Byggðaráð

1142. fundur 13. mars 2025 kl. 13:15 - 16:38 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá SSNE; Beiðni um fund með sveitarstjórn í febrúar.

Málsnúmer 202501079Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund Albertína F. Elíasdóttir, framkvæmdastjóri, Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE, og Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, kl. 13:15.

Á 1138. fundi byggðaráðs þann 30. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 15. janúar sl., þar sem SSNE óskar eftir fundi með sveitarstjórn í febrúar. Fram kemur að slíkir fundir hafa gefist vel og vilji er til að endurtaka leikinn.Fundirnir eru mikilvægir fyrir miðlunupplýsinga en efni fundanna er að kynna starfsemi SSNE, áherslur ársins og það sem helst snýr að hverju sveitarfélagi fyrir sig. Einnig má óska eftir sérstöku umfjöllunarefni sem hægt er að undirbúa sérstaklega.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi þann 13. febrúar nk." (sem breyttist svo í 13. mars ).

Albertína, Elva og Friðjón viku af fundi kl. 14:08.
Byggðaráð þakkar Albertína og Elvu fyrir komuna og góða yfirferð.
Lagt fram til kynningar.

2.Heimsókn HSN til byggðaráðs

Málsnúmer 202503051Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN, Hildur Ösp Gylfadóttir, mannauðsstjóri HSN, og Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá HSN, kl. 14:09.

Til umræðu starfsemi HSN.

Jón Helgi, Hildur Ösp og Guðný viku af fundi kl. 14:38.
Lagt fram til kynningar.

3.Mánaðarlegar skýrslur 2024; fjárfestingar og framkvæmdir 2024

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Á 1141. fundi byggðaráðs þann 27. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi skýrslur:
Staða bókhalds janúar - desember 2024 í samanburði við heimildir á áætlun -rekstur.
Þverkeyrsla á fjárhagslykla janúar - desember 2024 sem sýnir hvaðan tekjur koma og hvert þær fara helst í rekstrinum.
Samanburður á launakostnaði janúar - desember 2024 og stöðugildum 2024 í samanburði við heimildir.
Samantekt á fjárfestingum 2024 vs. heimildir verður tekin fyrir síðar.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar."

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti samanburðarskýrslu fjárfestinga- og framkvæmda fyrir árið 2024, bókfærð staða vs. heimildir í fjárhagsáætlun 2024.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá leikskólastjóra Krílakots; Beiðni um aukið starfshlutfall sérkennslustjóra; viðaukabeiðni #6

Málsnúmer 202503006Vakta málsnúmer

a) Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 26. febrúar sl., þar sem óskað er eftir því að ráða í starf sérkennslustjóra við Krílakot í 90% en heimild í gildandi launa- og fjárhagsáætlun er 75% staða.

Jafnframt kemur fram að einnig er sérkennari starfandi við skólann sem færi þá úr 75% stöðu í 50% stöðu.

Alls verði þá staða við sérkennslu við Krílakot 140%.

Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.447.103 vegna hækkunar á stöðugildi sérkennslustjóra úr 75% í 90%.

b)Trúnaðarmál
Bókað í trúnaðarmálabók.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni leikskólastjóra Krílakots um hækkun á stöðugildi sérkennskustjóra úr 75% í 90%. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2025, viðauki nr. 6, að upphæð kr. 1.447.103 á deild 04140-laun. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Bókað í trúnaðarmálabók.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni leikskólastjóra Krílakots um viðauka að upphæð kr. 1.021.279, viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2025, á deild 04140 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Samtals er því viðauki nr. 6 við við fjárhagsáætlun 2025, deild 04140, alls kr. 2.468.382.

5.Frá Frístundafulltrúa; Ósk um viðauka vegna endurnýjunar á Pool borði í félagsmiðstöð

Málsnúmer 202502101Vakta málsnúmer

Frestað.

