Byggðaráð

1143. fundur 27. mars 2025 kl. 15:00 - 18:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson, aðalmaður boðaði forföll og Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Erindi skíðafélags vegna framkvæmdastyrks 2025

Málsnúmer 202503113Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hörður Finnbogason, framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur, Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs,kl. 15:00.

Með fundarboð byggðaráðs fylgdi greinargerð framkvæmdastjóra Skíðafélagsins um helstu verkþætti, stöðu framkvæmda og stöðu fjármála vegna aðstöðuhúss Skíðafélags Dalvíkur sem er í byggingu.

Til umræðu ofangreint.

Styrkur sveitarfélagsins til Skíðafélagsins með hönnunarkostnaði frá árinu 2023 eru kr. 158.000.000.

Hörður vék af fundi kl. 15:30.
Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað.

2.Frá íþróttafulltrúa; Gjaldskrárbreytingar íþróttamiðstöðvar 2025

Málsnúmer 202503110Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá íþróttafulltrúa, dagsett þann 21. mars sl., þar sem lagt er til að Lagt er til að gera breytingu á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar vegna ársins 2025. Boðið verði upp á 35% afslátt af verði ef salurinn er leigður oftar en fjórum sinnum innan mánaðar. Ástæða breytingarinnar er sú að töluvert ásókn er í að leigja salinn til að halda einkatíma í honum á borð við Booty sculpt, Jóga, Mömmuþrek og fleira. Slíkt er afar jákvætt í afþreyingar og heilsuflóru íbúa sveitarfélagsins.
Byggðaráð frestar afgreiðslu þessa erindis með vísan í önnur sambærileg mál sem eru í skoðun.

3.Frá íþróttafulltrúa; Samstarf sundlauga Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar

Málsnúmer 202503092Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá íþróttafulltrúa, dagsett þann 18. mars sl., þar sem fram kemur að sundlaugar í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð hafa haft með sér samstarf þegar loka þarf vegna framkvæmda á öðrum hvorum staðnum og þá fái korthafar með gild kort á þeim stað frítt á hinum staðnum. Lagt er til að sveitarfélögin geri með sér ótímabundinn samning um áframhaldandi samstarf á þessum nótum. Tilefni þessa erindis er að sundlaugin á Dalvík lokar 1. apríl nk. vegna framkvæmda sem er áætlað að taki 3 mánuði.

Ofangreint erindi var tekið fyrir í bæjarráði Fjallabyggðar þann 21. mars sl. og var afgreiðsla Fjallabyggðar eftirfarandi:
"Bæjarráð samþykkir að veita korthöfum í sundlaug Dalvíkurbyggðar frítt í sund í sundlaugum Fjallabyggðar á meðan framkvæmdum stendur í sumar og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar að ganga frá ótímabundnum samningi um áframhaldandi samstarf á þeim nótum."

Gísli og Jón Stefán viku af fundi kl. 16:07.
Byggðaráð samþykkir samhljóða ofangreint erindi íþróttafulltrúa með 3 atkvæðum og samþykkir að veita korthöfum í sundlaug Fjallabyggðar frítt í sund í sundlaug Dalvíkurbyggðar ef loka þarf vegna framkvæmda. Byggðaráð felur íþróttafulltrúa að vinna drög að samningi með deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmáladeildar.

4.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar;Tilboð í rekstur tjaldsvæðis á Dalvík

Málsnúmer 202501089Vakta málsnúmer

Erindinu frestað til næsta fundar vegna vanhæfis 2ja byggðaráðsmanna.

5.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Beiðni um viðauka vegna fjölgun rafmagnstengla í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202503120Vakta málsnúmer

Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kom á fundinn undir þessum lið kl. 16:13.

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, bréf dagsett þann 25. mars sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna nauðsynlegrar fjölgunar á rafmagnstenglum og uppgetningu á hleðsludokkum auk vinnu við ídrátt raflagna í Dalvíkurskóla vegna breytinga á kennsluháttum.

Á fjárhagsáætlun ársins 2025 er gert ráð fyrir kr. 33.400.000 í viðhald Dalvíkurskóla skv. viðhaldsáætlun. Hægt er að forgangsraða verkefninu og taka þá hluta árið 2025 og rest árið 2026.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 12 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 2.600.000 á lið 31160-4610 þannig að verkefnið verði klárað á árinu 2025. Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

6.Sundskál Svarfdæla; umsókn í Húsafriðunarsjóð

Málsnúmer 202411021Vakta málsnúmer

Á 374. fundi sveitarstjórnar þann 19. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að þiggja boð Hjörleifs Stefánssonar og Elínu Óskar Hreiðarsdóttur um aðstoð við að sækja um fjárstyrk til Húsafriðunarsjóðs til að kosta vandaða úttekt á næsta ári og til að semja áætlun um viðgerð Sundskálans."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi bréf frá Minjastofnun Íslands, húafriðunarsjóði, dagsett þann 12. mars 2025, þar sem fram kemur að Minjastofnun hefur ákveðið að veita styrk að upphæð kr. 700.000 til verkþáttarins; Heildarúttekt og áætlun um viðgerðir.

Einnig fylgdi með fundarboði upplýsingar um styrkumsóknina, unnin af Hjörleifi Stefánssyni og Elínu Ósk Hreiðarsdóttur. Sótt var um kr. 9.977.000.

Helga Íris vék af fundi kl. 16:23,
Byggðaráð þakkar Hjörleifi Stefánssyni og Elínu Ósk Hreiðardóttur fyrir ofangreinda vinnu varðandi umsóknina.
Byggðaráð felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að vinna málið áfram.

7.Frá Félagi kraftamanna; Víkingurinn 2025

Málsnúmer 202503084Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Félagi kraftamanna, dagsett þann 12. mars sl., þar sem fram kemur ósk um að Dalvíkurbyggð sjái sér fært að taka þátt í verkefninu Víkingurinn 2025 með styrk að upphæð kr. 250.000, einni máltíð, gistingu með aðgengi að sturtu og sundi. Ætlunin er að heimsækja 4 sveitarfélög og vera með 2 keppnisgreinar í hverju sveitarfélagi sem eru heimsótt.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna þátttöku.

8.Frá Frístundafulltrúa; Ósk um viðauka vegna endurnýjunar á Pool borði í félagsmiðstöð

Málsnúmer 202502101Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Frístundafulltrúa, dagsett þann 18. mars 2025, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 600.000 til að kaupa nýtt poolborð og billiardbúnað fyrir Félagsmiðstöðina. Núverandi borð er orðið ónýtt.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 600.000, þannig að á lið 06310-2810 fari kr. 500.000 og á lið 06310-4180 fari kr. 100.000. Byggðaráð samþykkir að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

9.Leigufélagið Bríet; varðar kaup á eignum Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 202402137Vakta málsnúmer

Á 1108. fundi byggðaráðs þann 23. maí 2024 var eftirfarandi bókað:
"Á 1102. fundi byggðaráðs þann 4. apríl sl. var eftirfarndi bókað:
Á 1098. fundi byggðaráðs þann 29. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Helgi Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri Leigufélagsins Bríetar ehf., kl. 13:15 í gegnum TEAMS. Helgi Haukur kynnti starfsemi félagsins. https://briet.is/ Helgi Haukur vék af fundi kl. 13:42.
Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir viðræðum við Leigufélagið Bríet ehf. " Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá framkvæmdastjórar Bríetar ehf., þar sem meðfylgjandi er vinnulisti með ferli á yfirtöku eigna frá sveitarfélaginu ásamt excel skjali sem óskað er eftir að sveitarfélagið fylli inn í .
Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ofangreint excel skjal þar sem starfsmenn sveitarfélagsins hafa sett inn upplýsingar um þær 9 íbúðir sem eru eigu Félagslegra íbúða sveitarfélagsins, málaflokkur 57.
Niðurstaða : Lagt fram til kynninga"

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur dagsettur þann 17. mars sl., þar sem fram kemur að Stjórn Leigufélagsins Bríetar hefur samþykkt að gagna til samninga við Dalvíkurbyggð vegna þeirra 9 eigna sem Bríet hefur skoðað með sveitarfélaginu.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá fasteignasala til að sjá um skjalagerð og frágang, sbr. tölvupóstur Leigufélagsins Bríetar frá 17. mars sl.
b) Með vísan í mál 202411101 samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að fela verkefnastjóra þvert á svið að upplýsa leigjendur í Lokastíg 2 um ofangreint.

10.Sameining heilsugæslustöðvanna á Dalvík og í Fjallabyggð

Málsnúmer 202503115Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
a) Fréttatilkynning um sameiningu heilsugæslustöðvanna á Dalvík og í Fjallabyggð frá 19. mars sl.
b) Tölvupóstur frá bæjarstjóra Fjallabyggðar, dagsettur þann 21. mars sl., þar sem upplýst er um eftirfarandi bókun bæjarráðs Fjallabyggaðr um ofangreint:
"Fyrir liggur fréttatilkynning frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands þar sem fram kemur að heilsugæslustöð HSN á Dalvík og starfsstöðu HSN í Fjallabyggð verði sameinaðar frá og með 1.september n.k.

Í tilkynningunni kemur fram að megintilgangurinn með sameiningunni sé að búa til öflugri einingu sem auðveldar að manna stöður fagfólks. Þá auki stærri rekstrareining sveigjanleika í starfseminni með flæði starfsfólks á milli
starfsstöðva í sveitarfélögunum tveimur. Einnig er sameiningunni ætlað að styðja við forsendur til teymisvinnu sem ætti að efla samvinnu og miðlun þekkingar meðal starfsfólks.


Bæjarráð Fjallabyggðar leggur áherslu á að frekari upplýsingar fáist frá HSN varðandi sameininguna og að það verði tryggt að við fyrirhugaðar breytingar verði ekki um skerðingu þjónustu að ræða fyrir íbúa svæðisins."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til HSN varðandi sameininguna að það verði tryggt að fyrirhugaðar breytingar skerði ekki þjónustu og öryggi íbúa svæðisins.
Byggðaráð óskar jafnframt eftir því að sveitarfélagið fái upplýsingar frá HSN um gang mála og hvernig til hefur tekist varðandi sameininguna.

11.Starfs- og kjaranefnd 2025 - fundargerðir, erindi og samskipti

Málsnúmer 202501027Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnýslusviðs gerðu grein fyrir fundi starfs- og kjaranefndar frá 12. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

12.Mánaðarlegar skýrslur 2025; janúar- febrúar 2025

Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi skýrslur:
Staða bókhalds þann 25.mars sl. fyrir janúar - febrúar í samanburði við áætlun fyrir sama tímabil.
Staða launakostnaðar þann 25. mars sl., fyrir janúar - febrúar í samanburði við launaáætlun fyrir sama tímabil.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir SSNE 2025, nr. 71

Málsnúmer 202503117Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNE nr. 71 frá 17. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

14.Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis; Til umsagnar 147. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202503085Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefnda- og greiningarsviðs Alþingis, dagsettur þann 13. mars sl., þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar 147. mál; Skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslög.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 27. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson, aðalmaður boðaði forföll og Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs