Byggðaráð

1144. fundur 10. apríl 2025 kl. 13:15 - 16:57 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2024 og endurskoðun

Málsnúmer 202411016Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi frá KPMG, sviðsstjórarnir Eyrún Rafnsdóttir og Gísli Bjarnason, og aðalmenn í Gunnar Kristinn Guðmundsson, Monika Margrét Stefánsdóttir og Freyr Antonsson sem tók þátt í fundinum í gegnum TEAMS, kl. 13:15.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ársreikningur Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2024.

Þorsteinn G. Þorsteinsson, endurskoðandi fór yfir helstu niðurstöður ársreikningsins.

Til umræðu ofangreint.

Þorsteinn, Eyrún, Gunnar Kristinn, Monika viku af fundi kl. 14:09.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2024 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Erindi skíðafélags vegna framkvæmdastyrks 2025

Málsnúmer 202503113Vakta málsnúmer

Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, kl. 14:10.

Á 1143. fundi byggðaráðs þann 27. mars sl. var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hörður Finnbogason, framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur, Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs,kl. 15:00.
Með fundarboð byggðaráðs fylgdi greinargerð framkvæmdastjóra Skíðafélagsins um helstu verkþætti, stöðu framkvæmda og stöðu fjármála vegna aðstöðuhúss Skíðafélags Dalvíkur sem er í byggingu.
Til umræðu ofangreint.
Styrkur sveitarfélagsins til Skíðafélagsins með hönnunarkostnaði frá árinu 2023 eru kr. 158.000.000.
Hörður vék af fundi kl. 15:30.
Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað."

Með fundarboði fylgdi minnisblað íþróttafulltrúa, dagsett þann 7. apríl sl., þar sem íþróttafulltrúi leggur til að fjármagn, kr. 20.500.000, sem er eyrnamerkt í fjárfestingastyrk til Skíðafélagsins á árinu 2026 í þriggja ára áætlun sveitarfélagsins verði fært yfir á árið 2025 þar sem framkvæmdin er á undan áætlun.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gerðar verði breytingar á fjárhagsáætlun 2025 og 2026 þannig að áætlaður styrkur ársins 2026 kr. 20.500.0000 verði flutt til ársins 2025. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþróttafulltrúa að útbúa viðaukabeiðni í samræmi við ofangreint fyrir fund sveitarstjórnar.

3.Frá 172. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 01.04.2025; Endurskoðun rekstrarsamnings UMFS vegna ÍB-korta

Málsnúmer 202502114Vakta málsnúmer

Á 172. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 1. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Íþróttafulltrúi fer yfir greinagerð sína um stöðu knattspyrnudeildar UMFS vegna ÍB-korta.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráðs leggur til að breytingar verði gerðar á gjaldskrá. Boðið verði upp á ÍB-kort til þriggja mánaða, sex mánaða og tólf mánaða."


Í greinargerð íþróttafulltrúa, dagsett þann 19. mars sl., kemur m.a. fram að nú um áramót tóku í gildi svokölluð ÍB-kort í Íþróttamiðstöðina, sem í rauninni eru sérstök kort en byggð á 65% afslætti af árskorti. Slíkt sé auðvitað mikil búbót fyrir flest íþróttafélög í plássinu en þó er því öfugt farið með Knattspyrnudeild UMFS sem sér nú fram á aukin fjárútlát (þar sem deildin hefur undanfarin ár haft frían aðgang að aðstöðunni). Fram kemur í greinargerðinni að athugasemdir hafa borist frá forsvarsmönnum meistraraflokka kvenna og karla í knattspyrnu vegna þessara breytinga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að boðið verði einnig upp á ÍB-kort til þriggja mánaða og sex mánaða.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Frá íþróttafulltrúa; Gjaldskrárbreytingar íþróttamiðstöðvar 2025 - afsláttur til rekstraraðila

Málsnúmer 202503110Vakta málsnúmer

Á 1143. fundi byggðaráðs þann 27. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá íþróttafulltrúa, dagsett þann 21. mars sl., þar sem lagt er til að Lagt er til að gera breytingu á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar vegna ársins 2025. Boðið verði upp á 35% afslátt af verði ef salurinn er leigður oftar en fjórum sinnum innan mánaðar. Ástæða breytingarinnar er sú að töluvert ásókn er í að leigja salinn til að halda einkatíma í honum á borð við Booty sculpt, Jóga, Mömmuþrek og fleira. Slíkt er afar jákvætt í afþreyingar og heilsuflóru íbúa sveitarfélagsins.
Niðurstaða: Byggðaráð frestar afgreiðslu þessa erindis með vísan í önnur sambærileg mál sem eru í skoðun."

Til umræðu ofangreint.

Jón Stefán vék af fundi kl. 14:42
Afgreiðslu frestað.

5.Frá 108. fundi menningarráðs þann 11.03.2025; Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði - Leikfélag Dalvíkur

Málsnúmer 202502139Vakta málsnúmer

Á 108. fundi menningarráðs þann 11. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsókn frá Leikfélagi Dalvíkur til að fjármagna endurnýjun á ljósabúnaði í Ungó sem er komin til ára sinna. Leikfélag Dalvíkur sækir um 2.600.000 kr. styrk til að mæta kostnaði við endurnýjun.
Niðurstaða : Menningarráð hafnar erindinu vegna þess að sjóðurinn hefur ekki burði til að veita svona háan styrk. Menningarráð vísar málinu til Byggðaráðs og óskar eftir því að Byggðaráð taki jákvætt í erindið."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá forsvarsmenn Leikfélagsins á fund ásamt sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar.
Byggðaráð óskar eftir að fá ársreikning félagsins fyrir árið 2024 og 2023.

6.Frá 372. fundi sveitarstjórnar þann 22. október 2024; Félagsmiðstöð fyrir börn á miðstigi

Málsnúmer 202409101Vakta málsnúmer

Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi k. 14:40.

"Á 372. fundi sveitarstjórnar þann 22. október sl. var eftirfarandi bókað:
Á 43. fundi ungmennaráðs þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið til umræðu.
Niðurstaða : Ungmennaráð leggur til að skoðuð verði opnun á félagsmiðstöð fyrir nemendur á miðstigi.
Niðurstaða : Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu Ungmennaráðs og Frístundafulltrúa er falið að leggja fyrir íþrótta- og æskulýðsráð og byggðaráð hugmynd að útfærslu sem fyrst."

Á 46. fundi ungmennaráðs þann 25. mars sl. var eftifarandi bókað:
"Frístundafulltrúi kynnir fyrirkomulag opnana í félagsmiðstöð fyrir miðstig vorið 2025
Niðurstaða : Ungmennaráð lýsir yfir ánægju með framvindu mála og er sammála því að hægt sé að skoða að sameina opnanir fyrir 5. - 7. bekk á næsta skólaári."

Í meðfylgjandi minnisblaði frístundafulltrúa frá 24. mars sl. kemur fram að í lok nóvember 2024 byrjaði félagsmiðstöðin með opnanir á mánudögum fyrir nemendur í 7. bekk milli kl. 17:30-19:00 og annan hvern föstudag milli kl. 18:00 -19:30. Þann 12. mars 2025 bættist við opnun fyrir 5. og 6. bekk í Dalvíkurskóla og Árskógaskóla á miðvikudögum frá 17:30 ? 19:00. Nú þegar sé komin reynsla á 7. bekkjar opnanirnar sem hafa gengið mjög vel. Það sé jákvætt fyrir starfsfólk Dallas að kynnast 7. bekknum fyrr og að börnin þekki til starfseminnar.
Frístundafulltrúi vill halda áfram að bjóða upp á opnanir fyrir 10-12 ára börn í félagsmiðstöðinni Dallas á næsta skólaári, það sé spurning hvort að það verði með breyttu sniði. Þá væri hægt að hafa 5. og 7.bekk saman tvisvar sinnum í viku í staðinn fyrir að 5. og 6. bekkur sé einu sinni og 7. bekkur með 1 til 2 skipti á viku.

Til umræðu ofangreint.




Byggðaráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda útfærslu.

7.Frá 172. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 01.04.2025; Sumarnámskeið 2025

Málsnúmer 202501152Vakta málsnúmer

Á 172. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 1. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi kynnir stöðu verkefnisins og fer yfir gjaldskrá sumarnámskeiðanna 2025.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir gjaldskrá sumarfrístundar 2025 með fimm atkvæðum. Frístundafulltrúa er þakkað fyrir góða framsetningu málsins. Málinu er vísað til umræðu inni í Byggðaráði."

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að gjaldskrá sumarfrístundar 2025.
b) Með fundarboði fylgdi jafnframt beiðni um viðauka vegna tilfærslu á launakostnaði á milli deilda 06500 og 04280, mismunur vegna útreiknings og hlutfalla er kr. 30.637.Óskað er eftir að kr. 544.361 fari af deild 06500- laun og kr. 574.998 fari á deild 06260-laun.

Til umræðu ofangreint.

Jóna Guðbjörg og Gísli viku af fundi kl. 15:03.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda og meðfylgjandi tillögu að gjaldskrá vegna sumarfrístundar 2025. Visað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 14 við fjárhagáætlun 2025, þannig að kr. 544.361 fari af launakostnaði deildar 06500 og kr. 574.998 fari á launakostnaðar deildar 06260. Mismuni kr. 30.637 er mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

8.Leigufélagið Bríet; kaup á 9 íbúðum

Málsnúmer 202402137Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Óðinn Steinsson, verkefnastjóri þvert á svið, kl. 15:12.

Á 1143. fundi byggðaráðs þann 27. mars sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur dagsettur þann 17. mars sl., þar sem fram kemur að Stjórn Leigufélagsins Bríetar hefur samþykkt að gagna til samninga við Dalvíkurbyggð vegna þeirra 9 eigna sem Bríet
hefur skoðað með sveitarfélaginu.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá fasteignasala til að sjá um skjalagerð og frágang, sbr. tölvupóstur Leigufélagsins Bríetar frá 17. mars sl.
b) Með vísan í mál 202411101 samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að fela verkefnastjóra þvert á svið að upplýsa leigjendur í Lokastíg 2 um ofangreint."

Verkefnastjóri og sveitarstjóri gerðu grein fyrir stöðu málsins og vinnu á milli funda.
Afgreiðslu frestað þar sem tilboð frá Leigufélaginu Bríet vantar.

9.Frá framkvæmdasviði; Úrgangsmál - tilboð

Málsnúmer 202303137Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 15:24.

Á 377. fundi sveitarstjórnar þann 18. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að útboðsgögnum fyrir úrgangsþjónustu fyrir sveitarfélagið.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og breytingu á rekstri söfnunarstöðva og breyting á gjaldskrá taki gildi um mitt ár 2025, þegar nýr rekstaraðili tekur við."

Með fundarboði fylgdi minnisblað um niðurstöðu útboðs úrgangsþjónustu, dagsett þann 7. apríl sl., þar sem gert er grein fyrir að tvö tilboð bárust í úrgangsþjónustu fyrir Dalvíkurbyggðar 2028-2028, annað frá Íslenska gámafélaginu ehf og hitt frá Terra Umhverfisþjónustu hf. Eftir yfrfarð og samanburð tilboðs þá er það mat umsjónaraðila útboðsins, Consensa, og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og verkefnastjóra þvert á svið að leggja til að gengið verði til samninga við þann bjóðanda sem er með lægra tilboð sem er Terra umhverfisþjónusta hf.

Óðinn vék af fundi kl.15:29.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Terra Umhverfisþjónustu hf. um sorphirðu í Dalvíkurbyggð til næstu þriggja ára á grundvelli tilboð þeirra.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

10.Rekstur tjaldsvæðis á Dalvík

Málsnúmer 202501089Vakta málsnúmer

Lilja Guðnadóttir vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis og tók ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu, kl. 15:30.

Á 377. fundi sveitarstjórnar þann 18. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á fundi byggðaráðs þann 13.febrúar var eftirfarandi bókað:
Á 1139. fundi byggðaráðs þann 6. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að verðfyrirspurn vegna rekstur á tjaldsvæðinu á Dalvík.
Til umræðu meðfylgjandi drög. M.a. rætt sérstaklega um samningstíma.
Niðurstaða : Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu lokadrög vegna verðfyrirspurnar um rekstur tjaldsvæðisins á Dalvík.
Óðinn vék af fundi kl. 14:56.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi lokadrög vegna verðfyrirspurnar um rekstur tjaldsvæðið á Dalvík og felur sveitarstjóra og deildarstjóra Eigna- og frmakvæmdadeildar að auglýsa eftir tilboðum.
Visað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Niðurstaða : Enginn tók til máls:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og lokadrög vegna verðfyrirspurnar um rekstur tjaldsvæðis á Dalvík."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 24. mars sl., þar sem gert er grein fyrir niðurstöðum úr verðfyrirspurn vegna tjaldsvæðisins á Dalvík. Tvö tilboð bárust; frá Draumablá ehf. og frá EB ehf. Eftir yfirferð og skoðun tilboða er lagt til að gengið verði til samninga við Draumablá ehf. um rekstur á tjaldsvæðinu á Dalvík frá 15. apríl 2025 til 1. október 2027.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að gengið verði til samninga við Draumablá. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

11.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Umhirða opinna svæða - Útboð og gerð þjónustusamnings 2025

Málsnúmer 202501030Vakta málsnúmer

Á 29. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 7. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir lokadrög að verðkönnun vegna umhirðu opinna svæða í Dalvíkurbyggð. Búið var að breyta uppsetningu verðkönnunargagnanna frá fyrri fundi og endurmeta stærð umhirðusvæðanna og flokkun þeirra.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að verðkönnun. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 7. apríl sl. þar sem gert er grein fyrir niðurstöðu verðfyrirspurnar í umhirðu opinna svæða í Dalvíkurbyggð 2025-2028. Fjögur tilboð bárust frá:
EB ehf.
GÞ verktakar ehf.
Hannes Ingi Sigurðsson.
Leó verktaki ehf.

Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar leggur til að samið verði við lægstbjóðanda til næstu þriggja ára sem er EB ehf.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við EB ehf. á grundvelli tilboðsins fyrir tímabilið 1. maí 2025 til og með 31. október 2028 skv. verðkönnunargögnum.
Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

12.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildarM Gatnahreinsun í Dalvíkurbyggð 2025 - 2028

Málsnúmer 202504010Vakta málsnúmer


Tekið fyrir minnisblað frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 7. apríl sl., þar sem gert er grein fyrir niðurstöðum úr verðfyrirspurn í gatnahreinsun. Sex tilboð bárust frá:
Dalverk ehf.
EB ehf.,
Hreinsitækni ehf.
Sigvaldi og synir ehf.
Steypustöðin Dalvík ehf.
Verkval ehf.

Deildarstjóri leggur til að samið verði við lægstbjóðanda til næstu þriggja ára sem er Hreinsitækni ehf.
Bygggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Hreinsitækni ehf. til næstu þriggja ára um framkvæmd gatnahreinsunar í Dalvíkurbyggð.
Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

13.Frá 377. fundi sveitarstjórnar þann 18. febrúar sl.; Snjómokstur og hálkuvarnir 2024

Málsnúmer 202502030Vakta málsnúmer


Lilja Guðnadóttir kom inn á fundinn að nýju klk. 15:40 undir þessum lið.

Á 377. fundi sveitarstjórnar þann 18. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
Á 29.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 7.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og sveitarstjóra að rýna betur ástæður fyrir kostnaðaraukanum.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að fá upplýsingar frá Fjallabyggð, Akureyri og Grýtubakkahrepp varðandi kostnað við snjómokstur og hálkuvarnir síðastliðin fimm ár til að bera saman við kostnað Dalvíkurbyggðar. Sveitarstjórn óskar eftir því við verktaka að skila til umhverfis- og dreifbýlisráðs og byggðaráðs greinargerð vegna kostnaðarauka og tillögur að verklagi sem geti verið báðum samningsaðilum hagfellt án skerðingar á þjónustustigi.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra og deildarstjóra Eigna- og framkvæmadeildar, dagsett þann 8. apríl sl., þar sem gert er grein fyrir þeim upplýsingum sem aflað hefur verið, m.a. samanburð við önnur sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu. Fram kemur að aðeins einn verktaki sem Dalvíkurbyggð greiðir fyrir þessa þjónustu brást við óskum um greinargerð varðandi kostnað við snjómokstur og hálkuvarnir en það er Steypustöðin. Í minnisblaðinu koma jafnframt skýringar á hækkun undanfarin ár. Samantekin niðurstaða er að það má færa rök fyrir því að sá kostnaðarauki sem varð við þessa þjónustu á milli áranna 2023 og 2024 í Dalvíkurbyggð sé alls ekki óeðlilegur og að skýringar megi finna bæði í veðurfari og í breyttum vinnubrögðum. m.t.t. aðstæðna. Kostnaður vi ðþennan málaflokk er ekki óeðlilega hár í Dalvíkurbyggð miðað við hin sveitarfélögin sem skoðuð voru til samanburðar.
Lagt fram til kynningar.

14.Frá Norðurþingi; Náttúruverndarnefnd Þingeyinga ósk um samstarf

Málsnúmer 202504022Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Norðurþingi, rafpóstur dagsettur þann 2. apríl sl., þar sem fram kemur að byggðaráð Norðurþings samþykkir að leita eftir samstarfi við sveitarfélögin á starfssvæði SSNE um stofnun og rekstur náttúruverndarnefndar. Norðurþing lýsir sig reiðubúið til að vera leiðandi sveitarfélag í starfi nefndarinnar

Umhverfis- og dreifbýlisráð fer með lögundið verkefni náttúruverndar.https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Erindisbref/erindisbref-umhverfis-og-dreifbylisrad.pdf-uppfaert.pdf

Til umræðu ofangreint.

Helga Íris vék af fundi kl. 15:50.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir umsögn frá umhverfis- og dreifbýlisráði um ofangreint erindi Norðurþings.

15.Byggðasafnið Hvoll- Karlsrauðatorg 6 - kauptilboð

Málsnúmer 202403046Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi kauptilboð í fasteignina við Karlsrauðatorg 6, dagsett þann 6. apríl 2025, frá Sumardalur ehf.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ofangreindu kauptilboði í fasteignina við Karalsrauðatorg 6 verði tekið.

16.Vinnuhópur um brunamál; húsnæðismál Slökkvistöðvar

Málsnúmer 202110061Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn:
a)Fundargerð vinnuhóps um brunamál frá 25.03.2025.Fundur haldinn í kjölfar afgreiðslu skipulagsráðs á 32.fundi sínum þann 12.mars sl., þar sem ráðið hafnaði framlögðum tillögum vinnuhópsins að staðsetningu slökkvistöðvar. Sveitarstjórn tók málið fyrir á 378.fundi sínum þann 18.mars og samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu forseta sveitarstjórnar að fela sveitarstjóra að boða vinnuhóp um brunamál og skipulagsráð til þessa fundar og ræða næstu skref. Niðurstaða fundar er að engin af þeim 3 lóðum sem vinnuhópurinn lagði til urði fyrir valinu heldur sé Gunnarsbraut 10b fyrsti valkostur. Sveitarstjóra var falið að boða eigendur að Gunnarsbraut 10 B til fundar og hefja viðræður um möguleg kaup á lóðinni.
b) Fundargerð Faglausna frá 7. apríl sl. þar sem mættir voru Almar Eggertsson og Hermann Herbertsson frá Faglausnum ehf, Ottó Biering Ottósson frá EGÓ hús ehf. fyrir hönd lóðarhafa og sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar.
c) Erindi frá EGÓ húsum ehf. dagsett þann 8. april 2025 þar sem fram kemur að EGÓ hús er tilbúið að ganga til viðræðna um a) söluverð lóðar eins og hún er núna sem og b) söluverð húss.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ofangreindu tilboði EGÓ húsa ehf. verði hafnað í heild sinni.

17.Frá ASÍ; Upplýsingabeiðni á grundvelli upplýsingalaga - útvistun ræstinga- og þrifa starfa; svar frá Dögum

Málsnúmer 202503046Vakta málsnúmer

Á 378. fundi sveitarstjórnar þann 18. mars sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Alþýðusambandi Íslands, ASÍ, dagsett þann 6. mars sl., þar sem óskað er eftir upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 um útvistun sveitarfélags á ræstinu og þrifum.
Í frétt á heimasíðu Starfsgreinasambandins frá 7. mars sl. kemur fram að í gær sendi ASÍ fyrir hönd SGS og Eflingar bréf til allra sveitarfélaga landsins þar sem óskað er eftir upplýsingum um þau ræstingarverkefni sem sveitarfélögin hafa útvistað til einkafyrirtækja á síðustu árum. Tilgangur upplýsingabeiðninnar er að greina betur umfang hins opinbera í útboðum á ræstingum og þrifum, svo og að kanna hvernig framkvæmd útboða og eftirliti er háttað.
https://www.sgs.is/frettir/frettir/umsvif-hins-opinbera-i-utbodum-i-raestingum-kortlogd/
Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og senda fyrirspurn á Dagar hvort að starfsfólki sem starfar í stofnunum og vinnustöðum Dalvíkurbyggðar samkvæmt verksamningi, sé greitt samkvæmt gildandi
kjarasamningum.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að bregðast við erindi ASÍ eftir því sem við á."
Niðurstaða : Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svarbréf frá Dagar ehf. dagsett þann 3. apríl sl., þar sem staðfest er að allt starfsfólk Daga fái laun og starfskjör í samræmi við gildandi kjarasamninga hverju sinni og allur aðbúnaður starfsfólks sé í samræmi við löggjöf á svið vinnuverndar.

Lagt fram til kynningar.

18.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202504026Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

19.Netárás á tölvukerfi Dalvíkurbyggðar - niðurstaða Persónuverndar

Málsnúmer 202305096Vakta málsnúmer

Á 362. fundi sveitarstjórnar þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1086. fundi byggðaráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1072. fundi byggðaráðs þann 29. júní sl. samþykkti byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að vísa framtíðarfyrirkomulagi netöryggismála sveitarfélagsins til UT-teymis Dalvíkurbyggðar í kjölfar netárásar sem sveitarfélagið varð fyrir í maí sl. Með fundarboði fylgdi minnisblað innanhúss er varðar högun netöryggismála sveitarfélagsins og gert er ráð fyrir þeim tillögum í starfs- og fjárhagsáætlun 2024.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."
Niðurstaða : Enginn tók til máls. Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi bréf Persónuverndar, dagsett þann 17. mars sl, er varðar ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 202502065, áður 2024061085. Ákvörðunin varðar frumkvæðisathugun á vinnslu persónuupplýsinga hjá Dalvíkurbyggð - nánar tiltekið var til athugunar hvort sveitarfélagið hefði tryggt viðeigandi öryggi við vinnslu persónuupplýsinga þegar öryggisbrestur varð í tölvukerfi sveitarfélagsins 14. maí 2023.

Niðurstaða Persónuverndar er að Dalvíkurbyggð er veitt áminning fyrir að verða fyrir netárás þann 14. maí 2023 en ekki þykir nægilegt tilefni til að leggja stjórnvaldssekt á Dalvíkurbyggð.Lagt er fyrir Dalvíkurbyggð að endurmeta áhættu á aðgangi óviðkomandi að persónuupplýsingum í tölvukerfi sveitarfélagsins. Skal sveitarfélagið jafnframt gera viðeigandi skipulagslegar og tæknilegar ráðstafanir til að mæta þeim áhættuþætti í samræmi við lög og reglugerðir sem vísað er í . Loks skal sveitarfélagið tilgreina þær ráðstafanir í áhættumati sínu i´samhengi við áhættuþáttinn. Skjal staðfesting á því að farið hafi verið að þessum fyrirmælum berast Persónuvernd eigi síðar en 21. apríl nk.

https://island.is/s/personuvernd/urskurdir-akvardanir-og-alit/frumkvaedisathugun-a-vinnslu-personuupplysinga-hja-dalvikurbyggd

Lagt fram til kynningar.

20.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Rimar - umsagnarbeiðni um tækifærisleyfi

Málsnúmer 202503143Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 26. mars sl, þar sem óskað er umsagnar um tækifærileyfi frá Jóni S. Hreinssyni og Snjólaugu Björk Valdimardóttur vegna Svarfdælsk Mars sem haldinn var að Rimum 5. apríl sl.