6.Frá forstöðumanni safna og Menningarhúss; Beiðni um kaup á búnaði; viðaukabeiðni #7

Málsnúmer 202503059Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá forstöðumanni safna og Menningarhúss, dagsett þann 10. mars 2025, þar sem óskað er eftir kaupum á þurrkara fyrir Menningarhúsið Berg að upphæð kr. 60.000 og viðauka að upphæð kr. 60.000 á lið 05610-2810 sem er bundinn liður í fjárhagsáætlun. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með tilfærslu af lið 05610-4397 til lækkunar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um búnaðarkaup og viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 60.000 á lið 05610-2810. Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á lið 05610-4397.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

7.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Beiðni um viðauka vegna led-lýsingar í Dalvíkurskóla;

Málsnúmer 202503064Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, bréf dagsett þann 12. mars 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna ledlýsingar í Dalvíkurskóla að upphæð kr. 18.000.000. Um er að ræða framhald á eldra verkefni. Fram kemur að sumarið 2023 var farið í að skipta út lýsingu í eldri hluta Dalvíkurskóla og öll lýsing led-vædd og stýringar endurnýjaðar. Framhald á verkefninu er að endurnýja lýsingu á nýrri hluta skólans. Lagt er til að frestað verði verkefni vegna loftræstinga á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar að upphæð kr. 8.000.000, 32200-11605 og kr. 10.000.000 verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindri viðaukabeiðni þar sem verkefnið er á áætlun 2026 samkvæmt þriggja ára áætlun 2026-2028.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

8.Skógræktarfélag Eyfirðinga, styrktarsamningur endurnýjun

Málsnúmer 202410085Vakta málsnúmer

Á 374. fundi sveitarstjórnar þann 19. nóvember 2024 var eftirfarandi bókað:
"Á 1129. fundi byggðaráðs þann 31. október sl. var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðráðs fylgdi erindi frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga, sbr. rafpóstur dagsettur þann 17. október 2024, þar sem meðfylgjandi eru drög að nýjum samningi til 4ja ára í stað 2ja ára ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra félagsins vegna Hánefsstaðareits.
Lagt er til að Dalvíkurbyggð greiðir Skógræktarfélagi Eyfirðinga kr. 2.000.000 á ári, í stað kr. 1.000.000 eins og verið hefur, sem fasta styrkgreiðslu og skal upphæðin uppfærð í samræmi við vísitölu neysluverðs.
Niðurstaða : Byggðaráð frestar afgreiðslu og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við Skógræktarfélagið jafnframt um Bögg og Brúarhvammsreit."
Á 26. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8. nóvember sl. var eftirfarandi bókað.
Tekið fyrir erindi frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga, sbr. rafpóstur dagsettur þann 17. október 2024, þar sem meðfylgjandi eru drög að nýjum samningi til 4ja ára í stað 2ja ára ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra félagsins vegna Hánefsstaðareits.
Lagt er til að Dalvíkurbyggð greiði Skógræktarfélagi Eyfirðinga kr. 2.000.000 á ári, í stað kr. 1.000.000 eins og verið hefur, sem fasta styrkgreiðslu og skal upphæðin uppfærð í samræmi við vísitölu neysluverðs.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að samningurinn verði samþykktur með eftirfarandi breytingum:
Samningstími verði þrjú ár í stað fjögurra.
Uppsagnarákvæði verði breytt þannig að í stað árs fyrirvara um uppsögn verði hann 3 mánuðir.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
Niðurstaða : Til máls tók:
Forseti sveitarstjórnar sem leggur til að sveitarstjórn fresti afgreiðslu og feli sveitarstjóra að ræða við Skógræktarfélagið jafnframt um Bögg og Brúarhvammsreit.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fresta afgreiðslu og samþykkir samhljóða ofangreinda tillögu forseta."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
Drög að samningi vegna styrks til umhirðu og uppbyggingar á skógræktar- og útvistarsvæði í Hánefsstaðaskógi þar sem gert er ráð fyrir kr. 2.000.000 í styrk til félagsins árlega með uppfærslu skv. NVT. Gildistími samningsins er frá 1. janúar 2025 til og með 31. desember 2027. Í samningnum er 3ja mánaða uppsagnarákvæði . Í fjárhagsáætlun 2025 er gert ráð fyrir kr. 1.000.000 vegna samningsins.
Drög að þjónustusamningi um skipulag og uppbyggingu skógræktarsvæða í Brúarhvammi við Árskógsströnd og Bögg á Dalvík ásamt fylgiskjölum. Gert er ráð fyrir að Dalvíkurbyggð greiði Skógræktarfélaginu kr. 1.500.000 þegar skógræktarskipulagi hefur verið skilað (miðað við fyrir 1. júlí nk.) og kr. 1.500.000 að lokinni eftirfylgni og úttekt á vinnunni.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að styrkarsamningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga vegna Hánefsstaðaskógs. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðu fyrirliggandi drög að þjónustusamningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga vegna Brúarhvamms og Böggs. Visað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

9.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Beiðni um viðauka vegna samninga við Skógræktarfélag Eyfirðinga; Viðauki nr. 8.

Málsnúmer 202503062Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 12. mars 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna samninga sveitarfélagsins við Skógræktarfélag Eyfirðinga, sbr. liður 8 hér að ofan.
Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.470.000 á deild 11030.
Annars vegar er um að ræða kr. 970.000 vegna samnings um styrk til Skógaræktarfélagsins vegna Hánefsstaðareit, en í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir kr. 1.030.000. Hins vegar er um að ræða kr. 1.500.000 vegna samnings við félagið um Brúarhvammsreit og Bögg en óráðstafað er kr. 1.500.000 styrk til sveitarfélagsins.Lagt er til styrkurinn verði nýttur vegna samningsins til að dekka samningsfjárhæðina kr. 3.000.000, sbr. fyrri ákvarðanir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, viðauki nr. 8 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að liður 11030-9145 hækki um kr. 970.000 og að liður 11030-4396 hækki um kr. 1.500.000. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgeiðslu sveitarstjórnar.

10.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Beiðni um viðauka vegna gangstéttar við Aðalgötu á Hauganesi; viðaukabeiðni #9.

Málsnúmer 202503065Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 12. mars 2025, þar sem fram kemur beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna gangsstéttar og bílastæðis við Aðalbraut á Hauganesi. Verkefnið var á fjárhagsáætlun 2024 og boðið út en fór ekki í framkvæmd. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 6.600.000 á verkefnið E2306 en á móti lækki verkefnið E2316 vegna endurnýjunar á Sandskeiði, bæði verkefnin er á deild 32200 og lykli 11900. Fram kemur að vinna við deiliskipulag Sandskeiðs er í vinnslu en framkvæmdir við Sandskeið eru að mestu háðar því að skipulagið liggi fyrir í tíma.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðm ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 10 við framkvæmda- og fjárhagsáætlun 2025, þannig að sett verði. 6.600.000 á verkefnið E2306 en á móti lækki verkefnið E2316 vegna endurnýjunar á Sandskeiði, bæði verkefnin er á deild 32200 og lykli 11900.
Vísða til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

11.Frá veitustjóra; Beiðni um viðauka vegna kostnaðaráætlunar - nýr tankur UPSI; viðauki nr. 10

Málsnúmer 202503066Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá veitustjóra, dagsett þann 11. mars 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 48.300.00 vegna nýs vatnstanks í Upsa. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með tilfærslum af öðrum verkefnum að upphæð kr. 26.400.000 þannig að Ljóstæki upp úr jörðinni Brattavellir, verknúmer VS008, verði tekið út, Breyting á húsnæði við vatnstank ÁRS, verknúmer VÁ006, verði tekið út, og verkefnið Búnaður við vatnstank, verknúmer VÁ007 verði tekið út. Lagt er til að restin, kr. 21.900.000, verði fjármagnað með lækkun á handbæru fé. Um er að ræða breytingar innan lykils 44200-11606.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni,viðauka nr. 10 við framkvæmda- og fjárhagsáætlun 2025, þannig að verkefnið vegna vatnstanks í Upsa hækki um kr. 48.300.000. Á móti verði verkefni samtals kr. 26.400.000 tekin út fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun samkvæmt ofangreindri tillögu veitustjóra og restin kr. 21.900.000 verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

12.Frá Veitustjóra; Beiðni um viðauka vegna uppbygginar á vegi að tanki við UPSA; viðauki #11

Málsnúmer 202503068Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá veitustjóra, dagsett þann 11. mars 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2025 að upphæð kr. 4.500.000 vegna uppbyggingar vegar að nýjum vatnstanki í Upsa. Ekki var gert ráð fyrir þessum vegi í framkvæmda- og fjárhagsáætlun 2025 en af öryggisástæðum þarf að fara í uppbygginguna vegna framkvæmdanna skv. lið 11 hér að ofan.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 11 við framkvæmda- og fjárhagsáætlun 2025, þannig að liður 44200-11606 hækki um kr. 4.500.000 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

13.Frá ASÍ; Upplýsingabeiðni á grundvelli upplýsingalaga - útvistun ræstinga- og þrifa starfa

