Veitu- og hafnaráð

145. fundur 05. mars 2025 kl. 08:15 - 11:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Benedikt Snær Magnússon formaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson varaformaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
Starfsmenn
  • Halla Dögg Káradóttir veitustjóri
Fundargerð ritaði: Halla Dögg Káradóttir Veitustjóri
Dagskrá
Sigvaldi Gunnlaugsson boðar forföll, enginn varamaður mætti í hans stað.



Formaður óskar eftir að 7.tl. Mánaðarlegar skýrslur 2024 mál nr. 202402018 verði tekið af dagskrá. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.
Sigurveig mætti til fundar kl: 08:36

1.Norðurorka - Kynning jarðhitaleitar

Málsnúmer 202502081Vakta málsnúmer

Sigurveig Árnadóttir verkefnastjóri rannsókna og viðhalds á Veitu og tæknisviði Norðurorku kynnti verkefnið.
Veitu- og hafnarráð þakkar Sigurveigu Árnadóttur fyrir greinargóða kynningu á stöðu jarðhitaleitar í Þorvaldsdal. Vegna áhuga á virkjunarframkvæmdum í Þorvaldsdal þarf að huga að frekari rannsóknum í dalnum, áður og ef til framkvæmda kemur í dalnum.

Sigurveig vék af fundi kl: 09:17
Ottó mætti til fundar kl: 09:17

2.Eimur - kynning á starfsemi og verkefnum

Málsnúmer 202501135Vakta málsnúmer

Ottó Eíasson framkvæmdastjóri Eims kynnti starfsemi og verkefni fyrirtækisins.
Veitu og hafnaráð þakkar Óttó Elísassyni fyrir góða kynningu á starfssemi Eims.

Ottó vék af fundi kl: 10:23

3.ÍSOR kynning á stöðu jarðhitarannsókna Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202304061Vakta málsnúmer

Veitustjóri kynnir gögn frá ÍSOR varðandi frekari vatnsöflun Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

4.Íslandsturnar - Vatnstankur - Brimnesborgir

Málsnúmer 202502011Vakta málsnúmer

Íslandsturnar óska eftir leyfi og leigu á aðstöðu fyrir loftnet á vatnstanki við Brimnesborgir.
Veitu og hafnarráð samþykkir með 4 atkvæðum leigusamning og viðaukasamning vegna búnaðar frá Nova á þak vatnstanks við Brimnesborgir, með þeim breytingum að í viðaukasamningi í grein 6.4 sé talað um samningsaðila en ekki leigutaka, að í leigusamningi sé talað um töfluskáp í stað 2-4fm og að hvorugur samningurinn sé framseljanlegur. Veitustjóra er falið að fá bæjarlögmann til að koma breytingum inn í samningana og lesa þá yfir, áður en til samþykktar sveitarstjórnar kemur.
Samþykkt með 4 atkvæðum.

5.Varnargarður í á við Bakka

Málsnúmer 202305017Vakta málsnúmer

Veitustjóri leggur til að gerðar verði ráðstafanir til að verja vatnslögn yfir á í samráði við landeigendur ef lögn telst vera í hættu.
Veitustjóra er falið að komast að því hver sverleikinn á lögninni er yfir ánna og hver dýptin niður á lögnina er. Veitustjóri kemur með upplýsingar á næsta fund ráðsins.
Samþykkt með 3 atkvæðum


Gunnar vék af fundi kl: 10:50

6.Staða verkefna

Málsnúmer 202501021Vakta málsnúmer

Veitustjóri fer yfir stöðu verkefna.
Veitustjóra er falið að fara yfir verkefnalista hitaveitunnar, og meta hvort hægt sé að ráðast í öll verkefni á þessu ári, og þá hvort hægt sé að fresta hluta af verkefnum, eins og t.d. nýju dæluhúsi á Hamri og nýta frekar fjármuni í að klára að setja djúpdælu á Birnunesborgir, svo hægt sé í framhaldinu að fá gögn um hvað holan getur gefið af sér.
Samþykkt með 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:50.

Nefndarmenn
  • Benedikt Snær Magnússon formaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson varaformaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
Starfsmenn
  • Halla Dögg Káradóttir veitustjóri
Fundargerð ritaði: Halla Dögg Káradóttir Veitustjóri