Hafnarskúr, könnun á húsnæði

Málsnúmer 202406129

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 140. fundur - 06.11.2024

Tekið fyrir minnisblað Eflu verkfræðistofu um aðkomu fyrirtækisins að hafnaskúrnum á Dalvíkurhöfn, ástandsskoðun og þær innivistar rannsóknir sem Efla hefur framkvæmt síðastliðna mánuði. Miðað við umfang á þeim aðgerðum sem ráðlagt er að framkvæma á húsnæðinu og þá óvissu sem uppi er með timburburðarvirki þarf að meta kostnað við rif og endurbyggingu, á móti því að ráðist verði í nýframkvæmd á húsnæðinu.

Snæþór Arnþórsson kom til fundar kl. 8:20
Veitu- og hafnaráð leggur til að farið verði af stað í þá vinnu að finna bráðabirgðahúsnæði fyrir vigtarskúr í ljósi niðurstöðu skýrslu Eflu. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Snæþór Arnþórsson vék að fundi kl. 8:30

Sveitarstjórn - 374. fundur - 19.11.2024

Á 140. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"ekið fyrir minnisblað Eflu verkfræðistofu um aðkomu fyrirtækisins að hafnaskúrnum á Dalvíkurhöfn, ástandsskoðun og þær innivistar rannsóknir sem Efla hefur framkvæmt síðastliðna mánuði. Miðað við umfang á þeim aðgerðum sem ráðlagt er að framkvæma á húsnæðinu og þá óvissu sem uppi er með timburburðarvirki þarf að meta kostnað við rif og endurbyggingu, á móti því að ráðist verði í nýframkvæmd á húsnæðinu.
Snæþór Arnþórsson kom til fundar kl. 8:20
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð leggur til að farið verði af stað í þá vinnu að finna bráðabirgðahúsnæði fyrir vigtarskúr í ljósi niðurstöðu skýrslu Eflu. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Snæþór Arnþórsson vék að fundi kl. 8:30."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu að farið verði af stað í þá vinnu að finna bráðabirgðahúsnæði fyrir starfsmenn Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.