Á 10.fundi skipulagsráðs þann 10.maí var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi dags. 27. apríl frá Valbirni Ægi Vilhjálmssyni vegna Skógarhóla 12 á Dalvík þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dags. 25. apríl 2023 frá Ágústi Hafsteinssyni arkitekt á Form ráðgjöf. Deiliskipulagstillagan felur í sér að byggingarreitur lóðarinnar við Skógarhóla 12 breikki um 4.0 m til vesturs og 4.0 m til norðurs og lóð stækki um 6.5 m til norðurs. Við breytinguna eykst flatarmál lóðarinnar um 223.0 m². Hámarksbyggingarmagn innan lóðarinnar er aukið úr 260 m² upp í 320 m². Skilgreiningu á húsgerð er breytt úr E2 í E1 og hámarksvegghæð lækkuð úr 6.0 m niður í 5.0 m. Í tengslum við stækkun á lóð Skógarhóla 12 er lóð Skógarhóla 10 minnkuð um 76.3 m² og byggingarreitur minnkaður um 5.0 m til norðurs. Skilgreiningu á húsgerð er breytt úr E2 í E1 og hámarksvegghæð lækkuð úr 6.0 m niður í 3.0 m. Göngustígur norðan við lóð Skógarhóla 12 hliðrast til norðurs um 6.5m. Einnig er tekin fyrir áður samþykkt breyting á lóðinni Skógarhólar 11 á Dalvík frá dags. 14.12.2021 sem ekki hlaut ekki gildistöku í Stjórnartíðindum B innan tilskilins tíma. Um er að ræða breytingar á stærð lóðanna að Skógarhólum 11 og Skógarhólum 23 a,b,c og d til þess að koma fyrir nýrri húsagötu í eigu og rekstri Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða: Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið fái málsmeðferð sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái yfir Skógarhóla 7, 13, 14, 15, 16 og 17, 23 og 29, Lynghóla 1-3 og 5-7. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.