Frá Draumablá ehf.; Rekstur tjaldsvæðis á Dalvík

Málsnúmer 202501089

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1138. fundur - 30.01.2025

Tekið fyrir erindi frá Draumablá ehf., dagsett þann 17. janúar 2025, þar sem fram kemur áhuga fyrirtækisins að koma að rekstri tjaldsvæðisins á Dalvík. Vísað er í upplýsingar úr fundargerðum sveitarfélagsins um uppsögn á samningi við landamerki. Fram kemur að Draumablá ehf. hefur haft umsjón með tjaldsvæðinu á Dalvík fyrir hönd Landamerki ehf. að undanskildu síðasta sumrli. Óskað er svara um hvort og þá hvernig rekstri svæðisins verður háttað næsta sumar. Fram kemur að Draumablá er tilbúin til samtals en eru einnig tilbúin að bjóða í reksturinn verði hann boðinn út.
Afgreiðslu frestað.

Byggðaráð - 1139. fundur - 06.02.2025

Á 1138. fundi byggðaráðs þann 30. janúar 2025 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Draumablá ehf., dagsett þann 17. janúar 2025, þar sem fram kemur áhuga fyrirtækisins að koma að rekstri tjaldsvæðisins á Dalvík. Vísað er í upplýsingar úr fundargerðum sveitarfélagsins um uppsögn á samningi við landamerki. Fram kemur að Draumablá ehf. hefur haft umsjón með tjaldsvæðinu á Dalvík fyrir hönd
Landamerki ehf. að undanskildu síðasta sumrli. Óskað er svara um hvort og þá hvernig rekstri svæðisins verður háttað næsta sumar. Fram kemur að Draumablá er tilbúin til samtals en eru einnig tilbúin að bjóða í reksturinn verði hann boðinn út.
Niðurstaða : Afgreiðslu frestað."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að verðfyrirspurn vegna rekstur á tjaldsvæðinu á Dalvík.
Til umræðu meðfylgjandi drög. M.a. rætt sérstaklega um samningstíma.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 1140. fundur - 13.02.2025

Á 1139. fundi byggðaráðs þann 6. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að verðfyrirspurn vegna rekstur á tjaldsvæðinu á Dalvík.
Til umræðu meðfylgjandi drög. M.a. rætt sérstaklega um samningstíma.
Niðurstaða : Afgreiðslu frestað til næsta fundar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu lokadrög vegna verðfyrirspurnar um rekstur tjaldsvæðisins á Dalvík.

Óðinn vék af fundi kl. 14:56.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi lokadrög vegna verðfyrirspurnar um rekstur tjaldsvæðið á Dalvík og felur sveitarstjóra og deildarstjóra Eigna- og frmakvæmdadeildar að auglýsa eftir tilboðum.
Visað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 377. fundur - 18.02.2025

Á fundi byggðaráðs þann 13.febrúar var eftirfarandi bókað:
Á 1139. fundi byggðaráðs þann 6. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að verðfyrirspurn vegna rekstur á tjaldsvæðinu á Dalvík.
Til umræðu meðfylgjandi drög. M.a. rætt sérstaklega um samningstíma.
Niðurstaða : Afgreiðslu frestað til næsta fundar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu lokadrög vegna verðfyrirspurnar um rekstur tjaldsvæðisins á Dalvík.

Óðinn vék af fundi kl. 14:56.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi lokadrög vegna verðfyrirspurnar um rekstur tjaldsvæðið á Dalvík og felur sveitarstjóra og deildarstjóra Eigna- og frmakvæmdadeildar að auglýsa eftir tilboðum.
Visað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og lokadrög vegna verðfyrirspurnar um rekstur tjaldsvæðis á Dalvík.

Byggðaráð - 1143. fundur - 27.03.2025

Erindinu frestað til næsta fundar vegna vanhæfis 2ja byggðaráðsmanna.