Á 1138. fundi byggðaráðs þann 30. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Matvælaráðuneytinu, dagsett þann 22. janúar 2025, þar sem gert er grein fyrir úthutun byggðakvóta innan Dalvíkurbyggðar.
Samtals er eftirfarandi til ráðstöfunar fiskveiðiárið 2024/2025:
Árskógssandur 84,339 þorskígildistonn.
Dalvík 27,468 þorskígildistonn.
Hauganes 30,00 þorskígildistonn.
Þess er óskað að sveitarstjórnir sem ekki hafa fyrirhugað að senda ráðuneytinu tillögur að sérreglum sendi ráðuneytinu staðfestingu um slíkt. Í þeim tilvikum þar sem þess er óskað að leggja fram tillögur að sérreglum er sveitarstjórn gefinn kostur á að senda ráðuneytinu tillögur til 21. febrúar nk.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla upplýsinga á milli funda frá Fiskistofu um forsendur að baki úthlutunar byggðakvóta innan Dalvíkurbyggðar þar sem byggðakvótinn lækkar um 150 þorskígildistonn á milli ára."
Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað um ofangreint samkvæmt símtali við starfsmann Matvælaráðuneytisins. Jafnframt fylgdu með fundarboði byggðaráðs upplýsingar um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga innan Dalvíkurbyggðar fyrir síðustu 4 fiskveiðiár.