Málsnúmer 202209054Vakta málsnúmer
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem Dalvíkurlína 2, jarðstrengur, ásamt göngu- og hjólastíg er færð inn á aðalskipulagsuppdrátt var auglýst 9. febrúar 2023 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var til 3. apríl 2023. Ein athugasemd barst.
Athugasemd ódagsett frá Baldvin Haraldssyni og Elínu Lárusdóttur:
"Landeigendur á Stóru-Hámundarstöðum mótmæla breytingu á aðalskipulagi vegna Dalvíkurlínu 2 sem gerir ráð fyrir að raflína, reiðleið, göngu- og hjólastígur verði sett austan þjóðvegar númer 82 í landi jarðarinnar."
Enginn rökstuðningur fylgir athugasemdinni. Við mótun aðalvalkosts Landsnets um lagningu Dalvíkurlínu 2 var stuðst við umsagnir og samráð við landeigendur og aðra umsagnaraðila með það að markmiði að lágmarka neikvæð áhrif. Samráð um aðalskipulagsbreytinguna var haft með framlagningu skipulagslýsingar í desember 2021. Engar ábendingar eða athugasemdir komu á því stigi frá landeigendum í Dalvíkurbyggð.
Fyrirhugað framkvæmdasvæði liggur um land sem þegar hefur verið raskað með mannvirkjagerð þar sem strengurinn fylgir vegstæði þjóðvegar og verður innan veghelgunarsvæðis. Fyrirhuguð línuleið og göngu- og hjólastígur munu verða í grennd við friðlýstar fornminjar í landi Stóru-Hámundarstaða. Framkvæmdin verður unnin í samráði við minjavörð og þess gætt að fornminjum verði ekki raskað. Framkvæmdin mun skerða skógarreit í landi Stóru- Hámundarstaða, sem er að hluta nálægt þjóðvegi og innan veghelgunarsvæðis.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.