Frá Matvælaráðuneytinu; Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 2024-2025 Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202501104

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1138. fundur - 30.01.2025

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Matvælaráðuneytinu, dagsett þann 22. janúar 2025, þar sem gert er grein fyrir úthutun byggðakvóta innan Dalvíkurbyggðar.
Samtals er eftirfarandi til ráðstöfunar fiskveiðiárið 2024/2025:
Árskógssandur 84,339 þorskígildistonn.
Dalvík 27,468 þorskígildistonn.
Hauganes 30,00 þorskígildistonn.

Þess er óskað að sveitarstjórnir sem ekki hafa fyrirhugað að senda ráðuneytinu tillögur að sérreglum sendi ráðuneytinu staðfestingu um slíkt. Í þeim tilvikum þar sem þess er óskað að leggja fram tillögur að sérreglum er sveitarstjórn gefinn kostur á að senda ráðuneytinu tillögur til 21. febrúar nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla upplýsinga á milli funda frá Fiskistofu um forsendur að baki úthlutunar byggðakvóta innan Dalvíkurbyggðar þar sem byggðakvótinn lækkar um 150 þorskígildistonn á milli ára.

Byggðaráð - 1139. fundur - 06.02.2025

Á 1138. fundi byggðaráðs þann 30. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Matvælaráðuneytinu, dagsett þann 22. janúar 2025, þar sem gert er grein fyrir úthutun byggðakvóta innan Dalvíkurbyggðar.
Samtals er eftirfarandi til ráðstöfunar fiskveiðiárið 2024/2025:
Árskógssandur 84,339 þorskígildistonn.
Dalvík 27,468 þorskígildistonn.
Hauganes 30,00 þorskígildistonn.
Þess er óskað að sveitarstjórnir sem ekki hafa fyrirhugað að senda ráðuneytinu tillögur að sérreglum sendi ráðuneytinu staðfestingu um slíkt. Í þeim tilvikum þar sem þess er óskað að leggja fram tillögur að sérreglum er sveitarstjórn gefinn kostur á að senda ráðuneytinu tillögur til 21. febrúar nk.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla upplýsinga á milli funda frá Fiskistofu um forsendur að baki úthlutunar byggðakvóta innan Dalvíkurbyggðar þar sem byggðakvótinn lækkar um 150 þorskígildistonn á milli ára."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað um ofangreint samkvæmt símtali við starfsmann Matvælaráðuneytisins. Jafnframt fylgdu með fundarboði byggðaráðs upplýsingar um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga innan Dalvíkurbyggðar fyrir síðustu 4 fiskveiðiár.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 1140. fundur - 13.02.2025

Á 1139. fundi byggðaráðs þann 6. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað um ofangreint samkvæmt símtali við starfsmann Matvælaráðuneytisins. Jafnframt fylgdu með fundarboði byggðaráðs upplýsingar um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga innan Dalvíkurbyggðar fyrir síðustu 4 fiskveiðiár.
Niðurstaða : Afgreiðslu frestað til næsta fundar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að ályktun um sjávarútvegsmál ásamt útfyllt eyðublað vegna tillögu Dalvíkurbyggðar að sérstökum skilyrðum fyrir úthlutun byggðakvóta.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að sérstökum skilyrðum Dvíkurbyggðar fyrir úthlutun byggðakvóta sem er tillaga um óbreyttar sérreglur á milli ára. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að ályktun um sjávarútvegsmál til umfjöllunar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 377. fundur - 18.02.2025

Á 1140.fundi byggðaráðs þann 13.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1139. fundi byggðaráðs þann 6. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað um ofangreint samkvæmt símtali við starfsmann Matvælaráðuneytisins. Jafnframt fylgdu með fundarboði byggðaráðs upplýsingar um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga innan Dalvíkurbyggðar fyrir síðustu 4 fiskveiðiár.
Niðurstaða : Afgreiðslu frestað til næsta fundar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að ályktun um sjávarútvegsmál ásamt útfyllt eyðublað vegna tillögu Dalvíkurbyggðar að sérstökum skilyrðum fyrir úthlutun byggðakvóta.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að sérstökum skilyrðum Dvíkurbyggðar fyrir úthlutun byggðakvóta sem er tillaga um óbreyttar sérreglur á milli ára. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að ályktun um sjávarútvegsmál til umfjöllunar í sveitarstjórn.

Fyrir sveitarstjórn liggur:
a) Tillaga Dalvíkurbyggðar að sérstökum skilyrðum fyrir úthlutun byggðakvóta.
b) Tillaga að ályktun vegma skerðinga á byggðakvóta.
c) Tillaga að ályktun um sjávarútvegsmál.
Til máls tók:
Freyr Antonsson sem lagði fram tillögur að ályktunum undir b) og c) lið.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs að tillögu að sérstökum skilyrðum Dalvíkurbyggðar fyrir úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2024/2025, sérreglur verði óbreyttar á milli ára.

b) Sveitarstjórn mótmælir harðlega skerðingu á úthlutun byggðakvóta til byggðalaga innan sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar. Skerðingin nemur 151 tonni milli ára. Mest er skerðingin á Árskógssandi úr 165 tonnun í 58 eða skerðing um 107 tonn, Dalvík úr 65 tonnun í 21 tonn skerðing um 44 tonn en Hauganes er óbreytt með úthlutun uppá 15 tonn.

Í 10.gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 með síðari breytingum segir:

Fiskistofa annast úthlutun aflaheimilda, sem koma í hlut einstakra byggðarlaga, til fiskiskipa. Ákvarðanir Fiskistofu um úthlutun aflaheimilda samkvæmt þessari grein er heimilt að kæra til [ráðuneytisins]. Kærufrestur er tvær vikur frá tilkynningu Fiskistofu um úthlutun eða höfnun umsóknar um úthlutun og skal úthlutun ekki fara fram fyrr en að þeim fresti liðnum. Skal ráðuneytið leggja úrskurð á kærur innan tveggja mánaða. Ráðuneytið getur ákveðið að úthlutun aflaheimilda til skipa í tilteknu byggðarlagi verði frestað að hluta eða öllu leyti þar til það hefur lokið afgreiðslu á kærum sem borist hafa vegna úthlutunar þar.

Með bréfi sveitarsstjóra 5. febrúar 2025 var gerð alvarleg athugasemd við úthlutun byggðakvóta til sveitarfélagsins og byggðarlaga innan þess. Sérstök athugasemd var gerð við úthlutun til Árskógssands þar sem skerðingin nemur 107 tonnun en samkvæmt reglugerð nr. 818/2024 segir í E.lið 2. gr.:
Þegar reiknaður hefur verið út hlutur einstakra byggðarlaga samkvæmt A-lið hér að framan, skal hlutur byggðarlaga með færri íbúa en 400 og sem úthlutað var aflaheimildum á fiskveiðiárinu 2023/2024, og eiga rétt til úthlutunar fiskveiðiárið 2024/2025, leiðréttur þannig að ekkert þeirra lækki um meira en 15 þorskígildistonn, milli fiskveiðiáranna 2023/2024 og 2024/2025.
Samkvæmt þessu ætti Árskógssandur að fá úthlutað hið minnsta 150 tonnum.

Sveitarstjóra er hér með falið að ganga á eftir svörum og rökstuðningi fyrir úthlutun til byggðalaga innan Dalvíkurbyggðar. Ef ekki berast svör eða óásættanleg röksemdafærsla ber sveitarstjóra að undirbúa kvörtun til umboðsmanns Alþingis.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

c) Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum eftirfarandi ályktun um sjávarútvegsmál:
Sjávarútvegur er og hefur verið burðarrás atvinnulífsins í Dalvíkurbyggð og því hafa sveitarfélagið, íbúar og fyrirtæki á svæðinu ríka hagsmuni af því að atvinnugreinin dafni vel. Í Dalvíkurbyggð er unnið allan ársins hring að því að skila hágæða hráefni og eftirsóttri matvöru í verslanir og veitingastaði um heim allan.
Mörg önnur fyrirtæki í sveitarfélaginu reiða sig á verkefni sem tengjast starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. Sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi í Dalvíkurbyggð hefur leitt til þess að sveitarfélagið er í dag þekkt víða um heim sem framsækið þekkingarsetur í haftengdri starfsemi. Útsvarstekjur Dalvíkurbyggðar eru því miklar vegna sjávarútvegs, auk hafnargjalda og ýmissa þjónustutekna.

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar beinir því þeim eindregnu tilmælum til ríkisstjórnarinnar að fram fari heildstætt mat ákvarðana sem varða sjávarútveginn, þannig að tekið verði fullt tillit til hagsmuna íbúa, sveitarfélagsins og samfélagsins alls við slíka ákvarðanatöku.