Íslandsturnar - Vatnstankur - Brimnesborgir

Málsnúmer 202502011

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 145. fundur - 05.03.2025

Íslandsturnar óska eftir leyfi og leigu á aðstöðu fyrir loftnet á vatnstanki við Brimnesborgir.
Veitu og hafnarráð samþykkir með 4 atkvæðum leigusamning og viðaukasamning vegna búnaðar frá Nova á þak vatnstanks við Brimnesborgir, með þeim breytingum að í viðaukasamningi í grein 6.4 sé talað um samningsaðila en ekki leigutaka, að í leigusamningi sé talað um töfluskáp í stað 2-4fm og að hvorugur samningurinn sé framseljanlegur. Veitustjóra er falið að fá bæjarlögmann til að koma breytingum inn í samningana og lesa þá yfir, áður en til samþykktar sveitarstjórnar kemur.
Samþykkt með 4 atkvæðum.