Málsnúmer 202503046Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Alþýðusambandi Íslands, ASÍ, dagsett þann 6. mars sl., þar sem óskað er eftir upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 um útvistun sveitarfélags á ræstinu og þrifum.
Í frétt á heimasíðu Starfsgreinasambandins frá 7. mars sl. kemur fram að í gær sendi ASÍ fyrir hönd SGS og Eflingar bréf til allra sveitarfélaga landsins þar sem óskað er eftir upplýsingum um þau ræstingarverkefni sem sveitarfélögin hafa útvistað til einkafyrirtækja á síðustu árum. Tilgangur upplýsingabeiðninnar er að greina betur umfang hins opinbera í útboðum á ræstingum og þrifum, svo og að kanna hvernig framkvæmd útboða og eftirliti er háttað.

https://www.sgs.is/frettir/frettir/umsvif-hins-opinbera-i-utbodum-i-raestingum-kortlogd/
Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og senda fyrirspurn á Dagar hvort að starfsfólki sem starfar í stofnunum og vinnustöðum Dalvíkurbyggðar samkvæmt verksamningi, sé greitt samkvæmt gildandi kjarasamningum.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að bregðast við erindi ASÍ eftir því sem við á.

14.Frá Brák íbúðafélagi hses; Staðfesting á stofnframlagi vegna byggingu íbúða við Dalbæ

Málsnúmer 202503044Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Brák íbúðafélagi hses; dagsett þann 4. mars sl., þar sem fram kemur að HMS hefur borist umsókn frá Brák íbúðafélagi hses. um stofnframlag ríkisins á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. Sótt er um vegna byggingar á 12 íbúðum fyrir aldraða.
Með erindi þessu er óskað eftir staðfestingu á stofnframlagi sveitarfélags vegna kaupanna. Í því samhengi er bent á að það er forsenda fyrir veitingu stofnframlags ríkisins að sveitarfélag þar sem almenn íbúð verður staðsett veiti umsækjanda jafnframt stofnframlag sveitarfélags, sbr. 7. mgr. 11. gr. laga nr. 52/2016.
Ef sveitarfélagið hyggst veita stofnframlag sitt til verkefnisins er jafnframt óskað eftir upplýsingum um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess, sbr. viðhengt skjal.
Veittur er frestur til 18. mars nk. til að skila umbeðnum gögnum.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig erindi sveitarstjóra til HMS, dagset þann 11. mars sl., þar sem óskað er eftir framlengingu á frest til að skila umbeðnum gögnum til og með í síðasta lagi 30. apríl nk. m.a. vegna þess að Páskar slíta aprímánuð vel í sundur og er einnig er starfandi vinnuhópur hjá Dalvíkurbyggð sem vinnur að þessu verkefni en vinnuhópurinn nær ekki að klára þá vinnu sem til þarf fyrir gefinn frest. Sveitarstjóri upplýsti að fyrirliggur samþykki á umbeðnum fresti.


Reglur Dalvíkurbyggðar um stofnframlög eru aðengilegar á heimasiðu sveitarfélagsins;
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Reglugerdir/fjarmala/Eldra/180823.reglur-dalvikurbyggdar-um-stofnframlog_.pdf
Afgreiðslu frestað.

15.Frá Laxós ehf; í kjölfar viljayfirlýsingar.

Málsnúmer 202411109Vakta málsnúmer

Á 377. fundi sveitarstjórnar þann 18. febrúar sl. var eftirfarandi m.a. bókað:
"Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viljayfirlýsingu (drög #5) við Laxós ehf. eins og hún liggur fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fela sveitarstjóra að skrifa undir viljayfirlýsinguna á íslensku og á ensku."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Laxós ehf, dagsett þann 6. mars sl., er varðar áætluð áhrif framkvæmda og reksturs fiskeldisáforma Laxóss ehf., á Dalvíkurbyggð og samfélagið við Eyjafjörð. Jafnframt fylgir með samantekt Laxóss, skýringar- og þrívíddarmyndir vegna hugmynda að uppbyggingu laxeldis norðan við Hauganes í Dalvíkurbyggð, dagsett í febrúar 2024.
Lagt fram til kynningar.

16.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Uppfærðar reglur um sölu íbúða í eigu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202502119Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að uppfærðum reglum um sölu íbúða í eigu Dalvíkurbyggðar þar sem um er að ræða endurskoðun á reglum frá árinu 2013. Ný útgáfa og tillaga tekur yfir meira en bara íbúðir, s.s. bifreiðar og vinnuvélar.

