Menningarráð

108. fundur 11. mars 2025 kl. 08:15 - 10:10 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sitja fund: Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg og Ragnhildur Lára Weisshappel, verkefnastjóri í Menningarhúsinu Berg sitja undir liðum 1. - 3.

1.Vinnuhópur um húsnæði byggðasafnsins

Málsnúmer 202503032Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, fer yfir vinnu vinnuhóps um framtíðarhúsnæði byggðasafns.
Menningarráð þakkar Björk fyrir góða kynningu á stöðu verkefnis.

2.Fjárhagslegt stöðumat 2025 fyrir málaflokk 05 , Menningarmál.

Málsnúmer 202503033Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, fer yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir söfn og Menningarhúsið Berg.
Lagt fram til kynningar.

3.Hinseigindagar á svæði SSNE

Málsnúmer 202503041Vakta málsnúmer

Hugmynd að hafa einhverja viðburði í Dalvíkurbyggð 18. - 21. júní 2025.
Menningarráð þakkar Ragnhildi Láru Weisshappel, fyrir góða kynningu á verkefninu. Menningarhúsið verður með einhver verkefni þessa daga tengda viðfangsefninu.
Björk og Ragnhildur, fara af fundi kl. 09:20

4.Eineltisamfélagsgerð

Málsnúmer 202409041Vakta málsnúmer

Frá Félagsmálaráði
Félagsmálaráð fagnar umræðunni og telur mikla þörf á jákvæðum samskiptum allra íbúa Dalvíkurbyggðar. Vinnuhóp farsældar barna falið að halda kynningu í farsæld barna í Dalvíkurbyggð þar sem forsendur eru að grípa á utan um börn og foreldra þeirra. Kynning á farsæld barna er á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Félagsmálaráð vekur athygli á að gulum september sem tileinkaður er geðheilbrigði og sjálfsvígforvörnum. Félagsmálaráð skorar á önnur ráð að taka umræðuna um jákvæð og uppbyggileg samskipti. Félagsmálaráð stefnir á jákvæðnis viku í Dalvíkurbyggð.
Menningarráð tekur undir með Félagsmálaráði að haldin verði jákvæðnisvika í Dalvíkurbyggð.

5.Sinfó í sundi ! - samfélagsgleði um allt land í lok ágúst

Málsnúmer 202503005Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Sinfóníuhljómsveit Íslands. dags. 28.02.2025
Menningarráð tekur jákvætt í verkefnið og vísar málinu til íþróttafulltrúa.

6.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202502065Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Mímiskórnum - kór eldri borgara. Þau sækja um 400.000 kr. styrk til að halda úti kórastarfi hjá eldri borgurum.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 300.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

7.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202503001Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Jóni S Hreinssyni. Hann sækir um 200.000 kr. styrk til að halda Svarfdælskan Mars (dansinn). Stefnt að viðburði 5. apríl 2025 .
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 200.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

8.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202503002Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Karlakór Dalvíkur. Þeir sækja um 300.000 kr. styrk til að halda úti kórastarfi hjá karlakórnum.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 300.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

9.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202503003Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Alejandra G. Soto Hernandez. Hún sækir um 500.000 kr. til að vera með viðburð til að styrkja lífræna ræktun í Dalvíkurbyggð.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 400.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

10.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202502118Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Karlakór Dalvíkur. Þeir sækja um 500.000 kr. styrk til að mæta kostnaði vegna heimsóknar karlakórs frá Svíþjóð, Svanholms Singers og koma frá Lundi, vinabæ Dalvíkur.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 400.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

11.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202502117Vakta málsnúmer

Salka kvennakór sækir um 500.000 kr. styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði Dalvíkurbyggðar Vegna vortónleikahalds Sölku þann 16. maí 2025.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 300.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

12.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202502138Vakta málsnúmer


Tekin fyrir umsókn frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttir. Hún sækir um styrk til að halda sýningu. LANDSLAG / FAÐMLAG er upplifunarsýning sem áætlað er að setja upp í Bergi eða öðru mögulegu sýningarrými í sveitarfélaginu. Um er að ræða framhaldssýningu frá fyrri sýningu sem haldin var í Bergi í ágúst 2024 með styrk frá sjóðnum.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 300.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

13.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202502139Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Leikfélagi Dalvíkur til að fjármagna endurnýjun á ljósabúnaði í Ungó sem er komin til ára sinna. Leikfélag Dalvíkur sækir um 2.600.000 kr. styrk til að mæta kostnaði við endurnýjun.
Menningarráð hafnar erindinu vegna sjóðurinn hefur ekki burði til að veita svona háan styrk. Menningarráð vísar málinu til Byggðaráðs og óskar eftir því að Byggðaráð taki jákvætt í erindið.

14.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202502140Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Rut Ísafold Kristjánsdóttur, Hún sækir um 130.000 kr. styrk til að halda listsýningu í Bergi.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 130.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

15.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202502141Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Jóhannesi Jóni Þórarinssyni. Hann sækir um styrk 1.300.000 kr. Gerð heimildarrits um fjárréttir og fjallskil í Dalvíkurbyggð, ásamt ýmsum frásögnum og tengdum fróðleik, að viðbættum fjölda mynda.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 1.000.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs