Byggðaráð

1138. fundur 30. janúar 2025 kl. 13:15 - 15:51 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Dalbær; Samningur um bókhald- og launavinnslu- endurskoðun

Málsnúmer 202411012Vakta málsnúmer

Á 1135. fundi byggðaráðs þann 12. desember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1133. fundi byggðaráðs þann 28. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 372. fundi sveitarstjórnar þann 22. októbersl. var samþykkt sú tillaga að fela byggðaráði endurskoðun á samningum milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar og leggja fyrir fund sveitarstjórnar í nóvember og desember.
Á fundi byggðaráðs þann 31. október sl. var fjármála- og stjórnsýslusviði falið að taka saman upplýsingar um kostnað vegna vinnu fyrir Dalbæ vegna bókhalds og launa.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðu mála og gerði grein fyrir drögum að minnisblaði með yfirliti þeirra verkefna sem leyst eru af hendi starfsmanna.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar."
Með fundarboði byggðaráðs fyldi uppfært minnisblað sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs þar sem starfsmenn sviðsins hafa tekð saman upplýsingar um þá verkþætti sem inntir eru af hendi ásamt áætluðum tíma að jafnaði.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Dalbæjar í janúar.
Byggðaráð felur sviðsstjóra að senda ofangreint minnisblað til forstöðumanns Dalbæjar."

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Benedikt Snær Magnússon, formaður stjórnar Dalbæjar, og Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri Dalbæjar, kl. 13:15.

Til umræðu ofangreint m.a. í tengslum við verkefnið " Gott að eldast".

Sveitarstjóri kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 13:50 vegna annarra starfa.

Benedikt Snær og Elísa viku a fundi kl. 13:54.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði áfram til samninga við Dalbæ um bókhalds- og launavinnslu í samræmi við ósk Dalbæjar og þær upplýsingar sem komu fram á fundinum frá forsvarsmönnum Dalbæjar.
Byggðaráð felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að stilla upp samningsdrögum á grundvelli minnisblaðs sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.

2.Frá SSNE; Beiðni um fund með sveitarstjórn í febrúar.

Málsnúmer 202501079Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 15. janúar sl., þar sem SSNE óskar eftir fundi með sveitarstjórn í febrúar. Fram kemur að slíkir fundir hafa gefist vel og vilji er til að endurtaka leikinn.Fundirnir eru mikilvægir fyrir miðlunupplýsinga en efni fundanna er að kynna starfsemi SSNE, áherslur ársins og það sem helst snýr að hverju sveitarfélagi fyrir sig. Einnig má óska eftir sérstöku umfjöllunarefni sem hægt er að undirbúa sérstaklega.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi þann 13. febrúar nk.

3.Kalskemmdir á túnum í Dalvíkurbyggð; Bjargráðasjóður

Málsnúmer 202406098Vakta málsnúmer

Á 374. fundi sveitarstjórnar þann 19. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Forseti sveitarstjórnar sem leggur til eftirfarandi bókun:
"Tún á Norðausturlandi voru víða mjög illa leikin, miklar kalskemmdir komu í ljós á túnum bænda, einna helst í vestanverðum Eyjafirði. Ástandið var verst í Svarfaðardal og voru dæmi um að 90% túna væru ónýt. Er kalið það versta sem sést hafði í 40 ár! Mikil vinna hefur verið í að græða upp túninn og því fylgdi gríðarlegur kostnaður. Í Dalvíkurbyggð var áætlað að um 1200 hektarar væru skemmdir og kostnaður vegna uppgræðslu og fóðurkaupa gæti numið 200 milljónum. Bjargráðasjóður á að bæta tjón sem verður vegna kals, en þar er fjármögnun í nýsamþykktum fjárlögum 208 milljónir. Mikilvægt er að fjárlaganefnd tryggi að bændum verði bættur skaðinn. Tjónið er grafalvarlegt og ógnar erfiðri afkomu bænda. Mikilvægt er að samfélagið sýni stuðning og þrýsti á um að staðið verði við að bæta það tjón sem orðið er. Sveitarstjórn felur byggðaráði og umhverfis- og dreifbýlisráði að fylgja málinu eftir og fylgjast grannt með framvindu."
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreinda bókun umhverfis- og dreifbýlisráðsog forseta sveitarstjórnar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fréttatilkynning frá Matvælaráðuneytinu, dagsett þann 23. janúar sl., þar sem fram kemur að Bjargráðasjóður hefur greitt út 80% af styrkjum vegna kaltjóna eða um 225 milljónir króna. Um er að ræða 89 umsækjendur vegna kaltjóns á Norðurlandi veturinn 2023-2024.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá Matvælaráðuneytinu; Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 2024-2025 Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202501104Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Matvælaráðuneytinu, dagsett þann 22. janúar 2025, þar sem gert er grein fyrir úthutun byggðakvóta innan Dalvíkurbyggðar.
Samtals er eftirfarandi til ráðstöfunar fiskveiðiárið 2024/2025:
Árskógssandur 84,339 þorskígildistonn.
Dalvík 27,468 þorskígildistonn.
Hauganes 30,00 þorskígildistonn.

Þess er óskað að sveitarstjórnir sem ekki hafa fyrirhugað að senda ráðuneytinu tillögur að sérreglum sendi ráðuneytinu staðfestingu um slíkt. Í þeim tilvikum þar sem þess er óskað að leggja fram tillögur að sérreglum er sveitarstjórn gefinn kostur á að senda ráðuneytinu tillögur til 21. febrúar nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla upplýsinga á milli funda frá Fiskistofu um forsendur að baki úthlutunar byggðakvóta innan Dalvíkurbyggðar þar sem byggðakvótinn lækkar um 150 þorskígildistonn á milli ára.

5.Frá FÍÆT; Áskorun á sveitarfélög vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum

Málsnúmer 202501102Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrá á Íslandi (FÍÆT), dagsett þann 21. janúar sl., þar sem skorað er á íþróttahreyfinguna á Íslandi ásamt stjórnvöldum og sveitarfélögum að taka af alvöru umræðu um áfengissölu á íþróttaviðburðum á landinu.Á Haustfundi félagsins sem fram fór í Borgarnesi fimmtudaginn 10. október 2024 komu fram áhyggjuraddir um þá þróun sem orðið hefur á síðustu árum, þar sem áfengissala á íþróttaviðburðum virðist vera orðin nokkuð útbreidd og undir flestum tilfellum eftirlitslaus og án leyfisveitinga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir ofangreinda áskorun FÍÆT og vísar erindinu til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði og ungmennaráði.

6.Frá Laxós ehf.,í kjölfar íbúafundar

Málsnúmer 202411109Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Laxós ehf. dagett þann 28. janúar sl. er varðar áhrif framkvæmda og reksturs fiskeldisáforma Laxóss ehf., á Dalvíkurbyggð og samfélagið við Eyjafjörð. Fyrir liggur jafnframt erindi frá Laxós ehf. dagsett þann 25. nóvember sl. þar sem óskað er eftir að gerð verði viljayfirlýsing á milli Dalvíkurbyggðar og Laxós ehf. um ofangreint verkefni, ásamt drögum að viljayfirlýsingu.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu jafnframt upplýsingar um niðurstöður íbúakönnunar sem gerð var á íbúafundi félagsins, sbr. rafpóstur dagsettur 23. janúar sl. Fram kemur jafnframt að forsvarsmenn Laxós ehf vonast nú sterklega til að sveitarstjórnin taki málið fyrir í ljósi þess að nú fyrir liggja sterkar ábendingar um öflugan stuðning íbúa við verkefnið. Enn fremur er vonast til að sveitarstjórnin sjái sér fært um að afgreiða fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu við verkefnið á þann hátt að hún verði sterk stoð við framgang verkefnisins og stuðli að náinni og öflugri samvinnu sveitarfélagsins, íbúa og Laxóss ehf um framgang verkefnisins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að viljayfirlýsingu við Laxós ehf. um ofangreint verkefni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að fá þrívíddarteikningar frá forsvarsmönnum Laxós ehf. sem sýna fyrirhuguð mannvirki á svæðinu.

7.Frá Draumablá ehf.; Rekstur tjaldsvæðis á Dalvík

Málsnúmer 202501089Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Draumablá ehf., dagsett þann 17. janúar 2025, þar sem fram kemur áhuga fyrirtækisins að koma að rekstri tjaldsvæðisins á Dalvík. Vísað er í upplýsingar úr fundargerðum sveitarfélagsins um uppsögn á samningi við landamerki. Fram kemur að Draumablá ehf. hefur haft umsjón með tjaldsvæðinu á Dalvík fyrir hönd Landamerki ehf. að undanskildu síðasta sumrli. Óskað er svara um hvort og þá hvernig rekstri svæðisins verður háttað næsta sumar. Fram kemur að Draumablá er tilbúin til samtals en eru einnig tilbúin að bjóða í reksturinn verði hann boðinn út.
Afgreiðslu frestað.

8.Frá 376. fundi sveitarstjórnar þann 21. janúar sl.; Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045-vinnuhópur.

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Á 376. fundi sveitarstjórnar þann 21. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 30. fundi skipulagsráðs þann 15. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
Lögð fram til umræðu tillaga um að stofnaður verði þverfaglegur vinnuhópur um Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025- 2045 sem skipaður verði fulltrúum úr fagráðum sveitarfélagsins.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til að stofnaður verði vinnuhópur um gerð nýs aðalskipulags, skipaður einum fulltrúa úr hverju fagráði sveitarfélagsins.
Skipulagsráð óskar eftir tilnefningum fagráða um fulltrúa í vinnuhópinn fyrir næsta fund skipulagsráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.
Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar afgreiðslu hvað varðar erindisbréf og skipun fulltrúa í vinnuhópinn.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að K-listi tilefni 3 fulltrúa þar af er formaður skipulagsráð, D- listi 2 fulltrúa og B-listi 2 fulltrúa fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
Skipulagsfulltrúa er falið að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.
Kjörnir fulltrúar í vinnuhópnum fái greitt fyrir fundarsetu.

9.Frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi, lokun flugbrautar

Málsnúmer 202501106Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi, dagsett þann 21. janúar 2025, varðandi yfirlýsngu vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir áhyggjur Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi og lýsir yfir þungum áhyggjum vegna takmarkana á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll.
Byggðaráð leggur áherslu á að málið snertir alla landsmenn, óháð búsetu, og því er brýnt að borgarstjórn grípi til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli án tafar. Við hvetjum borgaryfirvöld því til að bregðast við með ábyrgum hætti og tryggja að flugvöllurinn geti áfram sinnt þessu lífnauðsynlega hlutverki sínu án óþarfa hindrana.

10.Frá Miðstöð slysavarna barna; Styrkbeiðni vegna myndbands, slysavarnir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202501113Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Miðstöð slysavarna barna, dagsett þann 27. janúar sl., þar sem óskar er eftir styrk að upphæð kr. 50.000 vegna fjármögnunar á myndbandi um fræðslu fyrir foreldra um slysavarnir ungra barna á heimilum og öryggi þeirra í bílum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs með því markmiði að finna svigrúm innan heimildar í fjárhagsáætlun til að veita umbeðinn styrk.

11.Frá HMS; Stofnframlag HMS 2025

Málsnúmer 202501112Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá HMS, dagsettur þann 24. janúar sl. þar sem fram kemur að á næstunni verður auglýst eftir umsóknum í fyrstu úthlutun fyrir árið 2025 um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:51.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs