Íþrótta- og æskulýðsráð

170. fundur 04. febrúar 2025 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir formaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
  • Jón Stefán Jónsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Jón Stefán Jónsson Íþróttafulltrúi
Dagskrá
Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

1.Sumarnámskeið 2025

Málsnúmer 202501152Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð felur frístundafulltrúa að vinna málið áfram með það að markmiði að boðið verði upp á sumarnámskeið í Dalvíkurbyggð sumarið 2025.Gerð verði könnun meðal foreldra á yngsta stigi grunnskóla til að kanna áhuga á sumarnámskeiðum. Stefnt er að því að niðurstöður könnunarinnar verði kynntar á næsta fundi ráðsins.

2.Samfelldur náms- og tómstundadagur barna

Málsnúmer 202411139Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að skipaður verði vinnuhópur með einum fulltrúa úr íþrótta- og æskulýðsráði, einum fulltrúa úr fræðsluráði, skólastjóra Árskógar- og Dalvíkurskóla, íþróttafulltrúa og frístundafulltrúa. Fulltrúi íþrótta- og æskulýðsráðs verði Elsa Hlín Einarsdóttir, formaður. Íþróttafulltrúi og frístundafulltrúi gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.
Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir yfirgaf fundinn kl.08.40.

3.Framtíðarsýn UMSE

Málsnúmer 202501153Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar Einari Hafliðasyni, fulltrúa stjórnar UMSE fyrir heimsóknina. Íþróttafulltrúa er falið að ganga frá styrktarsamningi við UMSE.

4.Rekstrarsamningur knattspyrnuvallar

Málsnúmer 202412041Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir rekstrarsamninginn með fimm atkvæðum og vísar honum til umfjöllunar í byggðaráði Dalvíkurbyggðar.

5.Hvatagreiðslur og líkamsræktarkort 16-18 ára

Málsnúmer 202501091Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fjórum atkvæðum að synja erindinu. Ráðið vísar til fyrri afgreiðslu um afsláttarkjör nema og ungmenna frá síðasta fundi ráðsins.
Elísa Rún Gunnlaugsdóttir yfirgaf fundinn kl.09:58

6.Samstarf við CDalvík

Málsnúmer 202411142Vakta málsnúmer

Erindinu er frestað. Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir því að forsvarsmenn CDalvíkur komi á næsta fund ráðsins með nánari útfærslu á hugmyndum sínum um samstarf.

7.Áskorun á sveitarfélög vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum

Málsnúmer 202501102Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Almenningssamgöngur - samráðsfundur með Vegagerðinni

Málsnúmer 202404034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir formaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
  • Jón Stefán Jónsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Jón Stefán Jónsson Íþróttafulltrúi