Frá FÍÆT; Áskorun á sveitarfélög vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum

Málsnúmer 202501102

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1138. fundur - 30.01.2025

Tekið fyrir erindi frá Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrá á Íslandi (FÍÆT), dagsett þann 21. janúar sl., þar sem skorað er á íþróttahreyfinguna á Íslandi ásamt stjórnvöldum og sveitarfélögum að taka af alvöru umræðu um áfengissölu á íþróttaviðburðum á landinu.Á Haustfundi félagsins sem fram fór í Borgarnesi fimmtudaginn 10. október 2024 komu fram áhyggjuraddir um þá þróun sem orðið hefur á síðustu árum, þar sem áfengissala á íþróttaviðburðum virðist vera orðin nokkuð útbreidd og undir flestum tilfellum eftirlitslaus og án leyfisveitinga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir ofangreinda áskorun FÍÆT og vísar erindinu til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði og ungmennaráði.

Ungmennaráð - 45. fundur - 27.02.2025

Tekið fyrir erindi frá Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrá á Íslandi (FÍÆT), dagsett þann 21. janúar sl., þar sem skorað er á íþróttahreyfinguna á Íslandi ásamt stjórnvöldum og sveitarfélögum að taka af alvöru umræðu um áfengissölu á íþróttaviðburðum á landinu.Á Haustfundi félagsins sem fram fór í Borgarnesi fimmtudaginn 10. október 2024 komu fram áhyggjuraddir um þá þróun sem orðið hefur á síðustu árum, þar sem áfengissala á íþróttaviðburðum virðist vera orðin nokkuð útbreidd og undir flestum tilfellum eftirlitslaus og án leyfisveitinga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir ofangreinda áskorun FÍÆT og vísar erindinu til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði og ungmennaráði.
Ungmennaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir ofangreinda áskorun FÍÆT.