Norðurorka - Kynning jarðhitaleitar

Málsnúmer 202502081

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 145. fundur - 05.03.2025

Sigurveig mætti til fundar kl: 08:36
Sigurveig Árnadóttir verkefnastjóri rannsókna og viðhalds á Veitu og tæknisviði Norðurorku kynnti verkefnið.
Veitu- og hafnarráð þakkar Sigurveigu Árnadóttur fyrir greinargóða kynningu á stöðu jarðhitaleitar í Þorvaldsdal. Vegna áhuga á virkjunarframkvæmdum í Þorvaldsdal þarf að huga að frekari rannsóknum í dalnum, áður og ef til framkvæmda kemur í dalnum.

Sigurveig vék af fundi kl: 09:17

Skipulagsráð - 32. fundur - 12.03.2025

Erindi dagsett 13.febrúar 2025 þar sem Norðurorka hf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir borun á rannsóknarborholum í Þorvaldsdal.
Fyrirhugað er að bora 10-15 borholur á tímabilinu 2025-2027.
Meðfylgjandi er afstöðumynd og greinargerð.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.