Skipulagsráð

20. fundur 08. maí 2024 kl. 14:00 - 16:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Kristín Guðmundsdóttir Formaður
Dagskrá

1.Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Gunnar Ágústsson og Íris Steinsdóttir hjá Yrki arkitektum fóru yfir stöðu vinnu fyrir nýtt aðalskipulag Dalvíkurbyggðar.
Gunnar og Íris sátu fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

2.Íbúðahverfi sunnan Dalvíkur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Steinþór Traustason, Arna Dögg Anardóttir og Bjarki Þórir Valberg hjá Cowi verkfræðistofu kynntu stöðu skipulagsvinnu í tengslum við nýtt deiliskipulag fyrir suðursvæði Dalvíkur.
Steinþór, Arna og Bjarki sátu fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

3.Grund Svarfaðardal - breyting á aðalskipulagi vegna áforma um efnisnám

Málsnúmer 202305021Vakta málsnúmer

Kynningu á skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um efnisnám í landi Grundar í Svarfaðardal lauk þann 20.mars sl.
Ein athugasemd barst. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Fiskistofu, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Skipulagsstofnun og Veiðifélagi Svarfaðardalsár.

Anna Kristín Guðmundsdóttir D-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að halda áfram vinnu við gerð aðalskipulagsbreytingar og leggja fram tillögu á vinnslustigi á næsta fundi.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

4.Miðsvæði Dalvíkur - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202401062Vakta málsnúmer

Kynningu á tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á íbúðarsvæðum ÍB-302 og ÍB-303 lauk þann 2.maí sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Rarik, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Mílu.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að tillagan verði auglýst skv. 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010 með breytingum til samræmis við umsögn Vegagerðarinnar. Umræddar breytingar felast í því að fallið er frá stækkun íbúðarsvæðis ÍB-303 til austurs meðfram Ólafsfjarðarvegi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg

Málsnúmer 202404098Vakta málsnúmer

Kynningu á vinnslutillögu fyrir breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg vegna áforma um byggingu íbúða fyrir íbúa í aldurshópnum 60 ára og eldri lauk þann 2.maí sl.
Engar athugasemdir bárust.
Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Rarik, Mílu, Vegagerðinni og Veitum Dalvíkurbyggðar.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi með þeirri breytingu að heimilt verði að reisa allt að þriggja hæða byggingu á lóð Dalbæjar og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Skógarhólar 29 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202306096Vakta málsnúmer

Í kjölfar fundar með íbúum Skógarhóla 29 varðandi beiðni þeirra um að lóðin verði minnkuð og gata innan lóðar verði þar með í umsjá sveitarfélags leggur framkvæmdasvið til að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við ofangreint ásamt því að bætt verði við lóð og byggingarreit fyrir 3-4 íbúða raðhús á einni hæð á opnu svæði norðan við lóð Skógarhóla 29 og leiksvæði fært til norðurs.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við ofangreint.
Er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44.gr. laganna.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Skógarhólum 1, 3, 5, 7, 9, 11 og 23 og Böggvisbraut 16, 18 og 20.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Ytra Holt - fyrirspurn um breytta notkun húsnæðis

Málsnúmer 202404105Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16.apríl 2024 þar sem Vífill Björnsson leggur fram fyrirspurn um breytta notkun húsnæðis á lóð L188976 við Svarfaðardalsveg.
Samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið er núverandi húsnæði skilgreint sem kjúklingabú en fyrirhugað er að breyta því í geymslu- og lagerhúsnæði og fjölga eignarhlutum úr einum í fjórtán.
Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi landbúnaðarsvæðis í landi Ytra Holts til samræmis við erindið.
Er breytingin óveruleg skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44.gr. laganna.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Holtsgötu 22 og Hestamannafélaginu Hring.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Svarfaðarbraut 28 - umsókn um breytingu á bílgeymslu

Málsnúmer 202404122Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. apríl 2024 þar sem Sveinn Valdimar Ríkarðsson sækir um leyfi til breytingar á bílgeymslu á lóð nr. 28 við Svarfaðarbraut.
Umrædd breyting felst í því að setja lágt risþak á núverandi bílgeymslu. Hækkun á þakhæð er um 0,5 m í hæsta punkti.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að áformin verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Svarfaðarbraut 26 og Sunnubraut 7 og 9.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Hamar lóð 8 - umsókn um framkvæmdafrest

Málsnúmer 202205007Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29.apríl 2024 þar sem Cristof Wenker sækir um frest til framkvæmda á frístundalóð nr. 8 í landi Hamars.
Lóðinni var úthlutað þann 5.maí 2022.
Skipulagsráð samþykkir að veita framlengdan frest til framkvæmda til 1.ágúst 2024.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Fundargerðir byggingarfulltrúa 2024

Málsnúmer 202401086Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 69. fundar dags. 18. apríl 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Kristín Guðmundsdóttir Formaður