Á 1140.fundi byggðaráðs þann 13.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Á 144. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Yfirhafnavörður Björgvin Páll Hauksson fór yfir stöðu mála. Með fundarboði var lagt fram sölutilboð og teikningar af gámaeiningum frá Stólpi Gámar.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sveitarstjóra, dagsett þann 11. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 2.500.000 vegna leigu á gámaeiningu frá Stólpa Gámar. Fram kemur hjá sveitarstjóra að þær úrbætur sem ráðast þarf í eru það umfangsmikilar og kalla í raun á endurbyggingu hafnaskúrs. Því er lagt til að leigð verði gámaeining frá Stólpi Gámar skv. fyrirliggjandi tilboði og farið verði í þá vinnu að finna nýja staðsetningu á hafnaskúr. Jafnframt að skoðað verði hvort byggja eigi eða kaupa einingarhús fyrir starfsmenn hafna Dalvíkurbyggðar.
Forsaga málsins er úttekt frá EFLU á húsnæði hafnastarfsmanna frá 21. október sl. sem tekin var fyrir á fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. nóvember sl. Ráðið lagði til að farið verði af stað í þá vinnu að finna bráðabirgðahúsæði fyrir vigtarskúr í ljósi niðurstöðu skýrslu Eflu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 2.500.000 á lið 41210-4410 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Snæþór Arnþórsson vék að fundi kl. 8:30