Á 23. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 6. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 359. fundi Sveitarsjórnar, þann 6. júní 2023 var samþykkt að fela Framkvæmdasviði að undirbúa umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða árið 2024 í samstarfi við byggðaráð, umhverfis- og dreifbýlisráð, skipulagsráð og veitu- og hafnaráð. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð felur Framkvæmdasviði og upplýsingafulltrúa að undirbúa umsóknir og sækja um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir hugmyndasamkeppnum, deiliskipulagi og hönnun útsýnisstðar við Mígindisfoss í Múla og strandlengju innan þéttbýlisins á Dalvík. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.