Sveitarstjórn

378. fundur 18. mars 2025 kl. 16:15 - 17:26 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1141; frá 27.02.2025

Málsnúmer 2502008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202502103.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1142; frá 13.03.2025

Málsnúmer 2503006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 24 liðum.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202503006.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202503059.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202503064.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202410085.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202503062.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202503065.
Liður 11 er sér mál á dagskrá; mál 202503066.
Liður 12 er sér mál á dagskrá; mál 202503068.
Liður 16 er sér mál á dagskrá; mál 202502119.
Liður 17 er sér mál á dagskrá; mál 202503030.
Liður 20 er sér mál á dagskrá; mál 202503063.


Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

3.Fræðsluráð - 303; frá 12.03.2025

Málsnúmer 2503003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202405081.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202502105.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202502144.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

4.Íþrótta- og æskulýðsráð - 171; frá 04.03.2025

Málsnúmer 2502009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202501152.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202412004.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

5.Menningarráð - 108; frá 11.03.2025

Málsnúmer 2503002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 15 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

6.Skipulagsráð - 32; frá 12.03.2025

Málsnúmer 2503005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 38 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202503039.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202503040.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mal 202402088.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202410032.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202401062.
Liður 12 er sér mál á dagskrá; mál 202503050.
Liður 13 er sér mál á dagskrá; mál 202011010.
Liður 14 er sér mál á dagskrá; mál 202409136.
Liður 15 er sér mál á dagskrá; mál 202501051.
Liður 32 er sér mál á dagskrá; mál 202502144.
Liður 35 er sér mál á dagskrá; mál 202503058.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

7.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 30; frá 07.03.2025

Málsnúmer 2503001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202502092.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

8.Ungmennaráð - 45; frá 27.02.2025

Málsnúmer 2502007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

9.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 145; frá 05.03.2025

Málsnúmer 2502010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202502011.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá 1142. fundi byggðaráðs þann 13.03.2025; Beiðni um aukið starfshlutfall sérkennslustjóra; viðauki #6

Málsnúmer 202503006Vakta málsnúmer

Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
a) Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 26. febrúar sl., þar sem óskað er eftir því að ráða í starf sérkennslustjóra við Krílakot í 90% en heimild í gildandi launa- og fjárhagsáætlun er 75% staða.

Jafnframt kemur fram að einnig er sérkennari starfandi við skólann sem færi þá úr 75% stöðu í 50% stöðu.

Alls verði þá staða við sérkennslu við Krílakot 140%.

Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.447.103 vegna hækkunar á stöðugildi sérkennslustjóra úr 75% í 90%.

b)Trúnaðarmál
Bókað í trúnaðarmálabók.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni leikskólastjóra Krílakots um hækkun á stöðugildi sérkennskustjóra úr 75% í 90%. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2025, viðauki nr. 6, að upphæð kr. 1.447.103 á deild 04140-laun. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Bókað í trúnaðarmálabók.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni leikskólastjóra Krílakots um viðauka að upphæð kr. 1.021.279, viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2025, á deild 04140 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Samtals er því viðauki nr. 6 við við fjárhagsáætlun 2025, deild 04140, alls kr. 2.468.382."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um stöðugildi sérkennslustjóra verði hækkað úr 75% stöðugildi í 90% stöðugildi í fjárhags- og launaáætlun 2025. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun 2025 á deild 04140-laun að upphæð kr. 1.447.103 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um viðauka við fjárhagsáætlun 2025, viðauki nr. 6 vegna deildar 04140, að upphæð kr. 1.021.279 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

11.Frá 1142. fundi byggðaráðs þann 13.03.2025; Beiðni um kaup á búnaði: viðauki #7

Málsnúmer 202503059Vakta málsnúmer

Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá forstöðumanni safna og Menningarhúss, dagsett þann 10. mars 2025, þar sem óskað er eftir kaupum á þurrkara fyrir Menningarhúsið Berg að upphæð kr. 60.000 og viðauka að upphæð kr. 60.000 á lið 05610-2810 sem er bundinn liður í fjárhagsáætlun. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með tilfærslu af lið 05610-4397 til lækkunar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um búnaðarkaup og viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 60.000 á lið 05610-2810. Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á lið 05610-4397.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að liður 05610-2810 hækki um kr. 60.000 vegna kaupa á þurrkara fyrir Menningarhúsið, og á móti lækki liður 05610-4397 um sömu fjárhæð.

12.Frá 1142. fundi byggðaráðs þann 13.03.2025; Beiðni um viðauka vegna led-lýsingar í Dalvíkurskóla;

Málsnúmer 202503064Vakta málsnúmer

Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, bréf dagsett þann 12. mars 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna ledlýsingar í Dalvíkurskóla að upphæð kr. 18.000.000. Um er að ræða framhald á eldra verkefni. Fram kemur að sumarið 2023 var farið í að skipta út lýsingu í eldri hluta Dalvíkurskóla og öll lýsing led-vædd og stýringar endurnýjaðar. Framhald á verkefninu er að endurnýja lýsingu á nýrri hluta skólans. Lagt er til að frestað verði verkefni vegna loftræstinga á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar að upphæð kr. 8.000.000, 32200-11605 og kr. 10.000.000 verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindri viðaukabeiðni þar sem verkefnið er á áætlun 2026 samkvæmt þriggja ára áætlun 2026-2028.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og hafnar beiðni um viðauka vegna áframhaldandi ledlýsingar í Dalvíkurskóla en verkið er á þriggja ára áætlun 2026-2028 á árinu 2026.

13.Frá 1142. fundi byggðaráðs þann 13.03.2025; Beiðni um viðauka vegna samninga við Skógræktarfélag Eyfirðinga; viðauki #8

Málsnúmer 202503062Vakta málsnúmer

Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 12. mars 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna samninga sveitarfélagsins við Skógræktarfélag Eyfirðinga, sbr. liður 8 hér að ofan.
Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.470.000 á deild 11030.
Annars vegar er um að ræða kr. 970.000 vegna samnings um styrk til Skógaræktarfélagsins vegna Hánefsstaðareit, en í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir kr. 1.030.000. Hins vegar er um að ræða kr. 1.500.000 vegna samnings við félagið um Brúarhvammsreit og Bögg en óráðstafað er kr. 1.500.000 styrk til sveitarfélagsins.Lagt er til styrkurinn verði nýttur vegna samningsins til að dekka samningsfjárhæðina kr. 3.000.000, sbr. fyrri ákvarðanir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, viðauki nr. 8 við fjárhagsáætlun 2025, þannig að liður 11030-9145 hækki um kr. 970.000 og að liður 11030-4396 hækki um kr. 1.500.000. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgeiðslu sveitarstjórnar"
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 8 við fjárhagsáætlun 2025 þannig að liður 11030-9145 hækki um kr. 970.000 vegna samnings við Skógræktarfélag Eyfirðinga um Hánefsstaðareit og að liður 11030-4396 hækki um kr. 3.000.000 vegna þjónustusamnings við Skógræktarfélag Eyfirðinga um Brúarhvammsreit og Bögg. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með ónýttum styrk að upphæð kr. 1.500.000 þannig að liður 11030-0660 verði kr. -1.500.000 í áætlun í stað kr. 0 og að kr. 2.470.000 verði mætt með lækkun á handbæru fé.

14.Frá 1142. fundi byggðaráðs þann 13.03.2025; Beiðni um viðauka vegna gangstéttar við Aðalgötu á Hauganesi; viðauki #9

Málsnúmer 202503065Vakta málsnúmer

Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 12. mars 2025, þar sem fram kemur beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna gangsstéttar og bílastæðis við Aðalbraut á Hauganesi. Verkefnið var á fjárhagsáætlun 2024 og boðið út en fór ekki í framkvæmd. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 6.600.000 á verkefnið E2306 en á móti lækki verkefnið E2316 vegna endurnýjunar á Sandskeiði, bæði verkefnin er á deild 32200 og lykli 11900. Fram kemur að vinna við deiliskipulag Sandskeiðs er í vinnslu en framkvæmdir við Sandskeið eru að mestu háðar því að skipulagið liggi fyrir í tíma.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðm ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 10 við framkvæmda- og fjárhagsáætlun 2025, þannig að sett verði. 6.600.000 á verkefnið E2306 en á móti lækki verkefnið E2316 vegna endurnýjunar á Sandskeiði, bæði verkefnin er á deild 32200 og lykli 11900.
Vísða til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun 2025 þannig að framkvæmda- og fjárhagsáætlun breytist þannig að kr. 6.600.000 verði sett á verkefni E2306 vegna gangstéttar við Aðalgötu á Hauganesi en á móti lækki verkefni E2316 vegna endurnýjunar á Sandskeiði á Dalvík. Um er að ræða tilfærslu innan deildar 32200 og lykill 11900.

15.Frá 1142. fundi byggðaráðs þann 13.03.2025; Beiðni um viðauka vegna kostnaðaráætlunar - nýr tankur UPSI; viðauki #10

Málsnúmer 202503066Vakta málsnúmer

Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá veitustjóra, dagsett þann 11. mars 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 48.300.00 vegna nýs vatnstanks í Upsa. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með tilfærslum af öðrum verkefnum að upphæð kr. 26.400.000 þannig að Ljóstæki upp úr jörðinni Brattavellir, verknúmer VS008, verði tekið út, Breyting á húsnæði við vatnstank ÁRS, verknúmer VÁ006, verði tekið út, og verkefnið Búnaður við vatnstank, verknúmer VÁ007 verði tekið út. Lagt er til að restin, kr. 21.900.000, verði fjármagnað með lækkun á handbæru fé. Um er að ræða breytingar innan lykils 44200-11606.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni,viðauka nr. 10 við framkvæmda- og fjárhagsáætlun 2025, þannig að verkefnið vegna vatnstanks í Upsa hækki um kr. 48.300.000. Á móti verði verkefni samtals kr. 26.400.000 tekin út fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun samkvæmt ofangreindri tillögu veitustjóra og restin kr. 21.900.000 verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 10 við framkvæmda- og fjárhagsáætlun 2025 þannig að verkefnið vegna vatnstanks í Upsa hækki um kr. 48.300.000. Á móti verði verkefni samtals kr. 26.400.000 tekin út úr fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun samkvæmt ofangreindri tillögu veitustjóra og restin kr. 21.900.000 verði mætt með lækkun á handbæru fé.

16.Frá 1142. fundi byggðaráðs þann 13.03.2025; Beiðni um viðauka vegna uppbygginar á vegi að tanki við UPSA; viðauki #11

Málsnúmer 202503068Vakta málsnúmer

Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars 2025 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá veitustjóra, dagsett þann 11. mars 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2025 að upphæð kr. 4.500.000 vegna uppbyggingar vegar að nýjum vatnstanki í Upsa. Ekki var gert ráð fyrir þessum vegi í framkvæmda- og fjárhagsáætlun 2025 en af öryggisástæðum þarf að fara í uppbygginguna vegna framkvæmdanna skv. lið 11 hér að ofan.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 11 við framkvæmda- og fjárhagsáætlun 2025, þannig að liður 44200-11606 hækki um kr. 4.500.000 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 11 við framkvæmda- og fjárhagsáætlun 2025, þannig að liður 44200-11606 hækki um kr. 4.500.000 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

17.Frá 171. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 04.03.2025; Sumarnámskeið 2025

Málsnúmer 202501152Vakta málsnúmer

Á 171. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi kynnir stöðu verkefnisins fyrir ráðinu og niðurstöður foreldrakönnunar er gerð var í tengslum við hugsanleg sumarnámskeið árið 2025.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar frístundafulltrúa kynninguna. Ráðið felur frístundafulltrúa að kostnaðargreina verkefnið og auglýsa eftir starfsmanni í 50% starfshlutfall tengdum verkefninu."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu eftirtalin gögn:
Niðurstaða úr foreldrakönnun sem lögð var fyrir íþrótta- og æskulýðsráð 4. mars sl. þar sem fram kemur tillaga Frístundafulltrúa um fyrirkomulag sumarnámskeiða/sumarfrístundar 2025.
Minnisblað Frístundfulltrúa, dagsett þann 17. mars 2025, þar sem fram kemur að ekki þurfi að óska eftir launaviðauka við deild 06260 þar sem einn starfsmaður Íþróttamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar færist til í starfi með samþykki starfsmannsins vegna lokunar á sundlaug sumarið 2025. Einnig starfa við sumarnámskeiðin starfsmaður Frístundar og frístundafulltrúi mun hafa umsjón.Áætlað er að bjóða upp á sumarfrístund (sumarnámskeið) í 4 vikur fyrir 6-10 ára börn í Dalvíkurbyggð . Miðað við foreldrakönnun má áætla að 12-20 börn muni nýta sér sumarfrístund.

Til máls tók:

Forseti sveitarstjórnar sem leggur til að ofangreind tillaga að útfærslu sumarnámskeiða verði samþykkt með þeirri breytingu að Frístundafulltrúa er falið að sækja um launaviðauka til byggðaráðs með tilfærslu á milli deilda.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

18.Frá 1142. fundi byggðaráðs þann 13.03.2025; Uppfærðar reglur um sölu íbúða í eigu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202502119Vakta málsnúmer

Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að uppfærðum reglum um sölu íbúða í eigu Dalvíkurbyggðar þar sem um er að ræða endurskoðun á reglum frá árinu 2013. Ný útgáfa og tillaga tekur yfir meira en bara íbúðir, s.s. bifreiðar og vinnuvélar.

Hér má sjá gildandi reglur
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/130613.reglur-um-solu-ibuda-i-dalvikurbyggd.pdf
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að breytingum á reglum um sölu eigna í eigu Dalvíkurbyggðar og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og meðfylgjandi tillögu að reglum um sölu eigna í eigu Dalvíkurbyggðar.

19.Frá 303. fundi fræðsluráðs þann 12.03.2025; Framlenging á samningi um skólaakstur 2025 - 2026

Málsnúmer 202502105Vakta málsnúmer

Á 303. fundi fræðsluráðs þann 12. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá Sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs dags. 20. febrúar 2025.
Niðurstaða : Fræðsluráð samþykkir með fjórum atkvæðum að leggja til við sveitastjórn að endurnýja samning við Ævar og Bóas ehf. fyrir skólaárið 2025 - 2026."

Í minnisblaði sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs kemur fram að samkvæmt samningi við verkkaupa Ævar og Bóas ehf fyrir tímabilið frá 2022 - 2025 er
heimild fyrir því að framlengja samning um tvö ár en alltaf eitt ár í senn. Lagt er til að framlengja ofangreindan samning skólaárið 2025-2026.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og samþykkir að samningur við Ævar og Bóas ehf. verði framlengdur um skólaárið 2025-2026 samkvæmt heimild í samningi.

20.Frá 1142. fundi byggðaráðs þann 13.03.2025; Skógræktarfélag Eyfirðinga, styrktarsamningur endurnýjun og þjónustusamningur

Málsnúmer 202410085Vakta málsnúmer

Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
Drög að samningi vegna styrks til umhirðu og uppbyggingar á skógræktar- og útvistarsvæði í Hánefsstaðaskógi þar sem gert er ráð fyrir kr. 2.000.000 í styrk til félagsins árlega með uppfærslu skv. NVT. Gildistími samningsins er frá 1. janúar 2025 til og með 31. desember 2027. Í samningnum er 3ja mánaða uppsagnarákvæði . Í fjárhagsáætlun 2025 er gert ráð fyrir kr. 1.000.000 vegna samningsins.
Drög að þjónustusamningi um skipulag og uppbyggingu skógræktarsvæða í Brúarhvammi við Árskógsströnd og Bögg á Dalvík ásamt fylgiskjölum. Gert er ráð fyrir að Dalvíkurbyggð greiði Skógræktarfélaginu kr. 1.500.000 þegar skógræktarskipulagi hefur verið skilað (miðað við fyrir 1. júlí nk.) og kr. 1.500.000 að lokinni eftirfylgni og úttekt á vinnunni.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að styrkarsamningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga vegna Hánefsstaðaskógs. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðu fyrirliggandi drög að þjónustusamningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga vegna Brúarhvamms og Böggs. Visað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að styrktarsamningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga vegna Hánefnsstaðaskógs.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að þjónustusamningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga um Brúarhvammsreit og Bögg.

21.Frá 30. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs frá 07.03.2025; Samningur um slægjuland - Nafnabreyting milli tengdra aðila

Málsnúmer 202502092Vakta málsnúmer

Á 30. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 7. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Karl Heiðar Friðriksson óskar eftir að taka yfir samning um slægjuland úr landi Laugahlíðar sem Friðrik Þórarinsson hefur haft samning um frá 1998. Óskað er eftir að gerður verði nýr samningur við Karl Heiðar án undangenginnar auglýsingar. Núgildandi samningi við Friðrik verði lokað.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir ofangreint erindi um nafnabreytingu á leigusamningi um slægjuland með tilvísun í gr. 3.4 í Úthlutunarreglum fyrir leigulönd í Dalvíkurbyggð.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og heimilar umbeðna nafnabreytingu á leigusamningi um slægjuland úr landi Laugahlíðar.

22.Frá 145. fundi veitu- og hafnaráðs þann 05.03.2025; Íslandsturnar - Vatnstankur - Brimnesborgir

Málsnúmer 202502011Vakta málsnúmer

Á 145. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Íslandsturnar óska eftir leyfi og leigu á aðstöðu fyrir loftnet á vatnstanki við Brimnesborgir.
Niðurstaða : Veitu og hafnarráð samþykkir með 4 atkvæðum leigusamning og viðaukasamning vegna búnaðar frá Nova á þak vatnstanks við Brimnesborgir, með þeim breytingum að í viðaukasamningi í grein 6.4 sé talað um samningsaðila en ekki leigutaka, að í leigusamningi sé talað um töfluskáp í stað 2-4fm og að hvorugur samningurinn sé framseljanlegur. Veitustjóra er falið að fá bæjarlögmann til að koma breytingum inn í samningana og lesa þá yfir, áður en til samþykktar sveitarstjórnar kemur.
Samþykkt með 4 atkvæðum."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu ofangreind samningsdrög eftir yfirferð bæjarlögmanns.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög að leigusamningi og ásamt viðaukasamningi með áorðnum breytingum eftir yfirferð bæjarlögmanns.

23.Frá 1141. fundi byggðaráðs þann 27.02.2025; Opið samráð um drög að frumvarpi til laga - mat á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög

Málsnúmer 202502103Vakta málsnúmer

Á 1141. fundi byggðaráðs þann 27. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 19. febrúar 2025, þar sem ráðuneytið vekur athygli á því að opið samráð stendur nú yfir um frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, vegna mats á fjárhagslegum áhrifum frumvarpa, stjórnvaldsfyrirmæla eða annarra stefnumarkandi ákvarðana af hálfu ríkisins á sveitarfélög. Frestur til að skila inn umsögn er til og með 4. mars nk. https://island.is/samradsgatt/mal/3923
Niðurstaða : Byggðaráð tekur undir mikilvægi mats á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög og að það sé lagt til grundvallar við gerð laga og reglugerða."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir bókun byggðaráðs.

24.Frá 303. fundi fræðsluráðs þann 12.03.2025; Árskógarskóli

Málsnúmer 202405081Vakta málsnúmer

Á 303. fundi fræðsluráðs þann 12. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fer yfir samantekt á niðurstöðum um foreldrakönnun í Árskógarskóla.
Niðurstaða : Fræðsluráð leggur til með fjórum atkvæðum að Árskógarskóli verði fyrir nemendur frá leikskólaaldri og upp í 6. bekk næsta haust samkvæmt tillögum stjórnenda eftir að hafa unnið úr foreldrakönnun sem gerð var í Árskógarskóla.
Hugað verði að því að 5. og 6. bekkur fari í Dalvíkurskóla haustið 2026. Fræðsluráð leggur áherslu á aukna samkennslu fræðslustofnanna Dalvíkurbyggðar og óskar eftir tillögum þess efnis frá stjórnendum. Óskað er eftir að hugmyndir koma inn á fund í maí hjá Fræðsluráði."
Til máls tóku:

Helgi Einarsson.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Freyr Antonsson.
Monika Margrét Stefánsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs.

25.Frá 303. fundi fræðsluráðs þann 12.03.2025 og 32. fundi skipulagsráðs þann 12.03.2025; Vinnuhópur um skólalóð Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202502144Vakta málsnúmer

Á 303. fundi fræðsluráðs þann 12. mars sl. og á 32. fundi skipulagsráðs þann 12. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Óskað er eftir að Fræðsluráð tilnefni fulltrúa í vinnuhóp um skólalóð Dalvíkurskóla.
Niðurstaða : Fræðsluráð samþykkir með fjórum atkvæðum að Benedikt Snær Magnússon verði fulltrúi fræðsluráðs í vinnuhópnum."


"Tilnefna þarf nýjan fulltrúa úr skipulagsráði í vinnuhóp um skólalóð Dalvíkurskóla þar sem núverandi fulltrúi ráðsins, Anna Kristín Guðmundsdóttir, situr ekki lengur í skipulagsráði.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til að Katrín Sif Ingvarsdóttir verði tilnefnd sem fulltrúi skipulagsráðs í vinnuhóp um skólalóð Dalvíkurskóla.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar tilnefningar fræðsluráðs og skipulagsráðs í vinnuhóp um skólalóð Dalvíkurskóla.

26.Frá 1142. fundi byggðaráðs þann 13.03.2025; Upplýsingabeiðni á grundvelli upplýsingalaga - útvistun ræstinga- og þrifa starfa

Málsnúmer 202503046Vakta málsnúmer

Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Alþýðusambandi Íslands, ASÍ, dagsett þann 6. mars sl., þar sem óskað er eftir upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 um útvistun sveitarfélags á ræstinu og þrifum.
Í frétt á heimasíðu Starfsgreinasambandins frá 7. mars sl. kemur fram að í gær sendi ASÍ fyrir hönd SGS og Eflingar bréf til allra sveitarfélaga landsins þar sem óskað er eftir upplýsingum um þau ræstingarverkefni sem sveitarfélögin hafa útvistað til einkafyrirtækja á síðustu árum. Tilgangur upplýsingabeiðninnar er að greina betur umfang hins opinbera í útboðum á ræstingum og þrifum, svo og að kanna hvernig framkvæmd útboða og eftirliti er háttað.

https://www.sgs.is/frettir/frettir/umsvif-hins-opinbera-i-utbodum-i-raestingum-kortlogd/
Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og senda fyrirspurn á Dagar hvort að starfsfólki sem starfar í stofnunum og vinnustöðum Dalvíkurbyggðar samkvæmt verksamningi, sé greitt samkvæmt gildandi kjarasamningum.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að bregðast við erindi ASÍ eftir því sem við á."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

27.Frá 171 fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 04.03.2025; Styrktarumsókn vegna sundþjálfara

Málsnúmer 202412004Vakta málsnúmer

Á 171. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Styrktarumsókn frá Sundfélaginu Rán vegna árskorts fyrir þjálfara félagsins tekin fyrir.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar erindinu með fimm atkvæðum. Ráðið bendir forsvarsmönnum Ránar á ÍB-kort."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs og hafnar erindinu.

28.Frá 1142. fundi byggðaráðs þann 13.03.2025; Fyrirspurn um samstarf.

Málsnúmer 202503030Vakta málsnúmer

Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Landsbyggðin lifir, dagsett þann 4. mars sl., þar sem leitað er eftir samstarfi við sveitafélög í dreifbýli vegna þátttöku samtakanna í samstarfsverkefninu „Coming, Staying, Living ? Ruralizing Europe“. Verkefnið leitast við að efla byggð í dreifbýli og smærri samfélögum með áherslu á grunnþjónustu, sjálfbærni og samfélagsþol. Verkefnið er unnið í samstarfi við Finnland, Svíþjóð og Danmörku og fellur vel að áherslum Norðurlandaráðs um þróttmikil og sjálfbær samfélög þar sem fólk vill búa og starfa.
Lykilatriði í verkefninu er að skapa vettvang fyrir samtal milli íbúa og stjórnvalda, þar sem stefnumótun um þróun byggðalaga hlýtur að byggjast á reynslu og þörfum heimamanna. Með því er hægt að tryggja að sveitarfélög þróist í takt við væntingar íbúa og aðlaðandi umhverfi sé til staðar fyrir nýja íbúa á öllum aldri, sem er lykilþáttur í að tryggja endurnýjun íbúa og sjálfbæra þróun til framtíðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og hafnar erindinu.

29.Frá 1142. fundi byggðaráðs þann 13.03.2025; Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands - Nýr fundartími

Málsnúmer 202503063Vakta málsnúmer

Á 1142. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett þann 11. mars sl., þar sem kynntur er nýr fundartími fyrir áður auglýstan fund sveitarfélaga um málefni Flugklasans. Fundurinn verður 2. apríl nk. kl. 10-11 á Hotel Natur. Byggðaráð felur sveitarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

30.Frá 32. fundi skipulagsráðs þann 12.03.2025; Selárland - breyting á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202503039Vakta málsnúmer

Á 32. fundi skipulagsráðs þann 12. mars 2025 var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 6.mars 2025 þar sem Pála Minný Ríkharðsdóttir f.h. Ektabaða ehf. sækir um heimild til breytingar á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um uppbyggingu afþreyingar- og þjónustusvæðis við Hauganes.
Meðfylgjandi er skipulagslýsing, unnin af teiknistofunni NordicArch.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framlagða lýsingu og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

31.Frá 32. fundi skipulagsráðs þann 12.03.2025; Selárland - nýtt deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu og frístundabyggð

Málsnúmer 202503040Vakta málsnúmer

Á 32. fundi skipulagsráðs þann 12. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 6.mars 2025 þar sem Pála Minný Ríkharðsdóttir f.h. Ektabaða ehf. sækir um heimild til breytingar á deiliskipulagi Hauganess og vinnslu nýs deiliskipulags fyrir ferðamanna- og þjónustusvæði við Hauganes.
Meðfylgjandi er skipulagslýsing, unnin af teiknistofunni NordicArch.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að hún verði kynnt skv. 1.-3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu lýsingar fyrir aðalskipulagsbreytingu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framlagða lýsingu og að hún verði kynnt skv. 1.-3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu lýsingar fyrir aðalskipulagsbreytingu.

32.Frá 32. fundi skipulagsráðs þann 12.03.2025; Árskógssandur - breyting á aðalskipulagi vegna nýrrar íbúðabyggðar

Málsnúmer 202402088Vakta málsnúmer

Á 32. fundi skipulagsráðs þann 12. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 18.febrúar sl. var samþykkt að kynna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem gert er ráð fyrir stækkun íbúðarsvæðis 706-ÍB á Árskógssandi.
Nú er lagt til að gerð verði sú breyting á tillögunni að íbúðarsvæði 706-ÍB verði útvíkkað til austurs þannig að það nái yfir lóðirnar Ártún, Árbrekku, Árbakka og Árgerði, sem í dag eru á svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði L1 í gildandi aðalskipulagi.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið, þ.e. lagt er til að gerð verði sú breyting á tillögunni að íbúðarsvæði 706-ÍB verði útvíkkað til austurs þannig að það nái yfir lóðirnar Ártún, Árbrekku, Árbakka og Árgerði, sem í dag eru á svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði L1 í gildandi aðalskipulagi.

33.Frá 32. fundi skipulagsráðs þann 12.03.2025; Nýtt íbúðasvæði við Böggvisbraut - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202410032Vakta málsnúmer

Á 32. fundi skipulagsráðs þann 12. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram skipulagslýsing, unnin af Teikna - Teiknistofu arkitekta, fyrir stækkun íbúðarsvæðis 202-ÍB fyrir uppbyggingu íbúðarsvæðis sunnan vegslóða frá Böggvisbraut að Böggvisdal, auk minniháttar stækkunar á íbúðarsvæði 202-ÍB til norðurs og vesturs.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

34.Frá 32. fundi skipulagsráðs þann 12.03.2025; Deiliskipulag þjóðvegarins í gegnum Dalvík

Málsnúmer 202011010Vakta málsnúmer

Á 32. fundi skipulagsráðs þann 12. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að deiliskipulagi þjóðvegar í gegnum Dalvík, unnin af Eflu verkfræðistofu. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 11.desember 2024.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að framlögð tillaga að deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að framlögð tillaga að deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

35.Frá 32. fundi skipulagsráðs þann 12.03.2025; Hafnarsvæði Dalvík - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202409136Vakta málsnúmer

Á 32. fundi skipulagsráðs þann 12. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar, unnin af Eflu verkfræðistofu, þar sem afmörkun deiliskipulagssvæðisins er breytt til aðlögunar að nýju deiliskipulagi fyrir þjóðveg í gegnum þéttbýli Dalvíkur.
Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Dalvík verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur.

36.Frá 32. fundi skipulagsráðs þann 12.03.2025; Hringtún 10 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202501051Vakta málsnúmer

Á 32. fundi skipulagsráðs þann 12. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis vegna áforma um byggingu parhúss á lóð nr. 10 við Hringtún lauk þann 26.febrúar sl.
Ein athugasemd barst og er hún lögð fram ásamt drögum að svari við efni athugasemdar.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún samþykki framlögð drög að svörum við efni athugasemda.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. Emil Júlíus Einarsson greiddi atkvæði gegn tillögunni."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
b) Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum framlögð drög að svörum við efni athugasemda.
Helgi Einarsson greiðir atkvæði á móti.

37.Frá 32. fundi skipulagsráðs þann 12.03.2025; Miðsvæði Dalvíkur - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202401062Vakta málsnúmer

Á 32. fundi skipulagsráðs þann 12. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Auglýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar íbúðarsvæðis 302-ÍB við Dalbæ og Karlsrauðatorg lauk þann 10.mars sl.
Umsagnir bárust frá Rarik, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Vegagerðinni og veitum Dalvíkurbyggðar.
Ein athugasemd barst og eru hún lögð fram ásamt tillögu að svari við efni athugasemdar.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún samþykki framlögð svör við efni athugasemda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum framlögð svör við efni athugasemda.

38.Frá 32. fundi skipulagsráðs þann 12.03.2025; Lóð undir nýja slökkvistöð

Málsnúmer 202503050Vakta málsnúmer

Á 32. fundi skipulagsráðs þann 12. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga vinnuhóps um brunamál að staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar í Dalvíkurbyggð.
Tillagan gerir ráð fyrir staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar vestan Ólafsfjarðarvegar, á svæði sem nú er skilgreint sem a) íþróttasvæði og b) svæði fyrir verslun og þjónustu í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Niðurstaða : Skipulagsráð hafnar framlögðum tillögum að staðsetningu slökkvistöðvar. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um aðra staðarvalskosti.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:
Forseti sveitarstjórnar sem leggur til að sveitarstjórn feli sveitarstjóra að boða vinnuhóp og skipulagsráð á fund sem fyrst.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

39.Frá 32. fundi skipulagsráðs þann 12.03.2025; Dalvíkurhöfn - umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr

Málsnúmer 202503058Vakta málsnúmer

Á 32. fundi skipulagsráðs þann 12. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 10.mars 2025 þar sem Björgvin Páll Hauksson f.h. Dalvíkurhafna sækir um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr á hafnarsvæði á Dalvík.
Lagðar eru fram þrjár tillögur að staðsetningu skúrsins.
Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir að veitt verði stöðuleyfi fyrir vinnuskúr við suðausturenda Sjávargötu með fyrirvara um samþykki lóðarhafa Sjávargötu 2 og vísar afgreiðslu stöðuleyfis til byggingarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:

Forseti sveitarstjórnar sem leggur til að bókun skipulagsráðs verði leiðrétt þannig að í stað Sjávargötu 2 komi Sjávarbraut 2.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

40.Frá stjórn Dalbæjar; fundargerðir stjórnar frá 15.01.2025 og 19.02.2025.

Málsnúmer 202502107Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Dalbæjar frá 15. janúar sl. og 19. febrúar sl.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:26.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs