Málsnúmer 202503113Vakta málsnúmer
Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, kl. 14:10.
Á 1143. fundi byggðaráðs þann 27. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hörður Finnbogason, framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur, Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs,kl. 15:00.
Með fundarboð byggðaráðs fylgdi greinargerð framkvæmdastjóra Skíðafélagsins um helstu verkþætti, stöðu framkvæmda og stöðu fjármála vegna aðstöðuhúss Skíðafélags Dalvíkur sem er í byggingu.
Til umræðu ofangreint.
Styrkur sveitarfélagsins til Skíðafélagsins með hönnunarkostnaði frá árinu 2023 eru kr. 158.000.000.
Hörður vék af fundi kl. 15:30.
Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað."
Með fundarboði fylgdi minnisblað íþróttafulltrúa, dagsett þann 7. apríl sl., þar sem íþróttafulltrúi leggur til að fjármagn, kr. 20.500.000, sem er eyrnamerkt í fjárfestingastyrk til Skíðafélagsins á árinu 2026 í þriggja ára áætlun sveitarfélagsins verði fært yfir á árið 2025 þar sem framkvæmdin er á undan áætlun.