Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Málsnúmer 202302116

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 8. fundur - 08.03.2023

Skipulagsráð óskar eftir stöðu á útboðsmálum Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsráð - 10. fundur - 10.05.2023

Til umræðu og afgreiðslu tilboð í endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2025-2045, en tilboðsfrestur rann út föstudaginn 5. maí 2023. Fjögur tilboð bárust.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tilboði Yrki arkitekta sem var lægstbjóðandi verði tekið.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 359. fundur - 06.06.2023

"Á 10.fundi skipulagsráðs var eftirfarandi bókað: Til umræðu og afgreiðslu tilboð í endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2025-2045, en tilboðsfrestur rann út föstudaginn 5. maí 2023. Fjögur tilboð bárust. Niðurstaða: Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tilboði Yrki arkitekta sem var lægstbjóðandi verði tekið. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs að taka tilboði Yrki arkitekta sem áttu lægsta tilboðið í vinnu við nýtt Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045.

Byggðaráð - 1083. fundur - 12.10.2023

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs frá Yrki Arkitektum ehf. Gunnar Ágústsson, skipulagsfræðingur, í gegnum TEAMS kl. 13:15.

Á 359. fundi sveitarstjórnar þann 6. júní sl. var samþykkt tillaga skipulagsráðs um að taka tilboði Yrki arkitekta sem áttu lægsta tilboðið í vinnu við nýtt Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045.

Farið var yfir ferlið vegna vinnu við aðalskipulagið og næstu skref. Einnig hverjar væntingarnar eru hjá sveitarfélaginu.

Gunnar vék af fund i kl. 14:02.


Byggðaráð þakkar Gunnari fyrir kynninguna.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1095. fundur - 08.02.2024

Á 1083. fundi byggðaráðs þann 12. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs frá Yrki Arkitektum ehf. Gunnar Ágústsson, skipulagsfræðingur, í gegnum TEAMS kl. 13:15. Á 359. fundi sveitarstjórnar þann 6. júní sl. var samþykkt tillaga skipulagsráðs um að taka tilboði Yrki arkitekta sem áttu lægsta tilboðið í vinnu við nýtt Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045. Farið var yfir ferlið vegna vinnu við aðalskipulagið og næstu skref. Einnig hverjar væntingarnar eru hjá sveitarfélaginu. Gunnar vék af fund i kl. 14:02. Niðurstaða:Byggðaráð þakkar Gunnari fyrir kynninguna. Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi á milli Yrki arkitektar ehf. og Dalvíkurbyggðar um ráðgjafaþjónustu vegna vinnu við gerð aðalskipulags fyrir Dalvíkurbyggð, sbr. tilboð.

María vék af fundi kl. 14:36.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 366. fundur - 20.02.2024

Á 1095. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1083. fundi byggðaráðs þann 12. október sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs frá Yrki Arkitektum ehf. Gunnar Ágústsson, skipulagsfræðingur, í gegnum TEAMS kl. 13:15. Á 359. fundi sveitarstjórnar þann 6. júní sl. var samþykkt tillaga skipulagsráðs um að taka tilboði Yrki arkitekta sem áttu lægsta tilboðið í vinnu við nýtt Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045. Farið var yfir ferlið vegna vinnu við aðalskipulagið og næstu skref. Einnig hverjar væntingarnar eru hjá sveitarfélaginu. Gunnar vék af fund i kl. 14:02. Niðurstaða:Byggðaráð þakkar Gunnari fyrir kynninguna. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi á milli Yrki arkitektar ehf. og Dalvíkurbyggðar um ráðgjafaþjónustu vegna vinnu við gerð aðalskipulags fyrir Dalvíkurbyggð, sbr. tilboð. María vék af fundi kl. 14:36. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og Yrki Arkitekta ehf. um ráðgjafaþjónustu vegna vinnu við gerð aðalskipulags Dalvíkurbyggðar skv. tilboði.

Skipulagsráð - 20. fundur - 08.05.2024

Gunnar Ágústsson og Íris Steinsdóttir hjá Yrki arkitektum fóru yfir stöðu vinnu fyrir nýtt aðalskipulag Dalvíkurbyggðar.
Gunnar og Íris sátu fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Skipulagsráð - 21. fundur - 04.06.2024

Lögð fram til umræðu samráðsáætlun fyrir gerð Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2025-2045.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1111. fundur - 13.06.2024

Sveitarstjóri kom inn á fundin að nýju kl. 14:50.

Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram til umræðu samráðsáætlun fyrir gerð Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2025-2045. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."


Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðfangsefni við endurskoðun aðalskipulags. Óskað er eftir tillögum ef ráð og nefndir vilja koma sérstökum málum að skipulagsvinnunni.

Byggðaráð fagnar að þessi vinna er komin af stað og horfir vongott til komandi vetrar að vinna að þessum málum með skipulagsráðgjöfum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 22. fundur - 09.08.2024

Viðfangsefni við endurskoðun aðalskipulags lögð fram til kynningar og umræðu. Óskað er eftir tillögum ef ráð og nefndir vilja koma sérstökum málum að skipulagsvinnunni.
Umhverfis- og dreifbýlisráð vill leggja áherslu á eftirfarandi í aðalskipulagsvinnunni:
Efnistökusvæði
Efnislosunarsvæði
Skriðuföll og náttúruvá

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 137. fundur - 04.09.2024

Viðfangsefni við endurskoðun aðalskipulags lagt fram til kynningar og umræðu. Óskað er eftir tillögum ef ráð og nefndir vilja koma sérstökum málum að skipulagsvinnunni. Fylgiskjöl eru í möppunni "Fundagögn" undir málinu.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 280. fundur - 10.09.2024

Viðfangsefni við endurskoðun aðalskipulags lagt fram til kynningar og umræðu. Óskað er eftir tillögum ef ráð og nefndir vilja koma sérstökum málum að skipulagsvinnunni.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 296. fundur - 11.09.2024

Viðfangsefni við endurskoðun aðalskipulags lagt fram til kynningar og umræðu. Óskað er eftir tillögum ef ráð og nefndir vilja koma sérstökum málum að skipulagsvinnunni. Fylgiskjöl eru í möppunni "Fundagögn" undir málinu.
Lagt fram til kynningar

Skipulagsráð - 24. fundur - 11.09.2024

Gunnar Ágústsson hjá Yrki arkitektum kynnti drög að skipulagslýsingu fyrir Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045.
Gunnar sat fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 371. fundur - 17.09.2024

Á 24. fundi skipulagsráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Gunnar Ágústsson hjá Yrki arkitektum kynnti drög að skipulagslýsingu fyrir Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045. Gunnar sat fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og framlagða skipulagslýsingu fyrir Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045 og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ungmennaráð - 43. fundur - 19.09.2024

Viðfangsefni við endurskoðun aðalskipulags lagt fram til kynningar og umræðu. Óskað er eftir tillögum ef ráð og nefndir vilja koma sérstökum málum að skipulagsvinnunni. Fylgiskjöl eru í möppunni "Fundagögn" undir málinu.
Lagt fram til kynningar

Íþrótta- og æskulýðsráð - 164. fundur - 24.09.2024

Viðfangsefni við endurskoðun aðalskipulags lagt fram til kynningar og umræðu. Óskað er eftir tillögum ef ráð og nefndir vilja koma sérstökum málum að skipulagsvinnunni. Fylgiskjöl eru í möppunni "Fundagögn" undir málinu.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsráð - 28. fundur - 13.11.2024

Kynningu á lýsingu fyrir Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045 lauk þann 11.nóvember sl.
Umsagnir bárust frá Isavia, Hafrannsóknarstofnun, Norðurorku, Mílu, Rarik, Fiskistofu, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Landsneti, Veðurstofu Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Ferðafélagi Svarfdæla, Sundfélaginu Rán, Veiðifélagi Svarfaðardalsár og veitum Dalvíkurbyggðar.
Hörgársveit hefur óskað eftir fresti til 14.nóvember nk. til að skila inn umsögn.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu í samvinnu við skipulagsráðgjafa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 29. fundur - 11.12.2024

Gunnar Ágústsson hjá Yrki arkitektum ehf. fór yfir leiðarljós og næstu skref í vinnu við nýtt Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045.
Gunnar sat fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu í samvinnu við skipulagshönnuð.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Skipulagsráð - 30. fundur - 15.01.2025

Lögð fram til umræðu tillaga um að stofnaður verði þverfaglegur vinnuhópur um Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045 sem skipaður verði fulltrúum úr fagráðum sveitarfélagsins.
Skipulagsráð leggur til að stofnaður verði vinnuhópur um gerð nýs aðalskipulags, skipaður einum fulltrúa úr hverju fagráði sveitarfélagsins.
Skipulagsráð óskar eftir tilnefningum fagráða um fulltrúa í vinnuhópinn fyrir næsta fund skipulagsráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.