Fyrir liggja jákvæðar umsagnir slökkviliðsstjóra og skipulagsfulltrúa.
Þar sem viðburðurinn hefur farið fram er ofangreint lagt fram til kynningar.

21.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Karlsrauðatorg 11 - umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi gistingar

Málsnúmer 202503142Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 26. mars sl. þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Gísla, Eiríki og Helga ehf. vegna leyfis til reksturs gististaðar í Flokki II - G íbúðir í Steinholti við Karlsrauðatorg 11.

Fyrir liggur neikvæð umsögn skipulagsfulltrúa um erindið þar sem skipulagsfulltrúi getur ekki gefið jákvæða umsögn um erindið fyrr en aðalskipulagsbreyting hefur tekið gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Byggðaráð frestar afgreiðslu.

22.Aðalfundur Flokkun Eyjafjörður ehf., í mars 2025

Málsnúmer 202503134Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Flokkun Eyjafjörður ehf., dagsettur þann 27. mars sl., þar til upplýsingar eru undirrituð gögn:

Stjórnarfundur Flokkun Eyjafjarðar ehf. mars 2025 - fundargerð.
Fundargerð aðalfundar Flokkunar 2025þ
Ársreikningur 2024.
Rafpóstur dagsettur þann 25. mars sl. varðandi tillögu að breytingum á samþykktum.
Lagt fram til kynningar og vísað til umhverfis- og dreifbýlisráðs til upplýsingar.

23.Aðalfundur Landskerfis bókasafna 2025

Málsnúmer 202504014Vakta málsnúmer

Tekið fyrir aðalfundarboð frá Landskerfi bókasafna, dagsett þann 2 apríl sl., þar sem boðað er til aðalfundar 6. maí nk. kl. 14:00 í Reykjavík.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela forstöðumanni safna og menningarhúss að sækja fundinn ef hún hefur tök á og hægt er að nýta ferðina samhliða í önnur verkefni.

24.Frá Eignahaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Styrktarsjóður EBÍ-umsóknarfrestur

Málsnúmer 202504009Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Eignahaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 2. apríl sl., þar sem kemur fram að umsóknarfrestur í Styrktarsjóinn er til aprílloka. Hvert aðildarsveitarfélag getur bara sent inn eina umsókn og að öllu jöfnu fær sveitarfélag ekki úthlutað tvö ár í röð.
Lagt fram til kynningar.

25.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Nýjar samþykktir EBÍ-breytingar á kjöri í fulltrúaráð EBÍ

Málsnúmer 202504016Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 2. apríl sl., þar sem fram kemur að á aukafundi fulltrúaráðs EBí þann 19. mars sl, var lögð fram og samþykkt tillaga að nýjum samþykktum fyrir EBÍ.
Lagt fram til kynningar.

26.Kalskemmdir á túnum í Dalvíkurbyggð - bændur fá tónastuðning

Málsnúmer 202406098Vakta málsnúmer

Á 1138. fundi byggðaráðs þann 30. janúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fréttatilkynning frá Matvælaráðuneytinu, dagsett þann 23. janúar sl., þar sem fram kemur að Bjargráðasjóður hefur greitt út 80% af styrkjum vegna kaltjóna eða um 225 milljónir króna. Um er að ræða
89 umsækjendur vegna kaltjóns á Norðurlandi veturinn 2023-2024.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fréttatilkynning Atvinnuvegaráðuneytisins dagsett þann 7. apríl sl. þar sem fram kemur að bændur fá allt að 725 milljónir króna til stuðnings til þeirra sem urðu fyrir tjóni vegna óvanalegs og erfiðs tíðafars á landinu sumarið 2024.
Lagt fram til kynningar.

27.Frá Matvælaráðuneytinu; Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald - umsögn

Málsnúmer 202503145Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi umsögn sveitarstjóra fyrir hönd Dalvíkurbyggðar vegna frumvarps um breytingar á lögum um veiðigjald.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að umsögn frá Dalvíkurbyggð.

28.Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis; Til umsagnar 268. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202504015Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingsis, dagsettur þann 3. apríl sl., þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 268. mál í Verndar- og orkunýtingaráætlun
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 23. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:57.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs