Sumarnámskeið 2025

Málsnúmer 202501152

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 170. fundur - 04.02.2025

Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Íþrótta- og æskulýðsráð felur frístundafulltrúa að vinna málið áfram með það að markmiði að boðið verði upp á sumarnámskeið í Dalvíkurbyggð sumarið 2025.Gerð verði könnun meðal foreldra á yngsta stigi grunnskóla til að kanna áhuga á sumarnámskeiðum. Stefnt er að því að niðurstöður könnunarinnar verði kynntar á næsta fundi ráðsins.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 171. fundur - 04.03.2025

Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi kynnir stöðu verkefnisins fyrir ráðinu og niðurstöður foreldrakönnunar er gerð var í tengslum við hugsanleg sumarnámskeið árið 2025.
Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar frístundafulltrúa kynninguna. Ráðið felur frístundafulltrúa að kostnaðargreina verkefnið og auglýsa eftir starfsmanni í 50% starfshlutfall tengdum verkefninu.

Sveitarstjórn - 378. fundur - 18.03.2025

Á 171. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi kynnir stöðu verkefnisins fyrir ráðinu og niðurstöður foreldrakönnunar er gerð var í tengslum við hugsanleg sumarnámskeið árið 2025.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar frístundafulltrúa kynninguna. Ráðið felur frístundafulltrúa að kostnaðargreina verkefnið og auglýsa eftir starfsmanni í 50% starfshlutfall tengdum verkefninu."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu eftirtalin gögn:
Niðurstaða úr foreldrakönnun sem lögð var fyrir íþrótta- og æskulýðsráð 4. mars sl. þar sem fram kemur tillaga Frístundafulltrúa um fyrirkomulag sumarnámskeiða/sumarfrístundar 2025.
Minnisblað Frístundfulltrúa, dagsett þann 17. mars 2025, þar sem fram kemur að ekki þurfi að óska eftir launaviðauka við deild 06260 þar sem einn starfsmaður Íþróttamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar færist til í starfi með samþykki starfsmannsins vegna lokunar á sundlaug sumarið 2025. Einnig starfa við sumarnámskeiðin starfsmaður Frístundar og frístundafulltrúi mun hafa umsjón.Áætlað er að bjóða upp á sumarfrístund (sumarnámskeið) í 4 vikur fyrir 6-10 ára börn í Dalvíkurbyggð . Miðað við foreldrakönnun má áætla að 12-20 börn muni nýta sér sumarfrístund.

Til máls tók:

Forseti sveitarstjórnar sem leggur til að ofangreind tillaga að útfærslu sumarnámskeiða verði samþykkt með þeirri breytingu að Frístundafulltrúa er falið að sækja um launaviðauka til byggðaráðs með tilfærslu á milli deilda.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 172. fundur - 01.04.2025

Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi kynnir stöðu verkefnisins og fer yfir gjaldskrá sumarnámskeiðanna 2025.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir gjaldskrá sumarfrístundar 2025 með fimm atkvæðum. Frístundafulltrúa er þakkað fyrir góða framsetningu málsins. Málinu er vísað til umræðu inni í Byggðaráði.
Jóna Guðbjörg yfirgaf fundinn klukkan 08:43

Byggðaráð - 1144. fundur - 10.04.2025

Á 172. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 1. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi kynnir stöðu verkefnisins og fer yfir gjaldskrá sumarnámskeiðanna 2025.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir gjaldskrá sumarfrístundar 2025 með fimm atkvæðum. Frístundafulltrúa er þakkað fyrir góða framsetningu málsins. Málinu er vísað til umræðu inni í Byggðaráði."

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að gjaldskrá sumarfrístundar 2025.
b) Með fundarboði fylgdi jafnframt beiðni um viðauka vegna tilfærslu á launakostnaði á milli deilda 06500 og 04280, mismunur vegna útreiknings og hlutfalla er kr. 30.637.Óskað er eftir að kr. 544.361 fari af deild 06500- laun og kr. 574.998 fari á deild 06260-laun.

Til umræðu ofangreint.

Jóna Guðbjörg og Gísli viku af fundi kl. 15:03.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda og meðfylgjandi tillögu að gjaldskrá vegna sumarfrístundar 2025. Visað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 14 við fjárhagáætlun 2025, þannig að kr. 544.361 fari af launakostnaði deildar 06500 og kr. 574.998 fari á launakostnaðar deildar 06260. Mismuni kr. 30.637 er mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 379. fundur - 15.04.2025

Á 1144.fundi byggðaráðs þann 10.apríl sl. var eftirfarandi bókað:

"Á 172. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 1. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi kynnir stöðu verkefnisins og fer yfir gjaldskrá sumarnámskeiðanna 2025.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir gjaldskrá sumarfrístundar 2025 með fimm atkvæðum. Frístundafulltrúa er þakkað fyrir góða framsetningu málsins. Málinu er vísað til umræðu inni í Byggðaráði."

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að gjaldskrá sumarfrístundar 2025.
b) Með fundarboði fylgdi jafnframt beiðni um viðauka vegna tilfærslu á launakostnaði á milli deilda 06500 og 04280, mismunur vegna útreiknings og hlutfalla er kr. 30.637.Óskað er eftir að kr. 544.361 fari af deild 06500- laun og kr. 574.998 fari á deild 06260-laun.

Til umræðu ofangreint.
Jóna Guðbjörg og Gísli viku af fundi kl. 15:03.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda og meðfylgjandi tillögu að gjaldskrá vegna sumarfrístundar 2025. Visað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 14 við fjárhagáætlun 2025, þannig að kr. 544.361 fari af launakostnaði deildar 06500 og kr. 574.998 fari á launakostnaðar deildar 06260. Mismun kr. 30.637 er mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Til máls tók:
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og meðfylgjandi tillögu að gjaldskrá vegna sumarfrístundar 2025.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að kr. 544.361 fari af launakostnaði deildar 06500 og kr. 574.998 fari á launakostnaðar deildar 06260. Mismun að fjárhæð kr. 30.637 er mætt með lækkun á handbæru fé.