Skipulagsráð

32. fundur 12. mars 2025 kl. 14:00 - 18:02 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Í upphafi bar formaður upp þá tillögu að fjórum dagskrárliðum verði bætt við áður útsent fundarboð og var það samþykkt.
Umræddir dagskrárliðir eru nr. 35, 36, 37 og 38 á fundardagskrá.

1.Selárland - breyting á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202503039Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6.mars 2025 þar sem Pála Minný Ríkharðsdóttir f.h. Ektabaða ehf. sækir um heimild til breytingar á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um uppbyggingu afþreyingar- og þjónustusvæðis við Hauganes.
Meðfylgjandi er skipulagslýsing, unnin af teiknistofunni NordicArch.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Selárland - nýtt deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu og frístundabyggð

Málsnúmer 202503040Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6.mars 2025 þar sem Pála Minný Ríkharðsdóttir f.h. Ektabaða ehf. sækir um heimild til breytingar á deiliskipulagi Hauganess og vinnslu nýs deiliskipulags fyrir ferðamanna- og þjónustusvæði við Hauganes.
Meðfylgjandi er skipulagslýsing, unnin af teiknistofunni NordicArch.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að hún verði kynnt skv. 1.-3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu lýsingar fyrir aðalskipulagsbreytingu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Árskógssandur - breyting á aðalskipulagi vegna nýrrar íbúðabyggðar

Málsnúmer 202402088Vakta málsnúmer

Á fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 18.febrúar sl. var samþykkt að kynna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem gert er ráð fyrir stækkun íbúðarsvæðis 706-ÍB á Árskógssandi.
Nú er lagt til að gerð verði sú breyting á tillögunni að íbúðarsvæði 706-ÍB verði útvíkkað til austurs þannig að það nái yfir lóðirnar Ártún, Árbrekku, Árbakka og Árgerði, sem í dag eru á svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði L1 í gildandi aðalskipulagi.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Árskógssandur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202303040Vakta málsnúmer

Á fundi sveitarstjórnar þann 17.desember sl. var samþykkt að kynna tillögu að deiliskipulagi fyrir nýtt íbúðarsvæði á Árskógssandi.
Nú er lagt til að gerð verði sú breyting á tillögunni að deiliskipulagssvæðið verði útvíkkað til austurs þannig að það nái yfir lóðirnar Ártún, Árbrekku, Árbakka og Árgerði, sem eru utan deiliskipulagssvæðis.
Skipulagsráð samþykkir að deiliskipulagssvæðið verði útvíkkað til samræmis við erindið. Er skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að skipulagstillögu á vinnslustigi í samvinnu við skipulagsráðgjafa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Árskógsvirkjun Þorvaldsdal - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202501016Vakta málsnúmer

Kynningu á skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um allt að 5 MW vatnsaflsvirkjun í Þorvaldsdalsá í Þorvaldsdal lauk þann 10.mars sl.
Engar athugasemdir bárust.
Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Mílu, Náttúrufræðistofnun Íslands, Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, veitum Dalvíkurbyggðar, Fiskistofu, Skipulagsstofnun og Vegagerðinni.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að tillögu á vinnslustigi í samræmi við innkomnar umsagnir og í samvinnu við skipulagsáðgjafa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Árskógsvirkjun Þorvaldsdal - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202501017Vakta málsnúmer

Kynningu á skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag fyrir allt að 5 MW vatnsaflsvirkjun í Þorvaldsdalsá í Þorvaldsdal lauk þann 10.mars sl.
Engar athugasemdir bárust.
Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Mílu, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Skipulagsstofnun og Vegagerðinni.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að tillögu á vinnslustigi í samræmi við innkomnar umsagnir og í samvinnu við skipulagsráðgjafa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Nýtt íbúðasvæði við Böggvisbraut - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202410032Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagslýsing, unnin af Teikna - Teiknistofu arkitekta, fyrir stækkun íbúðarsvæðis 202-ÍB fyrir uppbyggingu íbúðarsvæðis sunnan vegslóða frá Böggvisbraut að Böggvisdal, auk minniháttar stækkunar á íbúðarsvæði 202-ÍB til norðurs og vesturs.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Böggvisbraut - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202302121Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð við Böggvisbraut, unnin af teiknistofunni Landmótun.
Mörk deiliskipulagssvæðisins hafa verið útvíkkuð frá fyrri tillögu suður fyrir vegslóða frá Böggvisbraut að Böggvisdal.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að tillögunni í samvinnu við skipulagsráðgjafa, samhliða breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, en sú breyting er forsenda fyrir uppfærðri deiliskipulagstillögu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Miðsvæði Dalvíkur - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202401062Vakta málsnúmer

Auglýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar íbúðarsvæðis 302-ÍB við Dalbæ og Karlsrauðatorg lauk þann 10.mars sl.
Umsagnir bárust frá Rarik, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Vegagerðinni og veitum Dalvíkurbyggðar.
Ein athugasemd barst og eru hún lögð fram ásamt tillögu að svari við efni athugasemdar.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún samþykki framlögð svör við efni athugasemda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg

Málsnúmer 202404098Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðasvæðis við Kirkjuveg lauk þann 10.mars sl.
Umsagnir bárust frá slökkviliði Dalvíkurbyggðar, Rarik, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni.
Sex athugasemdir bárust og eru þær lagðar fram ásamt tillögu að svari við efni athugasemda.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

11.Laxós - breyting á aðalskipulagi vegna vatnsöflunar

Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer

Kynningu á skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um vatnstökusvæði á áreyrum Þorvaldsdalsár og vatnslagnar að lóð nr. 31 við Öldugötu á Árskógssandi lauk þann 10.mars sl.
Engar athugasemdir bárust.
Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Mílu, Rarik, Minjastofnun Íslands, Náttúruverndarstofnun, Landsneti, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Norðurorku, Vegagerðinni og Fiskistofu.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að tillögu á vinnslustigi í samræmi við innkomnar umsagnir og í samvinnu við skipulagsáðgjafa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Lóð undir nýja slökkvistöð

Málsnúmer 202503050Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga vinnuhóps um brunamál að staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar í Dalvíkurbyggð.
Tillagan gerir ráð fyrir staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar vestan Ólafsfjarðarvegar, á svæði sem nú er skilgreint sem a) íþróttasvæði og b) svæði fyrir verslun og þjónustu í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Skipulagsráð hafnar framlögðum tillögum að staðsetningu slökkvistöðvar.
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um aðra staðarvalskosti.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Deiliskipulag þjóðvegarins í gegnum Dalvík

Málsnúmer 202011010Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi þjóðvegar í gegnum Dalvík, unnin af Eflu verkfræðistofu.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 11.desember 2024.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að framlögð tillaga að deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

14.Hafnarsvæði Dalvík - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202409136Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar, unnin af Eflu verkfræðistofu, þar sem afmörkun deiliskipulagssvæðisins er breytt til aðlögunar að nýju deiliskipulagi fyrir þjóðveg í gegnum þéttbýli Dalvíkur.
Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

15.Hringtún 10 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202501051Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis vegna áforma um byggingu parhúss á lóð nr. 10 við Hringtún lauk þann 26.febrúar sl.
Ein athugasemd barst og er hún lögð fram ásamt drögum að svari við efni athugasemdar.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún samþykki framlögð drög að svörum við efni athugasemda.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.

Emil Júlíus Einarsson greiddi atkvæði gegn tillögunni.

16.Hamarkot 2 - umsókn um skiptingu frístundalóðar

Málsnúmer 202405085Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6.mars 2025 þar sem Jóhann Garðar Þorbjörnsson sækir um breytingu á deiliskipulagi frístundasvæðis í landi Hamars.
Breytingin felur í sér að lóðinni Hamarkoti 2 er skipt í tvær lóðir og á nýrri lóð er gert ráð fyrir byggingarreit ásamt aðkomuvegi.
Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hamars til samræmis við erindið með þeirri breytingu að gera skal ráð fyrir aðkomu að nýrri lóð frá núverandi götu úr suðri.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44.gr. skipulagslaga.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum frístundalóða nr. 1, 3, 4 og 6 í landi Hamars.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

17.Efnisnáma við Hálsá - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202502142Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Arnfríðar Friðriksdóttur, dagsett 28.febrúar 2023, um framkvæmdaleyfi fyrir efnisnámi allt að 49.000 m3 á 2,4 ha svæði við Hálsá í landi Háls.
Gera þurfti breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar til samræmis við áformin og er umrædd breyting nú í staðfestingarferli hjá Skipulagsstofnun.
Fyrir liggur heimild Fiskistofu fyrir framkvæmdinni.
Meðfylgjandi eru framkvæmdaáætlun og afstöðumynd.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar staðfesting Skipulagsstofnunar á aðalskipulagsbreytingu liggur fyrir og öll tilskilin gögn hafa borist varðandi útgáfu framkvæmdaleyfis.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

18.Þorvaldsdalur - umsókn um framkvæmdaleyfi til borunar rannsóknarborhola

Málsnúmer 202502081Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13.febrúar 2025 þar sem Norðurorka hf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir borun á rannsóknarborholum í Þorvaldsdal.
Fyrirhugað er að bora 10-15 borholur á tímabilinu 2025-2027.
Meðfylgjandi er afstöðumynd og greinargerð.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

19.Sjávarstígur 2 - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borholur fyrir jarðsjó

Málsnúmer 202503010Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27.febrúar 2025 þar sem Jón Örn Pálsson f.h. Ocean Eco Farm ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir borun þriggja borhola á lóð nr. 2 við Sjávarstíg á Hauganesi.
Meðfylgjandi er yfirlitsmynd.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

20.Ocean Eco Farm - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagnaleið

Málsnúmer 202503034Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5.mars 2025 þar sem Jón Örn Pálsson f.h. Ocean Eco Farm ehf. sækir um framkvæmdaleyfi til lagningar um 70 m lagnaleiðar á milli Sjávarstígs 2 og Hafnargötu 4 á Hauganesi.
Fyrirhugað er að leggja lagnir í jörðu fyrir rafmagn, borholusjó og hugsanlega framtíðarsjótöku.
Meðfylgjandi er greinargerð unnin af Eflu verkfræðistofu.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

21.Vegur að vatnstanki á Upsum - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202502099Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18.febrúar 2025 þar sem Halla Dögg Káradóttir f.h. vatnsveitu Dalvíkurbyggðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingar á vegi upp að vatnstanki í landi Upsa.
Framkvæmdin er í samræmi við deiliskipulag svæðisins.
Meðfylgjandi er framkvæmdalýsing og skýringarmynd.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

22.Gamli Hauganesvegur - umsókn um framkvæmdaleyfi til uppbyggingar

Málsnúmer 202503021Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4.mars 2025 þar sem Helga Íris Ingólfsdóttir f.h. eigna- og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu gamla Hauganessvegar.
Fyrirhuguð er uppbygging, breikkun og malbikun á núverandi vegi.

Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

23.Stígur að skógarreit við Bögg - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202503022Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4.mars 2025 þar sem Helga íris Ingólfsdóttir f.h. eigna- og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu útivistarstígs frá SV horni Skógarhóla að inngangi í skógarreitinn Bögg.
Fyrirhuguð eru jarðvegsskipti, jöfnun og drenun, auk þess sem áformað er að breikka stíginn í allt að 2 m breidd og setja upp lýsingu.

Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

24.Skíðabraut - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun götu að tjaldsvæði

Málsnúmer 202503024Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4.mars 2025 þar sem Helga Íris Ingólfsdóttir f.h. eigna- og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun götu sem liggur frá Skíðabraut að tjaldsvæði Dalvíkur. Fyrirhugað er að endurnýja yfirborð götu, gangstétt og götulýsingu.
Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir endurnýjun götu. Áform um tilfærslu á innkeyrslu á lóð Vegamóta skulu grenndarkynnt skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Skíðabraut 18 og forsvarsmönnum Dalvíkurskóla ásamt því að leita skal umsagnar Vegagerðarinnar.
Er skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist og niðurstaða grenndarkynningar liggur fyrir.
Skipulagsráð leggur til að umrædd gata frá Skíðabraut að tjaldsvæði fá heitið Skólavegur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

25.Skógarhólar - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og færslu leiksvæðis

Málsnúmer 202503020Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4.mars 2025 þar sem Helga Íris Ingólfsdóttir f.h. eigna- og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og færslu á leiksvæði við Skógarhóla.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

26.Lágin - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir endurbætur á útivistarsvæði

Málsnúmer 202503023Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4.mars 2025 þar sem Helga íris Ingólfsdóttir f.h. eigna- og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurbótum á útivistarsvæði í Láginni á Dalvík.
Fyrirhuguð er malbikun göngustíga, endurnýjun göngubrúar, breyting á innkomu á svæðið og uppsetning svæðislýsingar.
Meðfylgjandi er greinargerð.
Skipulagsráð samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir endurbótum á útivistarsvæði í Láginni þegar öll tilskilin gögn hafa borist. Framkvæmdagögn skulu uppfærð til samræmis við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kirkjuvegar sem nú er í vinnslu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

27.Skólalóð Dalvíkurskóla - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu hjólabrettarampa

Málsnúmer 202503025Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4.mars 2025 þar sem Helga íris Ingólfsdóttir f.h. eigna- og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu hjólabrettarampa á lóð Dalvíkurskóla.
Meðfylgjandi eru afstöðumynd og framkvæmdalýsing.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

28.Sjávarstígur 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 202502100Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18.febrúar 2025 þar sem Ocean Eco Farm ehf. sækir um lóð nr. 2 við Sjávarstíg á Hauganesi.
Skipulagsráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjanda með fyrirvara um að öll tilskilin gögn hafi borist.
Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

29.Hamar lóð 7 - umsókn um lóð

Málsnúmer 202503007Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27.febrúar 2025 þar sem Jóhannes Bjarmi Skarphéðinsson sækir um lóð nr. 7 í landi Hamars.
Lóðinni var áður úthlutað til umsækjanda árið 2022 en úthlutun féll úr gildi árið 2024.
Skipulagsráð hafnar erindinu og vísar til vinnu við endurskoðun deiliskipulags fyrir frístundasvæði í landi Hamars.
Samþykkt með þremur atkvæðum.

Freyr Antonsson og Gunnþór Sveinbjörnsson sitja hjá við afgreiðslu málsins.

30.Sandskeið - umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr

Málsnúmer 202503009Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20.febrúar 2025 þar sem Gunnþór Jónsson sækir um stöðuleyfi fyrir 60 m2 færanlegu húsi á milli lóða nr. 21 og 27 við Sandskeið.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulagsráð hafnar áformum um byggingu 60 m2 húss á umræddu svæði.
Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

31.Landsnet - Verk- og matslýsing vegna vinnu við gerð kerfisáætlunar 2025-2034

Málsnúmer 202502106Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Landsnets hf. dagsett 20.febrúar 2025 þar sem vakin er athygli á verk- og matslýsingu vegna vinnu við gerð kerfisáætlunar 2025-2034. Óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélaginu um stöðu aðalskipulags og fyrirhugaðað landnotkun sem getur haft áhrif á mótun kerfisáætlunar.
Matslýsingin er í kynningu til 7.mars nk. en óskað hefur verið eftir fresti til 19.mars til að skila inn umsögn af hálfu Dalvíkurbyggðar.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða verkefnis- og matslýsingu.
Skipulagsfulltrúa er falið að koma upplýsingum um stöðu aðalskipulags og landnotkun til Landsnets.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

32.Vinnuhópur um skólalóð Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202502144Vakta málsnúmer

Tilnefna þarf nýjan fulltrúa úr skipulagsráði í vinnuhóp um skólalóð Dalvíkurskóla þar sem núverandi fulltrúi ráðsins, Anna Kristín Guðmundsdóttir, situr ekki lengur í skipulagsráði.
Skipulagsráð leggur til að Katrín Sif Ingvarsdóttir verði tilnefnd sem fulltrúi skipulagsráðs í vinnuhóp um skólalóð Dalvíkurskóla.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

33.Áætlun eignamarka jarða á Norðurlandi

Málsnúmer 202502104Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar dagsett 20.febrúar 2025 þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða vinnu við afmörkun á eignamörkum jarða.
Lagt fram til kynningar.

34.Mánaðarlegar skýrslur 2025

Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla fyrir málaflokk 09 fyrir janúar - febrúar 2025 varðandi stöðu bókhalds í samanburði við heimildir.
Lagt fram til kynningar.

35.Dalvíkurhöfn - umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr

Málsnúmer 202503058Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10.mars 2025 þar sem Björgvin Páll Hauksson f.h. Dalvíkurhafna sækir um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr á hafnarsvæði á Dalvík.
Lagðar eru fram þrjár tillögur að staðsetningu skúrsins.
Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsráð samþykkir að veitt verði stöðuleyfi fyrir vinnuskúr við suðausturenda Sjávargötu með fyrirvara um samþykki lóðarhafa Sjávargötu 2 og vísar afgreiðslu stöðuleyfis til byggingarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

36.Stærri Árskógur - umsókn um byggingarleyfi fyrir vélaskemmu

Málsnúmer 202501040Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu á áformum um byggingu 400 m2 vélaskemmu í landi Stærri Árskógar lauk þann 28.febrúar sl.
Umsögn barst frá Vegagerðinni þar sem tillögu umsækjanda að vegtengingu við Ólafsfjarðarveg er hafnað.
Vegagerðin leggur til að vegtenging vélaskemmu verði við Stærri-Árskógskirkjuveg í stað Ólafsfjarðarvegar.
Emil Júlíus Einarsson bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð samþykkir áform um byggingu 400 m2 vélaskemmu í landi Stærri Árskógar með vegtengingu við Stærri-Árskógskirkjuveg í stað Ólafsfjarðarvegar í samræmi við tillögu Vegagerðarinnar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Málinu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

37.Goðabraut 3 - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 202503008Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27.febrúar 2025 þar sem Grzegorz Tomasz Maniakowski sækir um breytta notkun neðri hæðar húss á lóð nr. 3 við Goðabraut á Dalvík.
Fyrirhugað er að breyta notkun úr veitingastað í íbúðarhúsnæði.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu en í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 er húsið á landnotkunarreit 306-M, þar sem gert er ráð fyrir stofnunum, verslunum, þjónustu og íbúðum.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áform um breytta notkun skv. 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hafnarbraut 2A, 2B, Sognstúni 2 og 4 auk þess sem samþykki annarra lóðarhafa á Goðabraut 3 skal liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

38.Goðabraut 3 - umsókn um stækkun húss

Málsnúmer 201801126Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 12.febrúar sl. var samþykkt að heimila hækkun húss á lóð nr. 3 við Goðabraut þannig að hámarksvegghæð mætti aukast um 1,5 m og mænishæð um 1 m.
Var um að ræða lækkun á fyrri áformum umsækjanda í kjölfar athugasemda nágranna við grenndarkynningu áformanna.
Fjórar athugasemdir hafa borist við breytt áform.
Katrín Sif Ingvarsdóttir bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð fer fram á að umsækjandi leggi fram skuggavarpsmyndir af fyrirhugaðri hækkun húss á lóð nr. 3 við Goðabraut.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:02.

Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi