Lóð undir nýja slökkvistöð

Málsnúmer 202503050

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 32. fundur - 12.03.2025

Lögð fram tillaga vinnuhóps um brunamál að staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar í Dalvíkurbyggð.
Tillagan gerir ráð fyrir staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar vestan Ólafsfjarðarvegar, á svæði sem nú er skilgreint sem a) íþróttasvæði og b) svæði fyrir verslun og þjónustu í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Skipulagsráð hafnar framlögðum tillögum að staðsetningu slökkvistöðvar.
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um aðra staðarvalskosti.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.