Hér má sjá gildandi reglur
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/130613.reglur-um-solu-ibuda-i-dalvikurbyggd.pdf
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að breytingum á reglum um sölu eigna í eigu Dalvíkurbyggðar og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

17.Frá Landsbyggðin lifi; Fyrirspurn um samstarf.

Málsnúmer 202503030Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Landsbyggðin lifir, dagsett þann 4. mars sl., þar sem leitað er eftir samstarfi við sveitafélög í dreifbýli vegna þátttöku samtakanna í samstarfsverkefninu „Coming, Staying, Living ? Ruralizing Europe“. Verkefnið leitast við að efla byggð í dreifbýli og smærri samfélögum með áherslu á grunnþjónustu, sjálfbærni og samfélagsþol. Verkefnið er unnið í samstarfi við Finnland, Svíþjóð og Danmörku og fellur vel að áherslum Norðurlandaráðs um þróttmikil og sjálfbær samfélög þar sem fólk vill búa og starfa.
Lykilatriði í verkefninu er að skapa vettvang fyrir samtal milli íbúa og stjórnvalda, þar sem stefnumótun um þróun byggðalaga hlýtur að byggjast á reynslu og þörfum heimamanna. Með því er hægt að tryggja að sveitarfélög þróist í takt við væntingar íbúa og aðlaðandi umhverfi sé til staðar fyrir nýja íbúa á öllum aldri, sem er lykilþáttur í að tryggja endurnýjun íbúa og sjálfbæra þróun til framtíðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi.

18.Frá Sinfóníuhljómsveit Íslands; Sinfó í sundi ! - samfélagsgleði um allt land í lok ágúst

Málsnúmer 202503005Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sinfóníuhljómsveit Íslands, dagsett þann þar sem fram kemur að erindi þetta er sent á allar sveitarstjórnir landsins og menningarfulltrúa landshlutsamtaka og ástæða þess er að 29. ágúst nk. verða haldnir í tíunda sinn sjónvarpstónleikarnir Klassíkin okkar sem notið hafa mikilla vinsælda á undanförnum árum á heimilum landsins. Í tilefni af 75 ára afmæli sveitarinnar þá er leitast eftir samstarfi við sveitarstjórnir um verkefni sem kallað er Sinfó í sundi en sveitarstjórnir á hverjum stað eru hvattar til að bjóða upp á beina útsendingu frá tónleikunum Klassíkin okkar sem hefjast kl. 20:00 á RÚV þann 29. ágúst nk. Sveitarstjórnarfólk, menningarfulltrúar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúar og rekstraraðilar sundlauga og baðstaða eru hvarttir til að hafa opið fram á kvöld á meðan tónleikunum stendur.

Erindið var tekið fyrir á fundi menningarráðs þann 11. mars sl. sem tók jákvætt í erindið og vísaði því til íþróttafulltrúa.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir bókun menningarráðs.

19.Frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.; Til allrar sveitarstjórna - Aðalfundarboð LS 2032025

Málsnúmer 202503016Vakta málsnúmer

Tekið fyrir aðalfundarboð frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett þann 3. mars sl., ásamt tillögum sem liggja fyrir.
Fundurinn fer fram 20. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

20.Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands - Nýr fundartími

Málsnúmer 202503063Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett þann 11. mars sl., þar sem kynntur er nýr fundartími fyrir áður auglýstan fund sveitarfélaga um málefni Flugklasans. Fundurinn verður 2. apríl nk. kl. 10-11 á Hotel Natur.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

21.Frá SSNE; Boð á ársþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 202503017Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 3. mars sl., þar sem boðað er til ársþings Samtakanna á Hótel Natur, Svalbarðastrandarhreppi, 2. - 3. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

22.Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis; Til umsagnar 101. mál frá nefnda- og greiningarsvið Alþingis

Málsnúmer 202503043Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá nefnda- og greinindarsviði Alþingis, dagsett þann 6. mars sl., þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnartillögu þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 101. mál
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 20. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

23.Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um vegalög (þjóðferjuleiðir), 120. mál

Málsnúmer 202503042Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsett þann 6. mars sl., þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnarfrumvarp til laga um vegalög (þjóðferjuleiðir), 120. mál
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 20. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

24.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025; fundir nr. 964 - nr. 971.

Málsnúmer 202502019Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerði stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 964 - nr. 971.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:38.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs