Á 1144.fundi byggðaráðs þann 10.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 172. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 1. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi kynnir stöðu verkefnisins og fer yfir gjaldskrá sumarnámskeiðanna 2025.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir gjaldskrá sumarfrístundar 2025 með fimm atkvæðum. Frístundafulltrúa er þakkað fyrir góða framsetningu málsins. Málinu er vísað til umræðu inni í Byggðaráði."
a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að gjaldskrá sumarfrístundar 2025.
b) Með fundarboði fylgdi jafnframt beiðni um viðauka vegna tilfærslu á launakostnaði á milli deilda 06500 og 04280, mismunur vegna útreiknings og hlutfalla er kr. 30.637.Óskað er eftir að kr. 544.361 fari af deild 06500- laun og kr. 574.998 fari á deild 06260-laun.
Til umræðu ofangreint.
Jóna Guðbjörg og Gísli viku af fundi kl. 15:03.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda og meðfylgjandi tillögu að gjaldskrá vegna sumarfrístundar 2025. Visað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 14 við fjárhagáætlun 2025, þannig að kr. 544.361 fari af launakostnaði deildar 06500 og kr. 574.998 fari á launakostnaðar deildar 06260. Mismun kr. 30.637 er mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."