Á 20.fundi skipulagsráðs þann 8.maí sl. var eftirfarandi bókað:
Kynningu á skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnisnám í landi Grundar í Svarfaðardal lauk þann 20.mars sl.
Ein athugasemd barst. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Fiskistofu, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Skipulagsstofnun og Veiðifélagi Svarfaðardalsár.
Anna Kristín Guðmundsdóttir D-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að halda áfram vinnu við gerð aðalskipulagsbreytingar og leggja fram tillögu á vinnslustigi á næsta fundi.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.