Skipulagsráð

30. fundur 15. janúar 2025 kl. 14:00 - 15:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Í upphafi fundar bar formaður upp tillögu um að tveimur fundarliðum yrði bætt við áður útsenda dagskrá og var það samþykkt.
Umræddir fundarliðir eru nr. 11 og 12 í fundardagskrá.

1.Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu tillaga um að stofnaður verði þverfaglegur vinnuhópur um Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045 sem skipaður verði fulltrúum úr fagráðum sveitarfélagsins.
Skipulagsráð leggur til að stofnaður verði vinnuhópur um gerð nýs aðalskipulags, skipaður einum fulltrúa úr hverju fagráði sveitarfélagsins.
Skipulagsráð óskar eftir tilnefningum fagráða um fulltrúa í vinnuhópinn fyrir næsta fund skipulagsráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.

2.Árskógsvirkjun Þorvaldsdal - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202501016Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6.janúar 2025 þar sem Efla verkfræðistofa f.h. Arctic Hydro ehf. sækir um heimild til að gera breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir allt að 5 MW vatnsaflsvirkjun í Þorvaldsdalsá í Þorvaldsdal.
Meðfylgjandi er skipulagslýsing.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis erindið. Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða skipulagslýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Árskógsvirkjun Þorvaldsdal - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202501017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6.janúar 2025 þar sem Efla verkfræðistofa f.h. Arctic Hydro ehf. sækir um heimild til að vinna nýtt deiliskipulag fyrir allt að 5 MW vatnsaflsvirkjun í Þorvaldsdalsá í Þorvaldsdal.
Meðfylgjandi er skipulagslýsing.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að unnið verði nýtt deiliskipulag til samræmis erindið. Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða skipulagslýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu á lýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Þéttingarreitir innan Dalvíkur

Málsnúmer 202306097Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að lóðablöðum fyrir þéttingarreiti á eftirfarandi lóðum á Dalvík:

-Karlsbraut 4. Lóð fyrir einbýlishús á einni til tveimur hæðum.
-Karlsbraut 14. Lóð fyrir einbýlishús á einni til tveimur hæðum.
-Hjarðarslóð. Lóð fyrir fjögurra íbúða raðhús á einni hæð.
Anna Kristín Guðmundsdóttir D-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu tillögunnar og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna lóðablöð fyrir framangreindar lóðir skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lóðablöð fyrir Karlsbraut 4 og 14 skulu grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Karlsbraut 1-19 og 2-20.
Lóðablað fyrir raðhús við Hjarðarslóð skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Hjarðarslóð 1-3 og 2-6, Ásvegi 1-13, Svarfaðarbraut 4-16, Mímisvegi 20-34 og Böggvisbraut 3-11.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.

5.Aðalbraut 10 - umsókn um lóð

Málsnúmer 202409055Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu lóðablaðs lauk þann 17.desember 2024 og bárust engar athugasemdir.
Lóðarhafi hefur hinsvegar skilað lóðinni til Dalvíkurbyggðar og því liggur fyrir að ákveða hvort umrætt lóðablað skuli halda gildi sínu.
Skipulagsráð samþykkir að umrætt lóðablað verði uppfært með byggingarskilmála til samræmis við aðliggjandi íbúðabyggð.
Skipulagsfulltrúa er falið að auglýsa lóðina lausa til úthlutunar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Skógarhólar 12 - umsókn um lóð

Málsnúmer 202501026Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7.janúar 2025 þar sem Ragnar Eldon Haraldsson sækir um lóð nr. 12 við Skógarhóla.
Meðfylgjandi eru greinargerð um byggingaráform og yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið.
Skipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Stærri Árskógur - Umsókn um byggingarleyfi fyrir vélaskemmu

Málsnúmer 202501040Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8.janúar 2025 þar sem Guðmundur Geir Jónsson og Freydís Inga Bóasdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir 400 m2 vélaskemmu í landi Stærri-Árskógar.
Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Emil Júlíus Einarsson K-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Stærri-Árskógskirkju, Árskógi og Árskógarskóla, auk þess sem umsagnar Vegagerðarinnar skal leitað.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

8.Stórhólstjörn - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 202501042Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9.janúar 2025 þar sem Freyr Antonsson sækir um stöðuleyfi fyrir gám á stíg sem liggur að dæluhúsi við Stórhólstjörn.
Ætlunin er að nýta umræddan gám til geymslu á skautabúnaði fyrir almenning.
Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar afgreiðslu þess til byggingarfulltrúa.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að finna hentuga framtíðarstaðsetningu fyrir geymslu á skautabúnaði í samvinnu við hönnuð deiliskipulagsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Íslandsmeistaramót í snocrossi 2025

Málsnúmer 202501045Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9.janúar 2025 þar sem Freyr Antonsson f.h. Miðgarðs akstursíþróttafélags sækir um leyfi fyrir Íslandsmóti í snocrossi þann 22.mars 2025.
Jafnframt er sótt um leyfi til götulokana á hafnarsvæði dagana 21.-23.mars 2025.
Skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðs Dalvíkurbyggðar, hafnarstjóra og lóðarhafa á svæðinu auk leyfis lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Fundargerðir byggingarfulltrúa 2024

Málsnúmer 202401086Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 84. og 85.fundar dags. 10. og 23.desember 2024 með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Lagt fram til kynningar.

11.Hringtún 10 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202501051Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10.janúar 2025 þar sem Jökull Þorri Helgason sækir um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis fyrir lóð nr. 10 við Hringtún. Sótt er um breytingu á skilmálum deiliskipulagsins á þá leið að heimilt verði að reisa á lóðinni parhús á einni hæð í stað einbýlishúss á einni hæð áður. Jafnframt er sótt um stækkun byggingarreits um 1 m til norðurs.
Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Anna Kristín Guðmundsdóttir D-lista lýsti yfir vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hringtúni 2-8 og 1-9 og Hólavegi 19.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

Emil Júlíus Einarsson K-lista greiddi atkvæði gegn tillögunni.

12.Sjávarstígur 2 - áform um uppbyggingu seiðastöðvar

Málsnúmer 202411069Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Ocean Eco Farm ehf. varðandi áform um uppbyggingu seiðastöðvar á Hauganesi.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:50.

Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi