Á 171. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi kynnir stöðu verkefnisins fyrir ráðinu og niðurstöður foreldrakönnunar er gerð var í tengslum við hugsanleg sumarnámskeið árið 2025.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar frístundafulltrúa kynninguna. Ráðið felur frístundafulltrúa að kostnaðargreina verkefnið og auglýsa eftir starfsmanni í 50% starfshlutfall tengdum verkefninu."
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu eftirtalin gögn:
Niðurstaða úr foreldrakönnun sem lögð var fyrir íþrótta- og æskulýðsráð 4. mars sl. þar sem fram kemur tillaga Frístundafulltrúa um fyrirkomulag sumarnámskeiða/sumarfrístundar 2025.
Minnisblað Frístundfulltrúa, dagsett þann 17. mars 2025, þar sem fram kemur að ekki þurfi að óska eftir launaviðauka við deild 06260 þar sem einn starfsmaður Íþróttamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar færist til í starfi með samþykki starfsmannsins vegna lokunar á sundlaug sumarið 2025. Einnig starfa við sumarnámskeiðin starfsmaður Frístundar og frístundafulltrúi mun hafa umsjón.Áætlað er að bjóða upp á sumarfrístund (sumarnámskeið) í 4 vikur fyrir 6-10 ára börn í Dalvíkurbyggð . Miðað við foreldrakönnun má áætla að 12-20 börn muni nýta sér sumarfrístund.