Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna malartöku við Bakka

Málsnúmer 202305017

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 10. fundur - 10.05.2023

Gunnþór E. Sveinbjörnsson og Helga Íris Ingólfsdóttir viku af fundi kl. 14:30 undir þessum lið.
Með innsendu erindi dags. 2 maí 2023 óskar Þór Ingvason eftir framkvæmdarleyfi fyrir 37.000 m3 efnistöku til fimm ára úr Svarfaðardalsá í landi Bakka. Meðfylgjaldi er umsögn Fiskistofu og Veiðifélags Svarfaðardalsár.
Í aðalskipulagi er merkt náma 614-N í árfarvegi Svarfaðardalsár í landi Bakka.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og leggur til við sveitarstjórn að fela framkvæmdarsviði að gefa út framkvæmdarleyfi þegar umsækjandi hefur skilað inn efnistökuáætlun.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 359. fundur - 06.06.2023

Á 10.fundi skipulagsráðs þann 10.maí sl. var eftirfarandi bókað. Með innsendu erindi dags. 2 maí 2023 óskar Þór Ingvason eftir framkvæmdarleyfi fyrir 37.000 m3 efnistöku til fimm ára úr Svarfaðardalsá í landi Bakka. Meðfylgjaldi er umsögn Fiskistofu og Veiðifélags Svarfaðardalsár. Í aðalskipulagi er merkt náma 614-N í árfarvegi Svarfaðardalsár í landi Bakka. Niðurstaða: Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og leggur til við sveitarstjórn að fela framkvæmdarsviði að gefa út framkvæmdarleyfi þegar umsækjandi hefur skilað inn efnistökuáætlun. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og felur sveitarstjóra að gefa út framkvæmdaleyfi þegar umsækjandi hefur skilað inn efnistökuáætlun.

Veitu- og hafnaráð - 145. fundur - 05.03.2025

Veitustjóri leggur til að gerðar verði ráðstafanir til að verja vatnslögn yfir á í samráði við landeigendur ef lögn telst vera í hættu.
Veitustjóra er falið að komast að því hver sverleikinn á lögninni er yfir ánna og hver dýptin niður á lögnina er. Veitustjóri kemur með upplýsingar á næsta fund ráðsins.
Samþykkt með 3 atkvæðum


Gunnar vék af fundi kl: 10:50