Frá Frístundafulltrúa; Ósk um viðauka vegna endurnýjunar á Pool borði í félagsmiðstöð

Málsnúmer 202502101

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1143. fundur - 27.03.2025

Tekið fyrir erindi frá Frístundafulltrúa, dagsett þann 18. mars 2025, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 600.000 til að kaupa nýtt poolborð og billiardbúnað fyrir Félagsmiðstöðina. Núverandi borð er orðið ónýtt.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 600.000, þannig að á lið 06310-2810 fari kr. 500.000 og á lið 06310-4180 fari kr. 100.000. Byggðaráð samþykkir að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.