Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202502118

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 108. fundur - 11.03.2025

Tekin fyrir umsókn frá Karlakór Dalvíkur. Þeir sækja um 500.000 kr. styrk til að mæta kostnaði vegna heimsóknar karlakórs frá Svíþjóð, Svanholms Singers og koma frá Lundi, vinabæ Dalvíkur.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 400.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.