Hringtún 10 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202501051

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 30. fundur - 15.01.2025

Erindi dagsett 10.janúar 2025 þar sem Jökull Þorri Helgason sækir um breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis fyrir lóð nr. 10 við Hringtún. Sótt er um breytingu á skilmálum deiliskipulagsins á þá leið að heimilt verði að reisa á lóðinni parhús á einni hæð í stað einbýlishúss á einni hæð áður. Jafnframt er sótt um stækkun byggingarreits um 1 m til norðurs.
Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Anna Kristín Guðmundsdóttir D-lista lýsti yfir vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hringtúni 2-8 og 1-9 og Hólavegi 19.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

Emil Júlíus Einarsson K-lista greiddi atkvæði gegn tillögunni.

Skipulagsráð - 32. fundur - 12.03.2025

Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis vegna áforma um byggingu parhúss á lóð nr. 10 við Hringtún lauk þann 26.febrúar sl.
Ein athugasemd barst og er hún lögð fram ásamt drögum að svari við efni athugasemdar.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún samþykki framlögð drög að svörum við efni athugasemda.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.

Emil Júlíus Einarsson greiddi atkvæði gegn tillögunni.