Sveitarstjórn - 376. fundur - 21.01.2025

Á 30. fundi skipulagsráðs þann 15. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram til umræðu tillaga um að stofnaður verði þverfaglegur vinnuhópur um Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025- 2045 sem skipaður verði fulltrúum úr fagráðum sveitarfélagsins.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til að stofnaður verði vinnuhópur um gerð nýs aðalskipulags, skipaður einum fulltrúa úr hverju fagráði sveitarfélagsins.
Skipulagsráð óskar eftir tilnefningum fagráða um fulltrúa í vinnuhópinn fyrir næsta fund skipulagsráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til samþykktar."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar afgreiðslu hvað varðar erindisbréf og skipun fulltrúa í vinnuhópinn.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Byggðaráð - 1138. fundur - 30.01.2025

Á 376. fundi sveitarstjórnar þann 21. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 30. fundi skipulagsráðs þann 15. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
Lögð fram til umræðu tillaga um að stofnaður verði þverfaglegur vinnuhópur um Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025- 2045 sem skipaður verði fulltrúum úr fagráðum sveitarfélagsins.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til að stofnaður verði vinnuhópur um gerð nýs aðalskipulags, skipaður einum fulltrúa úr hverju fagráði sveitarfélagsins.
Skipulagsráð óskar eftir tilnefningum fagráða um fulltrúa í vinnuhópinn fyrir næsta fund skipulagsráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.
Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar afgreiðslu hvað varðar erindisbréf og skipun fulltrúa í vinnuhópinn.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að K-listi tilefni 3 fulltrúa þar af er formaður skipulagsráð, D- listi 2 fulltrúa og B-listi 2 fulltrúa fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
Skipulagsfulltrúa er falið að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.
Kjörnir fulltrúar í vinnuhópnum fái greitt fyrir fundarsetu.

Sveitarstjórn - 377. fundur - 18.02.2025

Á 1138.fundi byggðaráðs þann 30.janúar sl. var eftirfarandi bókað:
Á 376. fundi sveitarstjórnar þann 21. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 30. fundi skipulagsráðs þann 15. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
Lögð fram til umræðu tillaga um að stofnaður verði þverfaglegur vinnuhópur um Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025- 2045 sem skipaður verði fulltrúum úr fagráðum sveitarfélagsins.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til að stofnaður verði vinnuhópur um gerð nýs aðalskipulags, skipaður einum fulltrúa úr hverju fagráði sveitarfélagsins.
Skipulagsráð óskar eftir tilnefningum fagráða um fulltrúa í vinnuhópinn fyrir næsta fund skipulagsráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.
Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar afgreiðslu hvað varðar erindisbréf og skipun fulltrúa í vinnuhópinn.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að K-listi tilefni 3 fulltrúa þar af er formaður skipulagsráð, D- listi 2 fulltrúa og B-listi 2 fulltrúa fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
Skipulagsfulltrúa er falið að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.
Kjörnir fulltrúar í vinnuhópnum fái greitt fyrir fundarsetu.

Fyrir fundinum liggur:
a) Skipan í vinnuhóp um gerð nýs aðalskipulags Dalvíkurbyggðar.
b) Drög að erindisbréfi vinnuhópsins.
Til máls tóku:
Monika Margrét Stefánsdóttir

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum skipan vinnuhóps um gerð nýs aðalskipulags verði eftirfarandi: Katrín Sif Ingvarsdóttir, Gunnar Kristinn Guðmundsson og Emil Júlíus Einarsson frá K-lista, Benedikt Snær Magnússon og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir frá D-lista og Þorsteinn Ingi Ragnarsson og Eiður Smári Árnason frá B-lista.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að erindisbréfi vinnuhópsins.