öldugötu 35 á Árskógssandi.
Skipulagsráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum lóðarumsóknina að Öldugötu 35 á Árskógssandi og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni.

4.Ósk um leyfi fyrir fánastöng og hvalasporð

Málsnúmer 202306039Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 6.júní 2023 frá Norðursiglingu hf. þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp fánastöng og hvalasporð hjá gatnamótum Ólafsfjarðarvegar og Árskógssandsvegar.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara á samþykki Vegagerðarinnar. Skipulagsráð áréttar að þessi framkvæmd er byggingarleyfisskyld og vísar erindinu til byggingafulltrúa. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

5.Selárlandið til uppbyggingar

Málsnúmer 202306065Vakta málsnúmer

Á 10.fundi Umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 20.júní sl. var tekið fyrir erindi frá Elvari Reykjalín dagsett 6. júní 2023 þar sem hann óskar eftir leigu á landbúnaðarlandi sunnan gamla Hauganessvegarins (merkt 2 á loftmynd).
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að ganga frá leigusamningi við Ektaböð ehf. um leigu á umræddu landbúnaðarlandi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Með fundarboði Skipulagsráðs fylgir umsókn frá Elvari Reykjalín f.h. Ektabaða ehf. þar sem hann sækir um lóð fyrir smáhúsabyggð og bílastæði á ofangreindu landbúnaðarlandi ásamt stækkun lóðar nr. 235494 á Hauganesi.
Skipulagsráð leggur til við byggðaráð að hafna erindinu og bendir á að umrætt svæði er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

6.Þéttingarreitir innan Dalvíkur, kynning frá 2019

Málsnúmer 202306097Vakta málsnúmer

Í apríl árið 2019 var haldinn íbúafundur þar sem kynntar voru hugmyndir Árna Ólafssonar arkitekts hjá Teikna um þéttingu byggðar við þegar tilbúnar götur á Dalvík. Vinna við deiliskipulagsgerð fyrir íbúðarbyggðir ofan Böggvisbrautar, á Árskógssandi og suðurbæ Dalvíkur er að hefjast, en fyrirséð er að framboð á íbúðarlóðum fer minnkandi.
Skipulagsráð leggur til við byggðaráð að framkvæmdasvið kanni hvernig heppilegast sé að vinna áfram út frá framlagðri þéttingartillögu.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

7.Umsókn um lóð - Hringtún 23

Málsnúmer 202306072Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 18. júní 2023, óskar Leó verktaki ehf. eftir íbúðarlóð við Hringtún 23 á Dalvík.
Skipulagsráð samþykkir lóðarumsóknina að Hringtúni 23 og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

8.Deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram tillögur Ágústar Hafsteinssonar arkitekts hjá Form ráðgjöf að nýju deiliskipulagi miðsvæðis Dalvíkur. Tillögurnar voru unnar á grundvelli minnisblaðs frá skipulagsráði dags. 13. febrúar 2023.


Skipulagsráð leggur til við byggðaráð að vinnslutillaga verði lögð fyrir á september fundi ráðsins sem í framhaldi yrði kynnt á íbúafundi. Skipulagsráð leggur til nafnabreytingu á verkefninu og hér eftir heiti það deiliskipulag miðsvæðis Dalvíkur.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

9.Nýtt deiliskipulag við Svarfaðarbraut

Málsnúmer 202302015Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi fyrir Svarfaðarbraut á Dalvík.
Umsagnar- og athugasemdafrestur var frá 29. mars 2023 til og með 9. maí 2023. Ein athugasemd barst frá RARIK á auglýsingartíma vegna háspennustrengs sem liggur nyrst á skipulagssvæðinu. Sett verður kvöð um háspennustreng í línustæðinu.
Skipulagsráð leggur til við byggðaráð að tillagan verði samþykkt og sveitarstjóra falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 42. gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

10.Afgreiðslufundir byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar

11.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Á 1076. fundi byggðarráðs Dalvíkurbyggðar þann 4. maí 2023 var því beint til fagráða að taka vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 til umfjöllunar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:55.

Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri