Hafnarsvæði Dalvík - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202409136

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 140. fundur - 06.11.2024

Undir þessum lið kom á fundinn María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi kl. 8:30

Skipulagsfulltrúi óskar eftir tillögum veitu- og hafnaráðs varðandi megin áherslur verkefnisins.
Farið var yfir drög að verðkönnun og ræddar þær breytingar sem veitu- og hafnaráð leggur til.
Veitu- og hafnaráð leggur til við skipulagsráð að gerð verði ein verðkönnun fyrir hafnasvæði Dalvíkurhafnar og Árskógssandshafnar. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

Skipulagsráð - 32. fundur - 12.03.2025

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar, unnin af Eflu verkfræðistofu, þar sem afmörkun deiliskipulagssvæðisins er breytt til aðlögunar að nýju deiliskipulagi fyrir þjóðveg í gegnum þéttbýli Dalvíkur.
Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.