Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að uppfærðum reglum um sölu íbúða í eigu Dalvíkurbyggðar þar sem um er að ræða endurskoðun á reglum frá árinu 2013. Ný útgáfa og tillaga tekur yfir meira en bara íbúðir, s.s. bifreiðar og vinnuvélar.
Hér má sjá gildandi reglur
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/130613.reglur-um-solu-ibuda-i-dalvikurbyggd.pdfByggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að breytingum á reglum um sölu eigna í eigu Dalvíkurbyggðar og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."