Málsnúmer 202303137Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Óðinn Steinsson, verkefnastjóri þvert á svið, kl. 14:15.
Á 375. fundi sveitarstjórnar þann 17. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 27. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 4. desember sl. var eftirfarandi bókað:
Fyrir fundinum lágu drög að útboðsgögnum fyrir sorphirðu í Dalvíkurbyggð unnin af Consensa.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að útboði á sorphirðu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Niðurstaða : Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og fyrirliggjandi drög að útboðsgögnum vegna sorphirðu."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn:
a) Minnisblað deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og verkefnastjóra dagsett þann 11. febrúar 2025 er varðar lokadrög útboðsgagna. Í minnisblaðinu er farið yfir þær helstu breytingar sem eru lagðar til á sorphirðu í sveitarfélaginu. Fram kemur að það sem þarf að taka afstöðu til áður en til auglýsingar kemur er hvort breytingar á rekstri söfnunarstöðvar og þá breyting á gjaldskrá eigi að taka gildi um mitt ár, þegar nýr rekstraraðili tekur við, eða hvort það eigi að halda fyrirkomulaginu óbreyttu fram að áramótum.
b) Lokadrög útboðsgagna.