Veitu- og hafnaráð

140. fundur 06. nóvember 2024 kl. 08:15 - 09:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Gunnlaugur Svansson, aðalmaður boðaði forföll og Gunnar Kristinn Guðmundsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Björgvin Páll Hauksson
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri boðaði forföll.



Formaður óskar eftir heimild til afbrigða við dagskrá þannig að eitt mál bætist við með málsnúmer 201303116.

Var það samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum og fer málið á dagskrá undir tölulið nr. 15.

1.Hafnarskúr, könnun á húsnæði

Málsnúmer 202406129Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað Eflu verkfræðistofu um aðkomu fyrirtækisins að hafnaskúrnum á Dalvíkurhöfn, ástandsskoðun og þær innivistar rannsóknir sem Efla hefur framkvæmt síðastliðna mánuði. Miðað við umfang á þeim aðgerðum sem ráðlagt er að framkvæma á húsnæðinu og þá óvissu sem uppi er með timburburðarvirki þarf að meta kostnað við rif og endurbyggingu, á móti því að ráðist verði í nýframkvæmd á húsnæðinu.

Snæþór Arnþórsson kom til fundar kl. 8:20
Veitu- og hafnaráð leggur til að farið verði af stað í þá vinnu að finna bráðabirgðahúsnæði fyrir vigtarskúr í ljósi niðurstöðu skýrslu Eflu. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Snæþór Arnþórsson vék að fundi kl. 8:30

2.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024

Málsnúmer 202401133Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fundargerð 466.fundar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 23.október sl.
Veitu- og hafnaráð leggur til við umræðu á 8.tl. fundargerðarinnar eftirfarandi bókun.
Yfirhafnaverði falið að skoða myndavélamál á höfninni með hliðsjón af erindi Lex legal á Hafnasambandsþingi dagana 24. - 25. október sl. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

3.Hafnarsvæði Dalvík - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202409136Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fundinn María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi kl. 8:30

Skipulagsfulltrúi óskar eftir tillögum veitu- og hafnaráðs varðandi megin áherslur verkefnisins.
Farið var yfir drög að verðkönnun og ræddar þær breytingar sem veitu- og hafnaráð leggur til.
Veitu- og hafnaráð leggur til við skipulagsráð að gerð verði ein verðkönnun fyrir hafnasvæði Dalvíkurhafnar og Árskógssandshafnar. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

4.Hafnarsvæði Árskógssandi - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202409137Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi óskar eftir tillögum veitu- og hafnaráðs varðandi megin áherslur verkefnisins.
Farið var yfir drög að verðkönnun og ræddar þær breytingar sem veitu- og hafnaráð leggur til.
Veitu- og hafnaráð leggur til við skipulagsráð að gerð verði ein verðkönnun fyrir hafnasvæði Dalvíkurhafnar og Árskógssandshafnar. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

María vék af fundi kl. 9:00

5.Mánaðarlegar skýrslur 2024

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur hafna og veitna Dalvíkurbyggðar janúar - september 2024.
Sveitarstjóri fór yfir rekstur hafna Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

6.Jöfnun húshitunarkostnaðar 2024

Málsnúmer 202411001Vakta málsnúmer

Á 130. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. desember 2023 var m.a. bókað að endurskoða ætti reglur um jöfnun húshitunarkostnaðar á árinu 2024.

Gunnar Kristinn Guðmundsson lýsti yfir vanhæfi undir þessum lið og vék af fundi kl. 9:20
Veitu- og hafnaráð leggur til að farið verði í endurskoðun á reglum sveitarfélagsins um jöfnun húshitunarkostnaðar. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

7.Færsla á inntaki, Öldugata 2

Málsnúmer 202409122Vakta málsnúmer

Gunnar Kristinn Guðmundsson kom aftur til fundar kl. 9:27.
Frestað til næsta fundar.

8.Endurnýjun og færsla inntaka, Miðkot, 621 Dalvík

Málsnúmer 202410041Vakta málsnúmer

Sótt hefur verið um niðurrif á hluta húss sem er ónýtur (Miðkot), í framhaldi þarf að færa inntak fyrir heitt vatn.
Frestað til næsta fundar.

9.Umsókn um heimlögn, Brekkusel, 620 Dalvík

Málsnúmer 202410087Vakta málsnúmer

Umsókn um heimlagnir heitt/kalt og fráveitu við nýtt aðstöðuhús við Brekkusel. Verið er að skoða bestu lausnir lagnaleiðar. Tillaga er að leið er í máli.
Frestað til næsta fundar.

10.Endurnýjun á kaldavatnslögn - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202409131Vakta málsnúmer

Framkvæmdin felur í sér endurnýjun á 90 mm kaldavatnslögn um 1,9 km leið á milli
Syðri-Áss og Melbrúnar við Hauganes.

Endurnýjun dælulagnar er í vinnslu, ekki er búið að klára lagningu hennar. Þessi framkvæmd hefur verið unnin samhliða öðrum verkefnum á vegum veitna og er komin vel á veg. Óvíst er hvenær hún verður tekin í notkun.
Frestað til næsta fundar.

11.Umsókn um heimlögn, Bjarney Jóhannsdóttir

Málsnúmer 202407019Vakta málsnúmer

Umsókn lögð inn vegna vatns-, hita- og fráveitutengingar (þróar). Lagnaleið er mjög löng. Sumarhúsið er gamalt og 22m2. Veitustjóri leggur til að verði komið til móts við umsóknaraðila um kostnað vegna fjarlægðar dreiflagna.
Frestað til næsta fundar.

12.Framtíðasýn - Hauganes

Málsnúmer 202409121Vakta málsnúmer

Verið er að leggja lokahönd á myndun lagna. Eftirvinnsla er ekki hafin en ljóst er að endurnýja þarf hluta fráveitu og fjarlægja fyrirstöður í lögnum þar sem tengingar hafi verið settar inn á stofna með það í huga að fyrirhugað er að fara í uppbyggingu á svæðinu.
Frestað til næsta fundar.

13.Útrás hreinsistövar á Hauganesi

Málsnúmer 202411005Vakta málsnúmer

Beiðni hefur borist um að flýta niðursetningu útrás hreinsistöðvar á Hauganesi. Veitustjóri bendir á að fara verði í miklar framkvæmdir til að veita öllu skólpi þéttbýliskjarnans gegnum hreinsistöðvar.
Frestað til næsta fundar.

14.Nægjusamur nóvember

Málsnúmer 202409092Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Landvernd sem vekur athygli á hvatningarátaki Landverndar og Grænfánaverkefnisins undir heitingu Nægjusamur nóvember. Þar sem lagt er til að nægjusemi sé viðhöfð sem jákvætt skref fyrir okkur sem einstaklinga og samfélag til þess að stuðla að góðu og heilbrigðu lífi og minnka um leið vistsporið okkar. Nóvember er einn neysluríkasti mánuður ársins og áherslur á nægjusemi er mótsvar við neysluhyggju og hugmyndinni um að okkur vanti stöðugt eitthvað.

Þetta er hvatning til sveitarfélaga til þess að taka þátt í átakinu og hvetja til nægjuseminnar hvort sem það er með viðburðarhaldi, greinaskrifum eða bara með því að fylgjast með og njóta átaksins.
Lagt fram til kynningar.

15.Samningur um mælaleigu, þjónustu og notkunarmælingar orkusölumæla

Málsnúmer 201303116Vakta málsnúmer

Veitustjóra falið að leita lögfræðiálits á lengd samningsins með uppsögn hans í huga og hvort Hitaveita Dalvíkur geti sett sína mæla í hús. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Gunnlaugur Svansson, aðalmaður boðaði forföll og Gunnar Kristinn Guðmundsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Björgvin Páll Hauksson
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri