Byggðaráð

1140. fundur 13. febrúar 2025 kl. 13:15 - 15:13 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir heimild til að bæta við 2 málum, mál 202403127 og mál 202110061, og var það samþykkt samhljóða.

1.Frá Hafnasjóði; Hafnarskúr, könnun á húsnæði - tillaga um leigu á húseiningum / gámum

Málsnúmer 202406129Vakta málsnúmer

Á 144. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Yfirhafnavörður Björgvin Páll Hauksson fór yfir stöðu mála. Með fundarboði var lagt fram sölutilboð og teikningar af gámaeiningum frá Stólpi Gámar.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sveitarstjóra, dagsett þann 11. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 2.500.000 vegna leigu á gámaeiningu frá Stólpa Gámar. Fram kemur hjá sveitarstjóra að þær úrbætur sem ráðast þarf í eru það umfangsmikilar og kalla í raun á endurbyggingu hafnaskúrs. Því er lagt til að leigð verði gámaeining frá Stólpi Gámar skv. fyrirliggjandi tilboði og farið verði í þá vinnu að finna nýja staðsetningu á hafnaskúr. Jafnframt að skoðað verði hvort byggja eigi eða kaupa einingarhús fyrir starfsmenn hafna Dalvíkurbyggðar.

Forsaga málsins er úttekt frá EFLU á húsnæði hafnastarfsmanna frá 21. október sl. sem tekin var fyrir á fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. nóvember sl. Ráðið lagði til að farið verði af stað í þá vinnu að finna bráðabirgðahúsæði fyrir vigtarskúr í ljósi niðurstöðu skýrslu Eflu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 2.500.000 á lið 41210-4410 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Frá 144. fundi veitu- og hafnaráðs þann 05.02.2025; Ný flotbryggja í Dalvíkurhöfn - HD011, viðaukabeiðni.

Málsnúmer 202501129Vakta málsnúmer

Á 144. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Yfirhafnavörður Björgvin Páll Hauksson fór yfir þau gögn sem liggja fyrir vegna kaupa á nýrri flotbryggju á Dalvík. Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að kaupa 2 sinnum 20 metra langar og 3 metra breiðar, steyptar flotbryggjur með fríborði 0,5 metra, frá Köfunarþjónustunni. Sveitarstjóra er falið að útbúa viðauka vegna verkefnisins og leggja fyrir byggðaráð."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sveitarstjóra, dagsett þann 11. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 20.000.000 á lið 42200-11551 vegna flotbryggju í Dalvíkurhöfn. Sveitarstjóri hefur óskað eftir styrk frá Siglingasviði Vegargerðarinnar en á þessari stundu liggur ekki fyrir svar frá Vegagerðinni.


Forsaga málsins er úttekt Köfunarþjónustunnar á flotbryggjum Hafnasjóðs í Dalvíkurhöfn frá því í júlí sl. Búið er að bregðast við þeim atriðum sem bent var á að þyrfti að sinna strax en það hefur ekki dugað til og niðurstaðan er að það verði ekki undan því vikist að fara í þetta verkefni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 4 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að liður 42200-11551 hækki um kr. 20.000.000 vegna flotbryggju í Dalvíkurhöfn og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

3.Frá Hafnasjóði; Raforkuvæðing hafnarsvæðis, hönnun á snjalltenglum - HD019

Málsnúmer 202403127Vakta málsnúmer

Á 142. fundi veitu- og hafnaráðs þann 12. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri fór yfir stöðuna á verkefninu, það mun ekki nást að klára verkefnið á þessu ári. Lagt fram til kynningar."

Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, dagsett þann 11. febrúar sl., þar sem fram kemur að snjallvæðing rafmagns á flotbryggjum í Dalvíkurhöfn átti að klárast á árinu 2024. Þrjú fyrirtæki komu að verkinu en Elektro náði ekki að ljúka við sinn hluta verksins. Þar sem ekki er gert ráð fyrir þessu verkefni á árinu 2025 óskar sveitarstjóri eftir viðauka að upphæð kr. 2.800.000 á lið 42200-11551 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 2.800.000 á lið 42200-11551 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

4.Frá Laxós ehf.; Beiðni um viljayfirlýsingu um uppbyggingu á landeldi.

Málsnúmer 202411109Vakta málsnúmer

Á 1139. fundi byggðaráðs þann 6. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1138. fundi byggðaráðs þann 30. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Laxós ehf. dagett þann 28. janúar sl. er varðar áhrif framkvæmda og reksturs fiskeldisáforma Laxóss ehf., á Dalvíkurbyggð og samfélagið við Eyjafjörð. Fyrir liggur jafnframt erindi frá Laxós ehf. dagsett þann 25. nóvember sl. þar sem óskað er eftir að gerð verði viljayfirlýsing á milli Dalvíkurbyggðar og Laxós ehf. um ofangreint verkefni, ásamt drögum að viljayfirlýsingu.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu jafnframt upplýsingar um niðurstöður íbúakönnunar sem gerð var á íbúafundi félagsins, sbr. rafpóstur dagsettur 23. janúar sl. Fram kemur jafnframt að forsvarsmenn Laxós ehf vonast nú sterklega til að sveitarstjórnin taki málið fyrir í ljósi þess að nú fyrir liggja sterkar ábendingar um öflugan stuðning íbúa við verkefnið. Enn fremur er vonast til að sveitarstjórnin sjái sér fært um að afgreiða fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu við verkefnið á þann hátt að hún verði sterk stoð við framgang verkefnisins og stuðli að náinni og öflugri samvinnu sveitarfélagsins, íbúa og Laxóss ehf um framgang verkefnisins. Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að viljayfirlýsingu við Laxós ehf. um ofangreint verkefni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá þrívíddarteikningar frá forsvarsmönnum Laxós ehf. sem sýna fyrirhuguð mannvirki á svæðinu."
Sveitarstjóri gerði grein fyrir meðfylgjandi drögum að viljayfirlýsingu. Til umræðu fyrirliggjandi drög.
Niðurstaða : Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að viljayfirlýsingunni í samráði við bæjarlögmann."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög #2 að viljayfirlýsingu vegna stofnunar fiskeldisstöðvar Laxóss ehf. í landi við Hauganes í Dalvíkurbyggð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda samningsdrög með hugmynd að breytingum sem gerðar voru á fundinum varðandi vatnsmál og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að senda viljayfirlýsinguna til forsvarsmanna Laxóss ehf. eins og hún liggur fyrir.

5.Frá Matvælaráðuneytinu; Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 2024-2025 Dalvíkurbyggð - tillaga að sérreglum.

Málsnúmer 202501104Vakta málsnúmer

Á 1139. fundi byggðaráðs þann 6. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað um ofangreint samkvæmt símtali við starfsmann Matvælaráðuneytisins. Jafnframt fylgdu með fundarboði byggðaráðs upplýsingar um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga innan Dalvíkurbyggðar fyrir síðustu 4 fiskveiðiár.
Niðurstaða : Afgreiðslu frestað til næsta fundar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að ályktun um sjávarútvegsmál ásamt útfyllt eyðublað vegna tillögu Dalvíkurbyggðar að sérstökum skilyrðum fyrir úthlutun byggðakvóta.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að sérstökum skilyrðum Dvíkurbyggðar fyrir úthlutun byggðakvóta sem er tillaga um óbreyttar sérreglur á milli ára. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að ályktun um sjávarútvegsmál til umfjöllunar í sveitarstjórn.

6.Frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi, krafa um tafarlaus viðbrögð.

Málsnúmer 202501106Vakta málsnúmer

Á 1138. fundi byggðaráðs þann 30. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi, dagsett þann 21. janúar 2025, varðandi yfirlýsngu vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir áhyggjur Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi og lýsir yfir þungum áhyggjum vegna takmarkana á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll.
Byggðaráð leggur áherslu á að málið snertir alla landsmenn, óháð búsetu, og því er brýnt að borgarstjórn grípi til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli án tafar. Við hvetjum borgaryfirvöld því til að bregðast við með ábyrgum hætti og tryggja að flugvöllurinn geti áfram sinnt þessu lífsnauðsynlega hlutverki sínu án óþarfa hindrana."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi afrit af kröfu Miðstöðvar Sjúkraflugs um tafarlaus viðbrögð vegna lokana á flugbrautum Reykjavíkurflugvallar, dagsett þann 6. febrúar sl.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í sveitarstjórn.

7.Frá 1139. fundi byggðaráðs þann 6.2.2025;Leiguíbúðir; tillaga að erindisbréfi vinnuhóps

Málsnúmer 202409040Vakta málsnúmer

Á 1139. fundi byggðaráðs þann 6. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn."

Með fundarboði fylgdi drög að ofangreindu erindisbréfi vinnuhóps um uppbyggingu á leiguíbúðum við Dalbæ.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að erindisbréfi með breytingum sem gerðar voru á fundinum um að sveitarstjóri heldur utan um hópinn og forseti sveitarstjórnar til vara.

Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

8.Frá Eigna- og framkvæmdadeild; Úrgangsmál - innleiðing og útboð

Málsnúmer 202303137Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Óðinn Steinsson, verkefnastjóri þvert á svið, kl. 14:15.

Á 375. fundi sveitarstjórnar þann 17. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 27. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 4. desember sl. var eftirfarandi bókað:
Fyrir fundinum lágu drög að útboðsgögnum fyrir sorphirðu í Dalvíkurbyggð unnin af Consensa.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að útboði á sorphirðu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Niðurstaða : Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og fyrirliggjandi drög að útboðsgögnum vegna sorphirðu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn:
a) Minnisblað deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og verkefnastjóra dagsett þann 11. febrúar 2025 er varðar lokadrög útboðsgagna. Í minnisblaðinu er farið yfir þær helstu breytingar sem eru lagðar til á sorphirðu í sveitarfélaginu. Fram kemur að það sem þarf að taka afstöðu til áður en til auglýsingar kemur er hvort breytingar á rekstri söfnunarstöðvar og þá breyting á gjaldskrá eigi að taka gildi um mitt ár, þegar nýr rekstraraðili tekur við, eða hvort það eigi að halda fyrirkomulaginu óbreyttu fram að áramótum.

b) Lokadrög útboðsgagna.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að útboðsgögnum með þeim breytingum sem lagðar eru til. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að breyting á rekstri söfnunarstöðvar og þá breyting á gjaldskrá eigi að taka gildi um mitt ár, þegar nýr rekstraraðili tekur við.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

9.Frá verkefnastjóra þvert á svið; Skrifstofurými til leigu á 2. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur; afgreiðsla umsókna.

Málsnúmer 202502002Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað verkefnastjóra þvert á svið um uppsögn á leigusamningi leigjanda á rými á 2. hæð á gangi Norður- Suður og umsókn um leigu á rýminu í kjölfar auglýsingar. Umsóknarfrestur var til og með 10. febrúar sl. og ein umsókn barst.

Til umræðu einnig framtíðarsýn varðandi eignarhald sveitarfélagsins á þessu húsnæði sem hefur verið leigt út síðustu árin fyrir ýmsa starfsemi, m.a. Sýslumanni á Norðurlandi eystra.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leigja Unnari Birni Eíassyni umrætt rými frá og með 1. mars nk. í síðasta lagi og samningstíminn er til eins árs vegna reksturs á kírópraktor. Jafnframt er samþykkt að uppsögn Annels Helga Daly Finnbogasonar á sama rými taki gildi þegar ofangreind vistaskipti verða.

10.Frá 1139. fundi byggðaráðs þann 6.2.2025; Rekstur tjaldsvæðis á Dalvík - gögn vegna verðfyrirspurnar.

Málsnúmer 202501089Vakta málsnúmer

Á 1139. fundi byggðaráðs þann 6. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að verðfyrirspurn vegna rekstur á tjaldsvæðinu á Dalvík.
Til umræðu meðfylgjandi drög. M.a. rætt sérstaklega um samningstíma.
Niðurstaða : Afgreiðslu frestað til næsta fundar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu lokadrög vegna verðfyrirspurnar um rekstur tjaldsvæðisins á Dalvík.

Óðinn vék af fundi kl. 14:56.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi lokadrög vegna verðfyrirspurnar um rekstur tjaldsvæðið á Dalvík og felur sveitarstjóra og deildarstjóra Eigna- og frmakvæmdadeildar að auglýsa eftir tilboðum.
Visað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

11.Vinnuhópur um brunamál

Málsnúmer 202110061Vakta málsnúmer

Á 376. fundi sveitarstjórnar þann 21. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1137. fundi byggðaráðs þann 16. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri mætti til fundar kl. 13:30.
Slökkviliðsstjóri gerði grein fyrir fundi sínum með slökkviliði Dalvíkur sl. mánudagskvöld og niðurstöðu HMS eftir yfirferð á teikningum.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að fela vinnuhópi um brunamál að skoða kosti þess að byggja nýja slökkvistöð."
Niðurstaða : Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að fela vinnuhópi um brunamál að skoða kosti þess að byggja nýja slökkvistöð."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð vinnuhópsins frá 12. febrúar sl. ásamt tilboði frá Faglausn vegna hönnunar á nýrri slökkvistöð ásamt teikningum, gerð útboðsgagna, eftirlit og eftirfylgni með framkvæmdum.

Helga Íris vék af fundi kl. 15:09.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samið verði við Faglausn um ofangreint verkefni; hönnun á nýrri slökkvistöð ásamt teikningum, gerð útboðsgagna, eftirlit og eftirfylgni með framkvæmdum skv. fyrirliggjandi tilboði.

12.Frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., Bréf til allra sveitarstjórna frá tilnefningarnefnd Lánasjóðsins

Málsnúmer 202502072Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dagsett þann 11.febrúar 2025, þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Fram kemur að tilnefningarnfnd óskar eftir að sveitarstjórnarmönnum sé kynnt innihald bréf þess eins fljótt og unnt er til að áhugasömum gefist tími til að skila inn tilnefningum og/eða framboðum.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2025, fundargerð nr. 84

Málsnúmer 202502067Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 84 frá 24. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025, fundargerð nr. 963

Málsnúmer 202502019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 963 frá 31. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:13.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs