Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Málsnúmer 202302116

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 8. fundur - 08.03.2023

Skipulagsráð óskar eftir stöðu á útboðsmálum Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsráð - 10. fundur - 10.05.2023

Til umræðu og afgreiðslu tilboð í endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2025-2045, en tilboðsfrestur rann út föstudaginn 5. maí 2023. Fjögur tilboð bárust.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tilboði Yrki arkitekta sem var lægstbjóðandi verði tekið.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 359. fundur - 06.06.2023

"Á 10.fundi skipulagsráðs var eftirfarandi bókað: Til umræðu og afgreiðslu tilboð í endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2025-2045, en tilboðsfrestur rann út föstudaginn 5. maí 2023. Fjögur tilboð bárust. Niðurstaða: Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tilboði Yrki arkitekta sem var lægstbjóðandi verði tekið. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs að taka tilboði Yrki arkitekta sem áttu lægsta tilboðið í vinnu við nýtt Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045.

Byggðaráð - 1083. fundur - 12.10.2023

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs frá Yrki Arkitektum ehf. Gunnar Ágústsson, skipulagsfræðingur, í gegnum TEAMS kl. 13:15.

Á 359. fundi sveitarstjórnar þann 6. júní sl. var samþykkt tillaga skipulagsráðs um að taka tilboði Yrki arkitekta sem áttu lægsta tilboðið í vinnu við nýtt Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045.

Farið var yfir ferlið vegna vinnu við aðalskipulagið og næstu skref. Einnig hverjar væntingarnar eru hjá sveitarfélaginu.

Gunnar vék af fund i kl. 14:02.


Byggðaráð þakkar Gunnari fyrir kynninguna.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1095. fundur - 08.02.2024

Á 1083. fundi byggðaráðs þann 12. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs frá Yrki Arkitektum ehf. Gunnar Ágústsson, skipulagsfræðingur, í gegnum TEAMS kl. 13:15. Á 359. fundi sveitarstjórnar þann 6. júní sl. var samþykkt tillaga skipulagsráðs um að taka tilboði Yrki arkitekta sem áttu lægsta tilboðið í vinnu við nýtt Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045. Farið var yfir ferlið vegna vinnu við aðalskipulagið og næstu skref. Einnig hverjar væntingarnar eru hjá sveitarfélaginu. Gunnar vék af fund i kl. 14:02. Niðurstaða:Byggðaráð þakkar Gunnari fyrir kynninguna. Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi á milli Yrki arkitektar ehf. og Dalvíkurbyggðar um ráðgjafaþjónustu vegna vinnu við gerð aðalskipulags fyrir Dalvíkurbyggð, sbr. tilboð.

María vék af fundi kl. 14:36.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 366. fundur - 20.02.2024

Á 1095. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1083. fundi byggðaráðs þann 12. október sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs frá Yrki Arkitektum ehf. Gunnar Ágústsson, skipulagsfræðingur, í gegnum TEAMS kl. 13:15. Á 359. fundi sveitarstjórnar þann 6. júní sl. var samþykkt tillaga skipulagsráðs um að taka tilboði Yrki arkitekta sem áttu lægsta tilboðið í vinnu við nýtt Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045. Farið var yfir ferlið vegna vinnu við aðalskipulagið og næstu skref. Einnig hverjar væntingarnar eru hjá sveitarfélaginu. Gunnar vék af fund i kl. 14:02. Niðurstaða:Byggðaráð þakkar Gunnari fyrir kynninguna. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi á milli Yrki arkitektar ehf. og Dalvíkurbyggðar um ráðgjafaþjónustu vegna vinnu við gerð aðalskipulags fyrir Dalvíkurbyggð, sbr. tilboð. María vék af fundi kl. 14:36. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og Yrki Arkitekta ehf. um ráðgjafaþjónustu vegna vinnu við gerð aðalskipulags Dalvíkurbyggðar skv. tilboði.

Skipulagsráð - 20. fundur - 08.05.2024

Gunnar Ágústsson og Íris Steinsdóttir hjá Yrki arkitektum fóru yfir stöðu vinnu fyrir nýtt aðalskipulag Dalvíkurbyggðar.
Gunnar og Íris sátu fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Skipulagsráð - 21. fundur - 04.06.2024

Lögð fram til umræðu samráðsáætlun fyrir gerð Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2025-2045.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1111. fundur - 13.06.2024

Sveitarstjóri kom inn á fundin að nýju kl. 14:50.

Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram til umræðu samráðsáætlun fyrir gerð Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2025-2045. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."


Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðfangsefni við endurskoðun aðalskipulags. Óskað er eftir tillögum ef ráð og nefndir vilja koma sérstökum málum að skipulagsvinnunni.

Byggðaráð fagnar að þessi vinna er komin af stað og horfir vongott til komandi vetrar að vinna að þessum málum með skipulagsráðgjöfum.