Sinfó í sundi ! - samfélagsgleði um allt land í lok ágúst

Málsnúmer 202503005

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 108. fundur - 11.03.2025

Tekið fyrir bréf frá Sinfóníuhljómsveit Íslands. dags. 28.02.2025
Menningarráð tekur jákvætt í verkefnið og vísar málinu til íþróttafulltrúa.

Byggðaráð - 1142. fundur - 13.03.2025

Tekið fyrir erindi frá Sinfóníuhljómsveit Íslands, dagsett þann þar sem fram kemur að erindi þetta er sent á allar sveitarstjórnir landsins og menningarfulltrúa landshlutsamtaka og ástæða þess er að 29. ágúst nk. verða haldnir í tíunda sinn sjónvarpstónleikarnir Klassíkin okkar sem notið hafa mikilla vinsælda á undanförnum árum á heimilum landsins. Í tilefni af 75 ára afmæli sveitarinnar þá er leitast eftir samstarfi við sveitarstjórnir um verkefni sem kallað er Sinfó í sundi en sveitarstjórnir á hverjum stað eru hvattar til að bjóða upp á beina útsendingu frá tónleikunum Klassíkin okkar sem hefjast kl. 20:00 á RÚV þann 29. ágúst nk. Sveitarstjórnarfólk, menningarfulltrúar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúar og rekstraraðilar sundlauga og baðstaða eru hvarttir til að hafa opið fram á kvöld á meðan tónleikunum stendur.

Erindið var tekið fyrir á fundi menningarráðs þann 11. mars sl. sem tók jákvætt í erindið og vísaði því til íþróttafulltrúa.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir bókun menningarráðs.