Á 10.fundi skipulagsráðs þann 10.maí sl. var eftirfarandi bókað. Með innsendu erindi dags. 2 maí 2023 óskar Þór Ingvason eftir framkvæmdarleyfi fyrir 37.000 m3 efnistöku til fimm ára úr Svarfaðardalsá í landi Bakka. Meðfylgjaldi er umsögn Fiskistofu og Veiðifélags Svarfaðardalsár. Í aðalskipulagi er merkt náma 614-N í árfarvegi Svarfaðardalsár í landi Bakka. Niðurstaða: Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og leggur til við sveitarstjórn að fela framkvæmdarsviði að gefa út framkvæmdarleyfi þegar umsækjandi hefur skilað inn efnistökuáætlun. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.